Handbolti

HM kvenna: Tékk­land með mikil­vægan sigur á Spáni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Markéta Jeřábková var frábær í liði Tékklands í kvöld.
Markéta Jeřábková var frábær í liði Tékklands í kvöld. EPA-EFE/HANNIBAL HANSCHKE

Tékkland vann mikilvægan sigur á Spáni í milliriðli IV á HM kvenna í handbolta. Sigurinn þýðir að báðar þjóðir eru með sex stig sem stendur og Tékkland á því enn möguleika á að komast áfram. Þá er Frakkland enn með fullt hús stiga.

Sigur Tékklands var á endanum einkar öruggur eftir jafnar upphafsmínútur. Staðan í hálfleik var 13-9 en munurinn jókst enn frekar í síðari hálfleik. Þegar flautað var til leiksloka var munurinn kominn upp í átta mörk, lokatölur 30-22.

Markéta Jeřábková var markahæst í liði Tékklands með 9 mörk. Þar á eftir kom Veronika Malá með 7 mörk. Hjá Spáni var Paulina Perez Buforn markahæst með 6 mörk. Í hinum leik milliriðils IV vann Brasilía öruggan sigur á Argentínu, lokatölur 33-19.

Síðar í kvöld mætast Úkraína og Holland en fyrrnefnda liðið er án stiga á meðan Hollendingar eru á toppnum með sex stig.

Í milliriðli II hélt Frakkland áfram á sigurbraut með öruggum tíu marka sigri á Suður-Kóreu, lokatölur 32-22. Orlane Kanor var markahæst í liði Frakklands með 7 mörk úr jafn mörgum skotum. Í hinum leik milliriðilsins vann Angóla fimm marka sigur á Austurríki, lokatölur 30-25. 

Staðan í riðlinum er þannig að Frakkland er með 8 stig á toppnum en síðar í kvöld mætast Noregur og Slóvenía í leik sem gæti skorið úr um hvort liðið fer áfram.

Efstu tvö lið hvers milliriðils fara áfram í 8-liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×