Handbolti

Noregur í átta liða úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Camilla Herrem var markahæst í liði Noregs.
Camilla Herrem var markahæst í liði Noregs. EPA-EFE/Beate Oma Dahle

Þórir Hergeirsson stýrði liði Noregs til sigurs gegn Slóveníu í milliriðli HM kvenna í handbolta í kvöld, lokatölur 34-21. Þá vann Holland stórsigur á Úkraínu.

Með sigri hefði Slóvenía jafnað Noreg að stigum í milliriðli II. Það var hins vegar aldrei í kortunum og Noregur enn með fullt hús stiga eftir frábæran sigur.

Camilla Herrem var markahæst hjá Noregi með 6 mörk. Þar á eftir komu með Nora Mörk, Stine Bredal Oftedal og Henny Ella Reistad með 5 mörk hver. Hjá Slóveníu var Alja Vargic markahæst með 5 mörk.

Staðan í riðlinum er því þannig að Noregur og Frakkland eru í efstu tveimur sætunum og báðar þjóðir því komnar í 8-liða úrslit en þær mætast í lokaumferð milliriðilsins.

Öruggur sigur Hollands á Úkraínu, 40-21, í milliriðli IV kemur þjóðinni í góða stöðu fyrir lokaleik sinn gegn Tékklandi. Hollendingar eru á toppi riðilsins með 8 stig, þar á eftir koma Tékkland og Spánn með 6 stig hvort.

Efstu tvö lið hvers milliriðils fara áfram í 8-liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×