Ísland ætli ekki að draga sig úr keppni í Eurovision Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. desember 2023 21:46 Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, segir Rúv ekki ætla að draga Ísland úr keppni í Eurovision í mótmælaskyni við þátttöku Ísraels í keppninni. Rúv Útvarpsstjóri segir þátttöku Íslands í Eurovision hafa ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Um 3.300 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista sem skorar á Rúv að neita þátttöku verði Ísrael ekki vísað úr keppni. Í kvöldfréttum Rúv sagði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, að tugir erinda hefðu borist inn á borð Rúv þar sem stofnunin væri hvött til að draga Ísland úr keppninni en gagnrýni hvað varðaði þátttöku Ísraels væri ekki ný af nálinni. Málið hefði verið rætt en engin skilyrði hafi verið sett fyrir þátttöku Íslands af hálfu stjórnvalda eða Ríkisútvarpsins. Rúv hefði tekið þátt í keppninni síðan 1986 og stefnt væri á að gera því áfram. „Við höfum auðvitað bara farið vel yfir stöðuna og komið áhyggjum okkar á framfæri við EBU og í samtölum okkar við aðra aðila, að þá öryggismálum í keppninni þegar hún verður haldin í maí,“ sagði Stefán í frétt Rúv. Þá taldi Stefán að ekki væri verið að taka pólitíska afstöðu með þátttöku í keppninni og þátttaka Rúv hefði ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Jafnframt væri það ekki hlutverk Rúv að taka pólitíska afstöðu. Rússum vísað úr keppni en ekki Ísraelum Rússlandi var vísað úr Eurovision í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu í febrúar 2022. Upphaflega stóð til að leyfa Rússum að taka þátt að óbreyttu árið 2022 en þeim var hent úr keppninni eftir að Finnar hótuðu að draga þátttöku sína til baka vegna ákvörðunarinnar. Í kjölfarið tilkynntu fleiri forsvarsmenn norrænna sjónvarpsstöðva, þar á meðal Stefán, að þau hygðust einnig draga þátttöku sína til baka fengi Rússland að taka þátt. „Við teljum það óásættanlegt að Rússar taki þátt í Eurovision,“ sagði Stefán þá um málið. Eurovision Ríkisútvarpið Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Krefjast tafarlausra viðbragða við voðaverkum á Gasa Hópur 569 Íslendinga hefur sent opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 8. desember 2023 18:48 Rússum meinuð þátttaka í Eurovision European Broadcasting Union (EBU), eða Samband evrópskra ríkisútvarpa, hefur ákveðið að meina Rússum þátttöku að Evrópsku söngvakeppninni, vegna árásar Rússa inn í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU. 25. febrúar 2022 16:55 Norrænu sjónvarpsstöðvarnar vilja Rússland úr Eurovision Forsvarsmenn norrænu sjónvarpsstöðvanna sem taka þátt í Eurovision keppninni vilja að Rússlandi verði vísað úr keppninni í ár vegna innrásarinnar í Úkraínu. 25. febrúar 2022 15:25 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Í kvöldfréttum Rúv sagði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, að tugir erinda hefðu borist inn á borð Rúv þar sem stofnunin væri hvött til að draga Ísland úr keppninni en gagnrýni hvað varðaði þátttöku Ísraels væri ekki ný af nálinni. Málið hefði verið rætt en engin skilyrði hafi verið sett fyrir þátttöku Íslands af hálfu stjórnvalda eða Ríkisútvarpsins. Rúv hefði tekið þátt í keppninni síðan 1986 og stefnt væri á að gera því áfram. „Við höfum auðvitað bara farið vel yfir stöðuna og komið áhyggjum okkar á framfæri við EBU og í samtölum okkar við aðra aðila, að þá öryggismálum í keppninni þegar hún verður haldin í maí,“ sagði Stefán í frétt Rúv. Þá taldi Stefán að ekki væri verið að taka pólitíska afstöðu með þátttöku í keppninni og þátttaka Rúv hefði ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Jafnframt væri það ekki hlutverk Rúv að taka pólitíska afstöðu. Rússum vísað úr keppni en ekki Ísraelum Rússlandi var vísað úr Eurovision í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu í febrúar 2022. Upphaflega stóð til að leyfa Rússum að taka þátt að óbreyttu árið 2022 en þeim var hent úr keppninni eftir að Finnar hótuðu að draga þátttöku sína til baka vegna ákvörðunarinnar. Í kjölfarið tilkynntu fleiri forsvarsmenn norrænna sjónvarpsstöðva, þar á meðal Stefán, að þau hygðust einnig draga þátttöku sína til baka fengi Rússland að taka þátt. „Við teljum það óásættanlegt að Rússar taki þátt í Eurovision,“ sagði Stefán þá um málið.
Eurovision Ríkisútvarpið Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Krefjast tafarlausra viðbragða við voðaverkum á Gasa Hópur 569 Íslendinga hefur sent opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 8. desember 2023 18:48 Rússum meinuð þátttaka í Eurovision European Broadcasting Union (EBU), eða Samband evrópskra ríkisútvarpa, hefur ákveðið að meina Rússum þátttöku að Evrópsku söngvakeppninni, vegna árásar Rússa inn í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU. 25. febrúar 2022 16:55 Norrænu sjónvarpsstöðvarnar vilja Rússland úr Eurovision Forsvarsmenn norrænu sjónvarpsstöðvanna sem taka þátt í Eurovision keppninni vilja að Rússlandi verði vísað úr keppninni í ár vegna innrásarinnar í Úkraínu. 25. febrúar 2022 15:25 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Krefjast tafarlausra viðbragða við voðaverkum á Gasa Hópur 569 Íslendinga hefur sent opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. 8. desember 2023 18:48
Rússum meinuð þátttaka í Eurovision European Broadcasting Union (EBU), eða Samband evrópskra ríkisútvarpa, hefur ákveðið að meina Rússum þátttöku að Evrópsku söngvakeppninni, vegna árásar Rússa inn í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU. 25. febrúar 2022 16:55
Norrænu sjónvarpsstöðvarnar vilja Rússland úr Eurovision Forsvarsmenn norrænu sjónvarpsstöðvanna sem taka þátt í Eurovision keppninni vilja að Rússlandi verði vísað úr keppninni í ár vegna innrásarinnar í Úkraínu. 25. febrúar 2022 15:25