Hugvekja til Íslendinga Arnar Þór Jónsson skrifar 10. desember 2023 19:01 Ef Íslendingar ætla að vera frjáls þjóð í frjálsu landi þurfa þeir að taka ábyrgð á sínu eigin frelsi. Í því felst að við sýnum vilja og getu til að stjórna okkur sjálf, án þess að sýna dónaskap, yfirgang, fyrirlitningu, ókurteisi; án ofbeldis og án þess að niðurlægja sjálf okkur og aðra. Leiðin í þessa átt beinist ekki að því að banna fólki að tjá sig, banna efasemdir, gagnrýni eða ágreining. Sú leið hefur ítrekað verið reynd í alræðisríkjum og sú vegferð hefur aldrei endað vel. Nei, til að þjóð geti ráðið sér sjálf þarf hún að geta sýnt gagnkvæma virðingu og iðkað friðsamlega stjórnarhætti. Þrátt fyrir allt sem á gengur, þrátt fyrir áföll og mótlæti, þrátt fyrir vonbrigði með skoðanakannanir og fall prófum verðum við að trúa því að við getum stjórnað okkur sjálf án þess að eyðileggja þau réttindi og það frelsi sem fyrri kynslóðir færðu okkur í arf. Íslenska lýðveldið er hugdjörf tilraun smáþjóðar til að fá að ráða sér sjálf. En lýðveldið viðheldur sér ekki sjálft. Til að það lifi þurfum við að þekkja stjórnkerfið og vera tilbúin að taka þátt í starfrækslu þess. Að þessu leyti er niðurstaða nýjustu PISA könnunarinnar áfall, því heilbrigt lýðveldi byggist á góðri undirstöðumenntun borgaranna. Einræðisríki og harðstjórnir þurfa ekki á menntuðum þegnum að halda. Til að lýðveldið okkar geti lifað þarf hver einasta kynslóð að hafa skilning á stjórnskipun landsins og þem hugsjónum sem lýðveldið var stofnsett til að verja. Það er m.ö.o. ekki nóg að þekkja réttindi okkar. Við þurfum að þekkja reglurnar sem ætlað er að verja þessi réttindi okkar. Stjórnarskrá lýðveldisins byggir á því að vald ríkisins sé takmarkað og að því sé dreift á fleiri hendur en færri. Þessu er ætlað að þjóna þeim tilgangi að verja réttindi okkar, frelsi okkar og möguleika okkar til að stjórna okkur sjálf. Þess vegna má valdið ekki safnast á of fáar hendur. Ef við missum sjónar á þessari undirstöðu, hvernig ætlum við þá að rækja borgaralegar skyldur okkar og hvað verður þá um lýðræðislega ábyrgð valdhafa? Ef menn vilja ímynda sér að við lifum nú í annars konar heimi en fyrri kynslóðir, þar sem við þurfum ekki lengur að verja framangreind dýrmæti; ef menn ímynda sér að þeir séu ,,heimsborgarar" í þeim skilningi að þeir treysti alþjóðlegum stofnunum til að stýra öllum okkar málum, þá þurfum við um leið að ræða hvað slikt afskiptaleysi af landsmálum felur í sér og hvort réttlætanlegt sé að vera hirðulaus um stjórn landsins okkar. Hvert ætlar ,,heimsborgarinn" að snúa sér þegar réttindi hans og frelsi verða tekin af honum? Hver á þá að koma honum til varnar? Hvert ætlar ,,heimsborgarinn" að snúa sér þegar búið er að svipta hann málfrelsi, fundafrelsi og ferðafrelsi? Mannkynssagan segir okkur að valdið er ekki vel geymt í höndum fjarlægra valdhafa, sem svara ekki til neinnar ábyrgðar gagnvart borgurunum, sem vilja ekki heyra gagnrýni, sem umbera engar efasemdir. Ef skynsamt og velviljað fólk nennir ekki að taka þátt í stjórn landsins, þá mun það hlutverk lenda í annarra höndum. „Ef þjóð býst við því að hún geti verið fávís og frjáls ... þá væntir hún þess sem aldrei var og aldrei verður“ Thomas Jefferson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ef Íslendingar ætla að vera frjáls þjóð í frjálsu landi þurfa þeir að taka ábyrgð á sínu eigin frelsi. Í því felst að við sýnum vilja og getu til að stjórna okkur sjálf, án þess að sýna dónaskap, yfirgang, fyrirlitningu, ókurteisi; án ofbeldis og án þess að niðurlægja sjálf okkur og aðra. Leiðin í þessa átt beinist ekki að því að banna fólki að tjá sig, banna efasemdir, gagnrýni eða ágreining. Sú leið hefur ítrekað verið reynd í alræðisríkjum og sú vegferð hefur aldrei endað vel. Nei, til að þjóð geti ráðið sér sjálf þarf hún að geta sýnt gagnkvæma virðingu og iðkað friðsamlega stjórnarhætti. Þrátt fyrir allt sem á gengur, þrátt fyrir áföll og mótlæti, þrátt fyrir vonbrigði með skoðanakannanir og fall prófum verðum við að trúa því að við getum stjórnað okkur sjálf án þess að eyðileggja þau réttindi og það frelsi sem fyrri kynslóðir færðu okkur í arf. Íslenska lýðveldið er hugdjörf tilraun smáþjóðar til að fá að ráða sér sjálf. En lýðveldið viðheldur sér ekki sjálft. Til að það lifi þurfum við að þekkja stjórnkerfið og vera tilbúin að taka þátt í starfrækslu þess. Að þessu leyti er niðurstaða nýjustu PISA könnunarinnar áfall, því heilbrigt lýðveldi byggist á góðri undirstöðumenntun borgaranna. Einræðisríki og harðstjórnir þurfa ekki á menntuðum þegnum að halda. Til að lýðveldið okkar geti lifað þarf hver einasta kynslóð að hafa skilning á stjórnskipun landsins og þem hugsjónum sem lýðveldið var stofnsett til að verja. Það er m.ö.o. ekki nóg að þekkja réttindi okkar. Við þurfum að þekkja reglurnar sem ætlað er að verja þessi réttindi okkar. Stjórnarskrá lýðveldisins byggir á því að vald ríkisins sé takmarkað og að því sé dreift á fleiri hendur en færri. Þessu er ætlað að þjóna þeim tilgangi að verja réttindi okkar, frelsi okkar og möguleika okkar til að stjórna okkur sjálf. Þess vegna má valdið ekki safnast á of fáar hendur. Ef við missum sjónar á þessari undirstöðu, hvernig ætlum við þá að rækja borgaralegar skyldur okkar og hvað verður þá um lýðræðislega ábyrgð valdhafa? Ef menn vilja ímynda sér að við lifum nú í annars konar heimi en fyrri kynslóðir, þar sem við þurfum ekki lengur að verja framangreind dýrmæti; ef menn ímynda sér að þeir séu ,,heimsborgarar" í þeim skilningi að þeir treysti alþjóðlegum stofnunum til að stýra öllum okkar málum, þá þurfum við um leið að ræða hvað slikt afskiptaleysi af landsmálum felur í sér og hvort réttlætanlegt sé að vera hirðulaus um stjórn landsins okkar. Hvert ætlar ,,heimsborgarinn" að snúa sér þegar réttindi hans og frelsi verða tekin af honum? Hver á þá að koma honum til varnar? Hvert ætlar ,,heimsborgarinn" að snúa sér þegar búið er að svipta hann málfrelsi, fundafrelsi og ferðafrelsi? Mannkynssagan segir okkur að valdið er ekki vel geymt í höndum fjarlægra valdhafa, sem svara ekki til neinnar ábyrgðar gagnvart borgurunum, sem vilja ekki heyra gagnrýni, sem umbera engar efasemdir. Ef skynsamt og velviljað fólk nennir ekki að taka þátt í stjórn landsins, þá mun það hlutverk lenda í annarra höndum. „Ef þjóð býst við því að hún geti verið fávís og frjáls ... þá væntir hún þess sem aldrei var og aldrei verður“ Thomas Jefferson Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun