Svört vanilla gegn myglu og rakaskemmdum eða látum við fólk njóta vafans? Guðný Stefánsdóttir skrifar 11. desember 2023 08:30 Ætli ég sé að verða lasin? Rosa skrýtnir þessir beinverkir og svo í eyrunum líka. Svo er ég líka alltaf stífluð með ráma rödd. Óþægindi og síðar veikindi vegna myglu og lélegra loftgæða á vinnustað eiga sér margra ára sögu. Tíðar kvefpestir, flensueinkenni, beinverkir, særindi í hálsi, nefrennsli, stíflur í nefi, blóðnasir, sýkingar í ennis- og kinnholum, óútskýrðar lungnabólgur, höfuðverkur, verkir í eyrum, orkuleysi, minnkandi úthald og einbeiting við vinnu. Í fyrstu var erfitt að átta sig á hvað var á ferðinni en svo fór að koma í ljós að einkennin minnkuðu eða hurfu um helgar og í fríum. Þá bárust böndin að vinnustaðnum. Það var ekki fyrr en ég missti röddina sem ég fann fyrir að mér var trúað. Kem inn með eðlilega rödd, stuttu síðar er röddin farin. Ertu ekki bara með ofnæmi? Kannski fyrir einhverju ilmvatni? Ertu með eitthvað nýtt heima hjá þér? Ertu viss um að þú passir að lofta nógu vel út? Ertu að taka bætiefni? Gæti þetta verið bakflæði? Þið eruð nú líka með hund. Gæti verið að þú sért komin með kulnun? Þú veist að andleg vanlíðan getur valdið líkamlegum einkennum. Ertu viss um að það sé ekki mygla heima hjá þér? Hinar ýmsu sérgreinar læknisfræðinnar fengu að spreyta sig á verkefninu. Að öllu öðru leyti heilsuhraust kona, ekki ofnæmi fyrir neinu sem hægt er að mæla með ítarlegum ofnæmisprófum en með vel meðhöndlaða insúlínháða sykursýki týpu 1 í áratugi og öll nútímatækni nýtt við þá vinnu. Þegar manneskja greinist með týpu 1 af sykursýki er orsökin ekki alltaf ljós en einkennin eru skýr og meðferðin vel skipulögð. Með markvissri vinnu og öllum þeim tæknilausnum sem finnast tekst vel að ná markmiðum og halda einkennum niðri. Enginn fer í vörn og við tökumst á við vinnuna, heilbrigðiskerfið, umhverfið og ég. Þegar vandinn er vegna skertra loftgæða í umhverfi, rakaskemmda eða myglu þá vandast málið. Orsökin er oftast hulin, einkennin óskýr, keimlík ýmsum öðrum og meðferðin óljós. Umhverfið fer í vörn, fjölskyldan, vinirnir og vinnufélagarnir skilja ekki hvað er á ferðinni og segja gjarnan dæmisögur af sér sjálfum eða Siggu frænku sem var með gamlan púða í stofunni þar til hún fattaði að hann var fylltur með gömlu ryki. Það vitum við sem höfum veikst vegna myglu að við reynum hvað við getum til að útiloka allt áður en við höfum færni eða hugmyndaflug til að setja einkenni okkar í samband við léleg loftgæði. Geðgreining er eitt af því sem má velta upp og var það eina sem ég átti eftir en ég vissi sjálf að ekki var þetta hugarástand, ástandið var og er raunverulegt og veldur líkamlegum einkennum. Að reyna að sannfæra aðra um ósýnileg einkenni, vanlíðan eða veikindi er ómögulegt. Fyrir mér var ljósið í myrkrinu að missa röddina þ.e. þá heyrðu hinir að það var ekki í lagi. Það að missa röddina er hins vegar í flestum tilvikum merki um að þróunin heldur áfram og einkennin eru versnandi. Birtingartími einkenna verður alltaf styttri og styttri og tíminn sem tekur að jafna sig, lengri og lengri. Að skipta um skrifstofu í vinnunni, skólastofu í skólanum, hæð í húsinu og sitja við opinn glugga eru allt vel meinandi og skiljanlegar aðferðir til að reyna að bæta ástandið og koma til móts við skrítnu manneskjuna. En ef húsnæðið er ekki í lagi þá skiptir yfirleitt engu máli að færa sig á milli rýma. Smiðirnir eru búnir að gera úttekt og taldar eru upp allar þær viðhaldsframkvæmdir sem hafa átt sér stað undanfarin ár. Það ætti þess vegna ekki að vera raki. Aðrir sérfræðingar koma að málinu taka sýni og skila skýrslu, verkfræðistofan er kölluð til en allt kemur fyrir ekki. Líklega er eitthvað annað að hrjá þessa manneskju. Í mínu tilviki var það ekki fyrr en hundurinn kom. Mygluhundurinn Hanz bjargaði því að ég fékk ekki geðgreininguna. Hann fann það sem hann var að leita að og hefur enga vitsmunalega færni né þörf til að fara í vörn eða leita annarra skýringa. Mygla er mygla fyrir honum og þá er markmiðinu náð. Að finna myglu eða rakaskemmdir í fasteign er ekki gleðiefni fyrir neinn nema þann sem hefur haft óútskýrð veikindi í húsnæðinu. Honum léttir yfir því að ástæðan sé fundin og þá getur næsti kafli tekið við. „Rosa skrýtið að þú getur ekki verið hér, við finnum bara engin einkenni“. Ekki er enn vitað hver hin eiginlega skýring er á því að sumir veikjast en aðrir ekki eða hversu lengi fólk getur verið í skemmdu húsnæði án þess að veikjast. En þetta veldur áfram efasemdum hjá þeim sem ekki veikjast. Þetta „survivor“ módel eflist og verður jafnvel að keppni um að geta verið sem lengst í óheilbrigðum aðstæðum og finna bara hreint ekki neitt. Svo setjum við bara upp nokkur glös af „Black Vanilla“. Samfélagið angar af svartri vanillu. Skemmdum húseignum fjölgar og fjölgar. Heimili, skólar, vinnustaðir, verslanir, hótel og veitingastaðir. Auðvitað er þetta einhver tíska líka með ilmstautana en í flestum tilvikum aðferð til að fela aðra lykt eins og rakalykt, fúkkalykt eða myglulykt. Svo merkilega skrýtið að í flestum tilvikum er alltaf reynt að fela rakaskemmdir og breiða yfir fúkkalykt. Við sem erum nú þegar orðin mygluveik, virkum eins og radar, næmni okkar er orðin á við lyktarskynið hjá mygluhundinum Hanz. Við lærum af reynslunni hvar við getum verið og hvar ekki og tökum það út með skelli ef við förum á nýjan stað í skemmdu húsnæði og förum þangað aldrei aftur. Þegar meira en annað hvert húsnæði er nú farið að lykta með rokgjörnum efnasamböndum á við svörtu vanilluna og ilmkertin þá drögum við þá ályktun að verið sé að fela aðra lykt í stað þess að leyfa fersku hreinu lofti að leika um staðinn. Ef það er ekki verið að fela lykt þá ættu þeir sem taka þátt í rokefna-tískubylgjunni að losa sig við þessi tilbúnu ilmefni, þau valda skaða. Þegar búið er að fjarlægja ilmstangirnar og í ljós kemur óloft, forðið ykkur! Látið ekki myglu og rakaskemmdir njóta vafans. Njótið vafans sjálf! Það þarf ekki allar þessar hetjur sem telja sig þola óheilbrigð loftgæði. Ef húsnæði er rakaskemmt þá er það rakaskemmt alveg sama hvað reynt er að skýra það með öðrum ástæðum eða fela. Þegar ónæmiskerfið klikkar þá klikkar það. Þol gagnvart lélegum loftgæðum verður minna og minna, einkennin kröftugri og kröftugri, birtingartími einkenna sífellt styttri og tíminn sem tekur að jafna sig lengist stöðugt. Varanleg og óafturkræf einkenni eru staðreynd. Margir sitja uppi með fjölefnaóþol sem afleiðingu af mygluveikindum þ.e. það fjölgar sífellt á listanum yfir þau efni og hluti sem ekki þolast í umhverfinu. Afskorin blóm, ilmkerti og tískustautar, ilmvötn vinkvennanna, þvottaefni, hreinsiefni og snyrtivörur svo eitthvað sé nefnt. Alvarlegar afleiðingar myglu og rakaskemmda í húsum er viðurkennd staðreynd og fyrirbærið á orðið ICD númer frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, B46.5 myglusveppasýki, ótilgreind. Skilgreiningin er á þá leið að sjúkdómurinn sé tilkominn vegna uppsöfnunar á eiturefnum t.d. frá húsbyggingum. Eiturefni vegna raka og myglu eru ráðandi orsakavaldur og einkennin versna í snertingu við þau eiturefni. Sjúkdómurinn er krónískur og fjölkerfa ásamt því að vera flókinn og erfiður meðferðar. Þegar ykkur grunar að rakaskemmdir eða mygla gæti verið í húsnæðinu, takið því alvarlega. Það þýðir lítið að þrífa eða kaupa ilmstauta. Húsið þarf meðhöndlun sérfræðinga og þá er annað fólk ekki á staðnum á meðan. Það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst eða finnst ekki. Við sem erum gangandi dæmi um afleiðingar mygluveikinda verðum því miður fleiri og fleiri og hjá okkur er hægt að fá hvatningu, skilning og stuðning. Við þekkjum ferlið, þekkjum einkennin. Við vitum hvernig það er þegar þeim stöðum sem við getum farið á fækkar og fækkar og við leitum ekki skýringa í gömlum púða Siggu frænku. Það er óásættanlegt að húsnæði sé almennt látið njóta vafans, sérstaklega húsnæði í eigu ríkis og sveitarfélaga. Þar eru manneskjur sem ganga í gegnum það sem lýst er hér að ofan. Þar eru börn sem ekki skilja frekar en fullorðnir hvers vegna þeim líður svona. Hvers vegna njóta þau ekki vafans? Um leið og grunur vaknar, hvers vegna er húsnæðið ekki rýmt, rannsókn og meðferð sett í gang? Berum þetta aftur við sykursýki týpu 1: fjarlægjum það sem veldur einkennum, setjum í gang markvissa vinnu með öllum þeim lausnum sem finnast. Náum markmiðunum á meðan fólkinu hefur verið komið í skjól. Það þarf ekki að fara í afneitun og vörn, það gæti endað með nýju ICD númeri á “ég þoli allt” eða “Svarta vanillu heilkenninu”. Þeir sem vilja kynna sér nánar heilsutjón af völdum umhverfisáreitis eru hvattir til að skoða Samtök um áhrif umhverfis á heilsu/Samtök umhverfisveikra www.samtoksum.is. Samtökin eiga aðild að ÖBÍ. Höfundur er þroskaþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mygla Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ætli ég sé að verða lasin? Rosa skrýtnir þessir beinverkir og svo í eyrunum líka. Svo er ég líka alltaf stífluð með ráma rödd. Óþægindi og síðar veikindi vegna myglu og lélegra loftgæða á vinnustað eiga sér margra ára sögu. Tíðar kvefpestir, flensueinkenni, beinverkir, særindi í hálsi, nefrennsli, stíflur í nefi, blóðnasir, sýkingar í ennis- og kinnholum, óútskýrðar lungnabólgur, höfuðverkur, verkir í eyrum, orkuleysi, minnkandi úthald og einbeiting við vinnu. Í fyrstu var erfitt að átta sig á hvað var á ferðinni en svo fór að koma í ljós að einkennin minnkuðu eða hurfu um helgar og í fríum. Þá bárust böndin að vinnustaðnum. Það var ekki fyrr en ég missti röddina sem ég fann fyrir að mér var trúað. Kem inn með eðlilega rödd, stuttu síðar er röddin farin. Ertu ekki bara með ofnæmi? Kannski fyrir einhverju ilmvatni? Ertu með eitthvað nýtt heima hjá þér? Ertu viss um að þú passir að lofta nógu vel út? Ertu að taka bætiefni? Gæti þetta verið bakflæði? Þið eruð nú líka með hund. Gæti verið að þú sért komin með kulnun? Þú veist að andleg vanlíðan getur valdið líkamlegum einkennum. Ertu viss um að það sé ekki mygla heima hjá þér? Hinar ýmsu sérgreinar læknisfræðinnar fengu að spreyta sig á verkefninu. Að öllu öðru leyti heilsuhraust kona, ekki ofnæmi fyrir neinu sem hægt er að mæla með ítarlegum ofnæmisprófum en með vel meðhöndlaða insúlínháða sykursýki týpu 1 í áratugi og öll nútímatækni nýtt við þá vinnu. Þegar manneskja greinist með týpu 1 af sykursýki er orsökin ekki alltaf ljós en einkennin eru skýr og meðferðin vel skipulögð. Með markvissri vinnu og öllum þeim tæknilausnum sem finnast tekst vel að ná markmiðum og halda einkennum niðri. Enginn fer í vörn og við tökumst á við vinnuna, heilbrigðiskerfið, umhverfið og ég. Þegar vandinn er vegna skertra loftgæða í umhverfi, rakaskemmda eða myglu þá vandast málið. Orsökin er oftast hulin, einkennin óskýr, keimlík ýmsum öðrum og meðferðin óljós. Umhverfið fer í vörn, fjölskyldan, vinirnir og vinnufélagarnir skilja ekki hvað er á ferðinni og segja gjarnan dæmisögur af sér sjálfum eða Siggu frænku sem var með gamlan púða í stofunni þar til hún fattaði að hann var fylltur með gömlu ryki. Það vitum við sem höfum veikst vegna myglu að við reynum hvað við getum til að útiloka allt áður en við höfum færni eða hugmyndaflug til að setja einkenni okkar í samband við léleg loftgæði. Geðgreining er eitt af því sem má velta upp og var það eina sem ég átti eftir en ég vissi sjálf að ekki var þetta hugarástand, ástandið var og er raunverulegt og veldur líkamlegum einkennum. Að reyna að sannfæra aðra um ósýnileg einkenni, vanlíðan eða veikindi er ómögulegt. Fyrir mér var ljósið í myrkrinu að missa röddina þ.e. þá heyrðu hinir að það var ekki í lagi. Það að missa röddina er hins vegar í flestum tilvikum merki um að þróunin heldur áfram og einkennin eru versnandi. Birtingartími einkenna verður alltaf styttri og styttri og tíminn sem tekur að jafna sig, lengri og lengri. Að skipta um skrifstofu í vinnunni, skólastofu í skólanum, hæð í húsinu og sitja við opinn glugga eru allt vel meinandi og skiljanlegar aðferðir til að reyna að bæta ástandið og koma til móts við skrítnu manneskjuna. En ef húsnæðið er ekki í lagi þá skiptir yfirleitt engu máli að færa sig á milli rýma. Smiðirnir eru búnir að gera úttekt og taldar eru upp allar þær viðhaldsframkvæmdir sem hafa átt sér stað undanfarin ár. Það ætti þess vegna ekki að vera raki. Aðrir sérfræðingar koma að málinu taka sýni og skila skýrslu, verkfræðistofan er kölluð til en allt kemur fyrir ekki. Líklega er eitthvað annað að hrjá þessa manneskju. Í mínu tilviki var það ekki fyrr en hundurinn kom. Mygluhundurinn Hanz bjargaði því að ég fékk ekki geðgreininguna. Hann fann það sem hann var að leita að og hefur enga vitsmunalega færni né þörf til að fara í vörn eða leita annarra skýringa. Mygla er mygla fyrir honum og þá er markmiðinu náð. Að finna myglu eða rakaskemmdir í fasteign er ekki gleðiefni fyrir neinn nema þann sem hefur haft óútskýrð veikindi í húsnæðinu. Honum léttir yfir því að ástæðan sé fundin og þá getur næsti kafli tekið við. „Rosa skrýtið að þú getur ekki verið hér, við finnum bara engin einkenni“. Ekki er enn vitað hver hin eiginlega skýring er á því að sumir veikjast en aðrir ekki eða hversu lengi fólk getur verið í skemmdu húsnæði án þess að veikjast. En þetta veldur áfram efasemdum hjá þeim sem ekki veikjast. Þetta „survivor“ módel eflist og verður jafnvel að keppni um að geta verið sem lengst í óheilbrigðum aðstæðum og finna bara hreint ekki neitt. Svo setjum við bara upp nokkur glös af „Black Vanilla“. Samfélagið angar af svartri vanillu. Skemmdum húseignum fjölgar og fjölgar. Heimili, skólar, vinnustaðir, verslanir, hótel og veitingastaðir. Auðvitað er þetta einhver tíska líka með ilmstautana en í flestum tilvikum aðferð til að fela aðra lykt eins og rakalykt, fúkkalykt eða myglulykt. Svo merkilega skrýtið að í flestum tilvikum er alltaf reynt að fela rakaskemmdir og breiða yfir fúkkalykt. Við sem erum nú þegar orðin mygluveik, virkum eins og radar, næmni okkar er orðin á við lyktarskynið hjá mygluhundinum Hanz. Við lærum af reynslunni hvar við getum verið og hvar ekki og tökum það út með skelli ef við förum á nýjan stað í skemmdu húsnæði og förum þangað aldrei aftur. Þegar meira en annað hvert húsnæði er nú farið að lykta með rokgjörnum efnasamböndum á við svörtu vanilluna og ilmkertin þá drögum við þá ályktun að verið sé að fela aðra lykt í stað þess að leyfa fersku hreinu lofti að leika um staðinn. Ef það er ekki verið að fela lykt þá ættu þeir sem taka þátt í rokefna-tískubylgjunni að losa sig við þessi tilbúnu ilmefni, þau valda skaða. Þegar búið er að fjarlægja ilmstangirnar og í ljós kemur óloft, forðið ykkur! Látið ekki myglu og rakaskemmdir njóta vafans. Njótið vafans sjálf! Það þarf ekki allar þessar hetjur sem telja sig þola óheilbrigð loftgæði. Ef húsnæði er rakaskemmt þá er það rakaskemmt alveg sama hvað reynt er að skýra það með öðrum ástæðum eða fela. Þegar ónæmiskerfið klikkar þá klikkar það. Þol gagnvart lélegum loftgæðum verður minna og minna, einkennin kröftugri og kröftugri, birtingartími einkenna sífellt styttri og tíminn sem tekur að jafna sig lengist stöðugt. Varanleg og óafturkræf einkenni eru staðreynd. Margir sitja uppi með fjölefnaóþol sem afleiðingu af mygluveikindum þ.e. það fjölgar sífellt á listanum yfir þau efni og hluti sem ekki þolast í umhverfinu. Afskorin blóm, ilmkerti og tískustautar, ilmvötn vinkvennanna, þvottaefni, hreinsiefni og snyrtivörur svo eitthvað sé nefnt. Alvarlegar afleiðingar myglu og rakaskemmda í húsum er viðurkennd staðreynd og fyrirbærið á orðið ICD númer frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, B46.5 myglusveppasýki, ótilgreind. Skilgreiningin er á þá leið að sjúkdómurinn sé tilkominn vegna uppsöfnunar á eiturefnum t.d. frá húsbyggingum. Eiturefni vegna raka og myglu eru ráðandi orsakavaldur og einkennin versna í snertingu við þau eiturefni. Sjúkdómurinn er krónískur og fjölkerfa ásamt því að vera flókinn og erfiður meðferðar. Þegar ykkur grunar að rakaskemmdir eða mygla gæti verið í húsnæðinu, takið því alvarlega. Það þýðir lítið að þrífa eða kaupa ilmstauta. Húsið þarf meðhöndlun sérfræðinga og þá er annað fólk ekki á staðnum á meðan. Það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst eða finnst ekki. Við sem erum gangandi dæmi um afleiðingar mygluveikinda verðum því miður fleiri og fleiri og hjá okkur er hægt að fá hvatningu, skilning og stuðning. Við þekkjum ferlið, þekkjum einkennin. Við vitum hvernig það er þegar þeim stöðum sem við getum farið á fækkar og fækkar og við leitum ekki skýringa í gömlum púða Siggu frænku. Það er óásættanlegt að húsnæði sé almennt látið njóta vafans, sérstaklega húsnæði í eigu ríkis og sveitarfélaga. Þar eru manneskjur sem ganga í gegnum það sem lýst er hér að ofan. Þar eru börn sem ekki skilja frekar en fullorðnir hvers vegna þeim líður svona. Hvers vegna njóta þau ekki vafans? Um leið og grunur vaknar, hvers vegna er húsnæðið ekki rýmt, rannsókn og meðferð sett í gang? Berum þetta aftur við sykursýki týpu 1: fjarlægjum það sem veldur einkennum, setjum í gang markvissa vinnu með öllum þeim lausnum sem finnast. Náum markmiðunum á meðan fólkinu hefur verið komið í skjól. Það þarf ekki að fara í afneitun og vörn, það gæti endað með nýju ICD númeri á “ég þoli allt” eða “Svarta vanillu heilkenninu”. Þeir sem vilja kynna sér nánar heilsutjón af völdum umhverfisáreitis eru hvattir til að skoða Samtök um áhrif umhverfis á heilsu/Samtök umhverfisveikra www.samtoksum.is. Samtökin eiga aðild að ÖBÍ. Höfundur er þroskaþjálfi.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar