Stálheppinn Brynjólfur brosti breitt að lokum Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2023 11:31 Brynjólfur Willumsson var skiljanlega órólegur eftir að vítaspyrna hans var varin, en hann fékk annað tækifæri. Skjáskot/TV2 Brynjólfur Willumsson átti sinn þátt í að fullkomna magnað ævintýri norska knattspyrnuliðsins Kristiansund í gær en var á sama tíma hársbreidd frá því að reynast skúrkur dagsins. Kristiansund háði einvígi við Vålerenga í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Útlitið var ekki gott hjá Kristiansund eftir 2-0 tap á heimavelli en Brynjólfur og félagar unnu svo 2-0 útisigur í Osló í gær, og komu einvíginu í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni tók Brynjólfur aðra spyrnu Vålerenga, og ískaldur á punktinum reyndi hann „Panenka“-spyrnu (laus spyrna á mitt markið í von um að hafa blekkt markvörðinn). Markvörður Vålerenga, Jacob Storevik, sem hafði komið inn á sérstaklega fyrir vítaspyrnukeppnina, las hins vegar Brynjólf og greip boltann auðveldlega. Sem betur fyrir Brynjólf og Kristiansund var Storevik hins vegar augljóslega kominn með báða fætur af marklínunni, og því mátti Brynjólfur endurtaka spyrnuna. Þá skoraði hann af gríðarlegu öryggi eins og sjá má. Myndband af vítaspyrnunni má sjá með því að smella hér. Að lokum skoruðu allir fimm spyrnumenn Kristiansund en markvörður liðsins, Serigne Mor Mbaye, varði lokaspyrnu Vålerenga sem þar með féll niður í 1. deild. Um mikið áfall er að ræða fyrir Vålerenga, sem á sér einna lengsta sögu allra liða í norsku úrvalsdeildinni, og í pistli Leif Welhaven á vef VG segir til að mynda að hreinlega sé um mikil vonbrigði að ræða fyrir norskan fótbolta. Leikmenn Kristiansund eru hins vegar alsælir eftir að hafa endað í 4. sæti næstefstu deildar en slegið út tvö lið í umspilinu þar áður en kom að tveggja leikja einvíginu við Vålerenga, sem liðið vann svo einnig. Brynjólfur kom til Kristiansund frá Breiðabliki fyrir tímabilið 2021 og lék tvö ár í norsku úrvalsdeildinni áður en liðið féll í fyrra. Hann skoraði svo sjö mörk í tuttugu leikjum í 1. deildinni. Norski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Kristiansund háði einvígi við Vålerenga í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Útlitið var ekki gott hjá Kristiansund eftir 2-0 tap á heimavelli en Brynjólfur og félagar unnu svo 2-0 útisigur í Osló í gær, og komu einvíginu í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni tók Brynjólfur aðra spyrnu Vålerenga, og ískaldur á punktinum reyndi hann „Panenka“-spyrnu (laus spyrna á mitt markið í von um að hafa blekkt markvörðinn). Markvörður Vålerenga, Jacob Storevik, sem hafði komið inn á sérstaklega fyrir vítaspyrnukeppnina, las hins vegar Brynjólf og greip boltann auðveldlega. Sem betur fyrir Brynjólf og Kristiansund var Storevik hins vegar augljóslega kominn með báða fætur af marklínunni, og því mátti Brynjólfur endurtaka spyrnuna. Þá skoraði hann af gríðarlegu öryggi eins og sjá má. Myndband af vítaspyrnunni má sjá með því að smella hér. Að lokum skoruðu allir fimm spyrnumenn Kristiansund en markvörður liðsins, Serigne Mor Mbaye, varði lokaspyrnu Vålerenga sem þar með féll niður í 1. deild. Um mikið áfall er að ræða fyrir Vålerenga, sem á sér einna lengsta sögu allra liða í norsku úrvalsdeildinni, og í pistli Leif Welhaven á vef VG segir til að mynda að hreinlega sé um mikil vonbrigði að ræða fyrir norskan fótbolta. Leikmenn Kristiansund eru hins vegar alsælir eftir að hafa endað í 4. sæti næstefstu deildar en slegið út tvö lið í umspilinu þar áður en kom að tveggja leikja einvíginu við Vålerenga, sem liðið vann svo einnig. Brynjólfur kom til Kristiansund frá Breiðabliki fyrir tímabilið 2021 og lék tvö ár í norsku úrvalsdeildinni áður en liðið féll í fyrra. Hann skoraði svo sjö mörk í tuttugu leikjum í 1. deildinni.
Norski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira