Erlent

Fundu hundrað milljóna króna hring í ryk­sugu­poka

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ritz-hótelið í París er með fínustu hótelum heims.
Ritz-hótelið í París er með fínustu hótelum heims. EPA/Mohammed Badra

Starfsmenn Ritz-hótelsins í París fundu nýlega hring sem er virði rúmlega hundrað milljóna íslenskra króna í ryksugupoka. Eigandi hringsins hafði sakað starfsmann hótelsins um að ræna hringnum.  

Hringurinn er í eigu malasískrar viðskiptakonu sem hafði verið gestur á hótelinu. Á föstudag kvartaði hún til lögreglu þar sem hún fann hringinn ekki. 

Hún sagðist hafa lagt hringinn á borð inni á herberginu sínu á meðan hún fór að versla. Þegar hún kom til baka hafi hringurinn hins vegar verið horfinn. 

Hringurinn hafði þó einungis dottið á gólfið og verið ryksugaður upp af starfsmanni. Konan var farin til London en er nú á leið til Parísar aftur til að ná í hringinn. Á meðan er hann í vörslu lögreglunnar.

Guardian greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×