Lífið

Einn ást­sælasti tón­listar­maður Norð­manna látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Ole Paus á tónleikum á Manefestivalen í Fredrikstad í júlí síðastliðinn.
Ole Paus á tónleikum á Manefestivalen í Fredrikstad í júlí síðastliðinn. Getty

Einn ástsælandi vísnasöngvari Norðmanna, Ole Paus, er látinn, 76 ára að aldri.

Norskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Paus hafi andast í faðmi fjölskyldu sinnar á sjúkrahúsinu í Drammen í nótt. Ole Paus fékk heilablóðfall í haust og segir sonur hans að Paus hafi aldrei jafnað sig.

Paus er talinn hafa haft mikil áhrif á norskt tónlistarlíf en hann á samdi flutti lög á borð við Innerst i sjelen og Mitt lille land sem fyrir löngu eru orðin sígild í Noregi.

Lagið Mitt lille land samdi Paus upprunalega árið 1994 í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu Norðmanna um hvort Noregur ætti að gerast aðili að Evrópusambandinu, en Paus barðist á sínum tíma fyrir ESB-aðild landsins. 

Lagið varð svo aftur vinsælt í tengslum við sorgarferli Norðmanna í kjölfar fjöldamorðsins og hryðjuverkanna í Osló og Útey árið 2011, þá í flutningi Maria Mena, Maria Solheim og Susanne Sundfør og svo Paus sjálfs.

Paus hóf tónlistarferil sinn í kringum árið 1970 og hefur um áratuga skeið verið einn ástsælasti tónlistarmaður landsins, en hann átti meðal annars farsælt samstarf með tónlistarmanninum Jonas Fjeld.

Hann vann á ferli sínum til fjölda verðlauna og er í hópi handhafa Spellemannprisen sem talin eru virtustu tónlistarverðlaun Norðmanna. Auk þess að vera tónlistarmaður starfaði hann sem þáttastjórnandi, rithöfundur og leikari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.