Innlent

Kæfðu eldinn með stærðarinnar eld­varnar­teppi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Slökkviliðsmenn draga teppi yfir bílinn.
Slökkviliðsmenn draga teppi yfir bílinn. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu

Stærðarinnar eldvarnarteppi var notað til þess að slökkva eld sem kviknaði í bíl í Skerjafirði í gær. 

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu birti myndband á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem sýnt er frá aðgerðinni. Tveir slökkviliðsmenn sjást þá renna teppinu yfir bílinn.

Teppið kemur frá fyrirtækinu Bridgehill og er flutt til Íslands af Eldvarnamiðstöðinni. Hvert teppi kostar um 250 þúsund krónur.

Dælubifreiðar slökkviliðsins voru boðaðar í níu verkefni en tvö af þeim eru umferðarslys. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir að bíll endaði utanvegar í nótt. 

Sjúkrabílar slökkviliðsins fóru í 138 verkefni. 


Tengdar fréttir

Alelda bíll í Skerjafirði

Eldur kviknaði í sendiferðabíl á gatnamótum Baugatanga og Skildinganess í Skerjafirðinum í Reykjavík á öðrum tímanum í dag. Mikinn reyk lagði yfir hverfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×