Skoða að sækja bætur til Isavia vegna verkfallsaðgerðanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 08:43 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að félagið muni skoða það hvort það geti sótt bætur til Isavia vegna verkfalls flugumferðarstjóra. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og fram hefur komið skall verkfallið á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda lauk án samnings í gærkvöldi. Það stendur yfir til klukkan tíu. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. Boðað hefur verið til sambærilegra aðgerða á fimmtudag og í næstu viku, takist samningar ekki. Verulegt tjón fyrir Icelandair „Staðan er sú að það eru tugir starfsmanna Isavia sem hafa lokað landinu núna og innanlandsflugi líka. Það eru þúsundir farþega sem þetta hefur áhrif á, farþegar sem væntanlega eru að heimsækja vini og ættingja eða eru að fara í langþráð frí sem kannski er búið að safna fyrir allt árið,“ segir Bogi. Versta sé að þetta hafi áhrif á flugfélögin sem ekki séu aðilar að þessu máli. Bogi segir að félagið hafi þurft að seinka Ameríkuflugi í gær vegna verkfallsins, þær vélar lendi um tíuleytið, þegar verkfallsaðgerðum ljúki. Þá hefjist Evrópuflug. Það er pirringur í ykkar viðskiptavinum? „Já og bara eðlilega. Þetta er fólk sem eru ekkert aðilar að þessu máli og á leið í langþráð frí,“ segir Bogi sem rifjar upp að Reykjanesbrautin hafi lokast í fyrra af náttúruvöldum með tilheyrandi áhrifum og tjóni fyrir flugfélögin. „Þar voru náttúrulega náttúruöflin á ferð en nú er þetta að gerast af mannavöldum. Þess vegna er pirringurinn eðlilega talsverður hjá okkar viðskiptavinum, en við reynum að gera okkar besta í þessu og það er mikill skilningur gagnvart Icelandair í þessari stöðu.“ Skoða grundvöll þess að sækja bætur Bogi segir ljóst að bæði Icelandair og Play verði fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna þessa, rétt eins og þegar Reykjanesbrautin hafi lokast á sama tíma í fyrra. Bogi segir félagið munu skoða grundvöll þess að sækja bætur til Isavia vegna málsins. „Við munum skoða grundvöll þess en það er bara eitthvað sem við skoðum í framhaldinu. Við lendum oft í því þegar það verða truflanir á okkar flugáætlunum, þá greiðum við bætur, það eru ríkar skyldur og við gerum það,“ segir Bogi. „Við munum að sjálfsögðu skoða grundvöll þess hvort við getum sótt til okkar þjónustuaðila, því eins og ég segi þá erum við enginn aðili að þessu máli. Þetta eru nokkrir tugir starfsmanna Isavia sem eru að valda þessari truflun núna.“ Bogi segir félagið fylgjast grannt með gangi mála. Reynt verði að búa svo um hnútana að verkfallsaðgerðir valdi sem minnstum truflunum fyrir farþega, en það sé óhjákvæmilegt að þær verði einhverjar á svona dögum. Icelandair Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Bítið Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen. Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen. Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og fram hefur komið skall verkfallið á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda lauk án samnings í gærkvöldi. Það stendur yfir til klukkan tíu. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. Boðað hefur verið til sambærilegra aðgerða á fimmtudag og í næstu viku, takist samningar ekki. Verulegt tjón fyrir Icelandair „Staðan er sú að það eru tugir starfsmanna Isavia sem hafa lokað landinu núna og innanlandsflugi líka. Það eru þúsundir farþega sem þetta hefur áhrif á, farþegar sem væntanlega eru að heimsækja vini og ættingja eða eru að fara í langþráð frí sem kannski er búið að safna fyrir allt árið,“ segir Bogi. Versta sé að þetta hafi áhrif á flugfélögin sem ekki séu aðilar að þessu máli. Bogi segir að félagið hafi þurft að seinka Ameríkuflugi í gær vegna verkfallsins, þær vélar lendi um tíuleytið, þegar verkfallsaðgerðum ljúki. Þá hefjist Evrópuflug. Það er pirringur í ykkar viðskiptavinum? „Já og bara eðlilega. Þetta er fólk sem eru ekkert aðilar að þessu máli og á leið í langþráð frí,“ segir Bogi sem rifjar upp að Reykjanesbrautin hafi lokast í fyrra af náttúruvöldum með tilheyrandi áhrifum og tjóni fyrir flugfélögin. „Þar voru náttúrulega náttúruöflin á ferð en nú er þetta að gerast af mannavöldum. Þess vegna er pirringurinn eðlilega talsverður hjá okkar viðskiptavinum, en við reynum að gera okkar besta í þessu og það er mikill skilningur gagnvart Icelandair í þessari stöðu.“ Skoða grundvöll þess að sækja bætur Bogi segir ljóst að bæði Icelandair og Play verði fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna þessa, rétt eins og þegar Reykjanesbrautin hafi lokast á sama tíma í fyrra. Bogi segir félagið munu skoða grundvöll þess að sækja bætur til Isavia vegna málsins. „Við munum skoða grundvöll þess en það er bara eitthvað sem við skoðum í framhaldinu. Við lendum oft í því þegar það verða truflanir á okkar flugáætlunum, þá greiðum við bætur, það eru ríkar skyldur og við gerum það,“ segir Bogi. „Við munum að sjálfsögðu skoða grundvöll þess hvort við getum sótt til okkar þjónustuaðila, því eins og ég segi þá erum við enginn aðili að þessu máli. Þetta eru nokkrir tugir starfsmanna Isavia sem eru að valda þessari truflun núna.“ Bogi segir félagið fylgjast grannt með gangi mála. Reynt verði að búa svo um hnútana að verkfallsaðgerðir valdi sem minnstum truflunum fyrir farþega, en það sé óhjákvæmilegt að þær verði einhverjar á svona dögum.
Icelandair Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Bítið Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen. Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen. Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira