Engar bætur vegna seinkunar vélar sem varð fyrir eldingu Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2023 08:54 Kvartendur áttu bókað far með flugi Play frá Keflavíkurflugvelli til Alicante þann 17. desember síðastliðinn. Myndn er úr safni. Vísir/Vilhelm Viðskiptavinir Play fá engar bætur vegna aflýsingar á flugi flugfélagsins frá Keflavíkurflugvelli til Alicante í desember á síðasta ári eftir að eldingu hafði lostið niður í vélina. Þetta er niðurstaða Samgöngustofu sem telur atvikið tilviljanakennt og óviðráðanlegt í eðli sínu og að ómögulegt sé fyrir flugrekendur að afstýra slíku. Afar erfitt eða ómögulegt sé að gera einhverskonar ráðstafanir til að koma í veg fyrir atvik líkt og eldingar og þegar fugl fer inn í hreyfil vélar. Kvartendur áttu bókað far með flugi Play frá Keflavíkurflugvelli til Alicante þann 17. desember á síðasta ári þegar umrædd vél varð fyrir eldingu á leið sinni frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur. Sömu vél átti að nota í Alecante-flugi kvartenda. Eftir lendingu í Keflavík var vélin látin undirgangast tæknilega skoðun og reglubundið eftirlit líkt og nauðsynlegt er áður en vélinni er flogið aftur, til að tryggja að ekki stafi öryggishætta af notkun vélarinnar. Ákvörðun var tekin um að aflýsa fluginu til Alicante vegna þessa. Kvartendur fóru fram á staðlaðar skaðabætur og endurgreiðslur á grundvelli reglugerðar sem tekur á aðstoð og bætur til handa farþegum sem neitað er um far eða þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður. Í skýringum Play sagði seinka hafi þurft fluginu um sólarhring vegna eldingarinnar sem flugvélin varð fyrir í lendingu á fyrri fluglegg sínum og veðri sem skall á í kjölfarið. Það var niðurstaða Samgöngustofu að Play hafi fært fram nægjanleg gögn og röksemdir til að sýna fram á að aflýsingu umrædds flugs hafi mátt rekja til óviðráðanlegra aðstæðna. Því hafi ekki verið um bótaskylda aflýsingu að ræða. Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Rekinn korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Þetta er niðurstaða Samgöngustofu sem telur atvikið tilviljanakennt og óviðráðanlegt í eðli sínu og að ómögulegt sé fyrir flugrekendur að afstýra slíku. Afar erfitt eða ómögulegt sé að gera einhverskonar ráðstafanir til að koma í veg fyrir atvik líkt og eldingar og þegar fugl fer inn í hreyfil vélar. Kvartendur áttu bókað far með flugi Play frá Keflavíkurflugvelli til Alicante þann 17. desember á síðasta ári þegar umrædd vél varð fyrir eldingu á leið sinni frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur. Sömu vél átti að nota í Alecante-flugi kvartenda. Eftir lendingu í Keflavík var vélin látin undirgangast tæknilega skoðun og reglubundið eftirlit líkt og nauðsynlegt er áður en vélinni er flogið aftur, til að tryggja að ekki stafi öryggishætta af notkun vélarinnar. Ákvörðun var tekin um að aflýsa fluginu til Alicante vegna þessa. Kvartendur fóru fram á staðlaðar skaðabætur og endurgreiðslur á grundvelli reglugerðar sem tekur á aðstoð og bætur til handa farþegum sem neitað er um far eða þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður. Í skýringum Play sagði seinka hafi þurft fluginu um sólarhring vegna eldingarinnar sem flugvélin varð fyrir í lendingu á fyrri fluglegg sínum og veðri sem skall á í kjölfarið. Það var niðurstaða Samgöngustofu að Play hafi fært fram nægjanleg gögn og röksemdir til að sýna fram á að aflýsingu umrædds flugs hafi mátt rekja til óviðráðanlegra aðstæðna. Því hafi ekki verið um bótaskylda aflýsingu að ræða.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Rekinn korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira