Epic Games vinna mikinn sigur á Google Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2023 11:09 Forsvarsmenn Google gætu verið þvingaðir til að gera miklar breytingar á Android-stýrikerfinu. AP/Peter Morgan Google hefur misnotað aðstöðu sína til að kreista fé úr framleiðendum og takmarka samkeppni á sviði forrita fyrir snjalltæki sem nota Android-stýrikerfi Google. Þessari niðurstöðu komust kviðdómendur í máli Epic Games gegn Google að í San Francisco í gær en niðurstaðan gæti haft mikil á áhrif á stýrikerfið, sem notað er út um allan heim. Forsvarsmenn Epic Games, sem er hvað þekktast fyrir hinn sívinsæla leik Fortnite, höfðuðu mál gegn Google árið 2020 og sökuðu tæknifyrirtækið um að misnota aðstöðu sína til að kreista fé úr framleiðendum forrita fyrir Android. Málið byggir á því að Google tekur hluta allra tekna sem framleiðendur forrita afla í gegnum Google Play, forritamarkað Android. Google tekur fimmtán prósent tekna fram að einni milljón dala og þrjátíu prósent af tekjum umfram það. Þá tekur Google fimmtán prósent allra áskriftargjalda gegnum Google Play. Eftir mánaðarlöng réttarhöld, í kjölfar um þriggja ára lagabaráttu, tók það kviðdómendur ekki nema rúmar þrjár klukkustundir að komast að samhljóma niðurstöðu að Google hefði misnotað aðstöðu sína. Að einokun tæknifyrirtækisins hefði komið niður á Epic Games. Niðurstaðan gæti leitt til þess að reglum Play Store, forritamarkaðs Android, verði breytt á þann veg að fleiri fyrirtæki mega bjóða upp á sambærilega markaði innan stýrikerfisins, samkvæmt frétt New York Times. Lögmenn Google hafa opinberið að niðurstöðunni verði áfrýjað. Tim Sweeney, stofnandi og forstjóri Epic, fagnaði úrskurðinum í morgun. Victory over Google! After 4 weeks of detailed court testimony, the California jury found against the Google Play monopoly on all counts. The Court s work on remedies will start in January. Thanks for everyone s support and faith! Free Fortnite! https://t.co/ITm4YBHCus— Tim Sweeney (@TimSweeneyEpic) December 12, 2023 Epic í krossferð gegn risunum Epic hefur einnig höfðað mál gegn Apple sem í stuttu máli sagt snýr að því að Apple lokaði á Fortnite í síma-stýrikerfi sínu eftir að Epic byggði eigið greiðslukerfi inn í tölvuleiknum. Apple krefst þrjátíu prósenta þóknunar af öllum keyptum snjallforitum í gegnum þjónustu fyrirtækisins sem heitir App Store og keyptum vörum innan þeirra forrita. Ókeypis er að spila Fortnite en spilarar geta keypt nýja búninga fyrir persónuna sem þeir spila. Epic hefur grætt fúlgur fjár á þessum kaupum spilara. Sjá einnig: Fortnite er enn arðbærasti leikur heims Apple vann það mál, að mestu leyti, en lögmenn bæði Apple og Epic eru að reyna að áfrýja þeim úrskurði, en af mismunandi ástæðum. Ekki eina lögsóknin Forsvarsmenn Google standa einnig frammi fyrir lögsókn fjölmargra ríkissaksóknara Bandaríkjanna sem hafa sakað fyrirtækið um að brjóta samkeppnislög með reglum Google Play. Þeir segja Google þvinga fólk til að selja forrit gegnum þjónustu fyrirtækisins og taka hluta af tekjum þeirra. Í þessari málsókn segja saksóknararnir að Google beiti yfirburðastöðu sinni til að koma í veg fyrir samkeppni þegar kemur að forritum fyrir tæki sem keyra á Android-stýrikerfinu. Epic hefur ekki krafist skaðabóta frá Google en hefur þess í stað krafist þess að tæknifyrirtækinu verði gert að gera breytingar á Android og opna stýrikerfið betur. Wilson White, einn yfirmanna Google, sagði eftir að úrskurðurinn í San Francisco varð ljós, að Android og Google Play væru opnari en önnur stýrikerfi og forritamarkaðir fyrir snjalltæki og að forsvarsmenn fyrirtækisins myndu berjast fyrir viðskiptamódelinu sem þeir hafi byggt upp. Forsvarsmenn Google hafa ávallt haldið því fram að þeir séu ekki í einokunarstöðu á markaði snjalltækjaforrita í Bandaríkjunum, þar sem tæki Apple og stýrikerfi Apple séu mun vinsælli þar. Dómari mun ákveða á næsta ári hver refsing Google á að vera en eins og áður segir stendur til að áfrýja úrskurðinum. Google Apple Bandaríkin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Forsvarsmenn Epic Games, sem er hvað þekktast fyrir hinn sívinsæla leik Fortnite, höfðuðu mál gegn Google árið 2020 og sökuðu tæknifyrirtækið um að misnota aðstöðu sína til að kreista fé úr framleiðendum forrita fyrir Android. Málið byggir á því að Google tekur hluta allra tekna sem framleiðendur forrita afla í gegnum Google Play, forritamarkað Android. Google tekur fimmtán prósent tekna fram að einni milljón dala og þrjátíu prósent af tekjum umfram það. Þá tekur Google fimmtán prósent allra áskriftargjalda gegnum Google Play. Eftir mánaðarlöng réttarhöld, í kjölfar um þriggja ára lagabaráttu, tók það kviðdómendur ekki nema rúmar þrjár klukkustundir að komast að samhljóma niðurstöðu að Google hefði misnotað aðstöðu sína. Að einokun tæknifyrirtækisins hefði komið niður á Epic Games. Niðurstaðan gæti leitt til þess að reglum Play Store, forritamarkaðs Android, verði breytt á þann veg að fleiri fyrirtæki mega bjóða upp á sambærilega markaði innan stýrikerfisins, samkvæmt frétt New York Times. Lögmenn Google hafa opinberið að niðurstöðunni verði áfrýjað. Tim Sweeney, stofnandi og forstjóri Epic, fagnaði úrskurðinum í morgun. Victory over Google! After 4 weeks of detailed court testimony, the California jury found against the Google Play monopoly on all counts. The Court s work on remedies will start in January. Thanks for everyone s support and faith! Free Fortnite! https://t.co/ITm4YBHCus— Tim Sweeney (@TimSweeneyEpic) December 12, 2023 Epic í krossferð gegn risunum Epic hefur einnig höfðað mál gegn Apple sem í stuttu máli sagt snýr að því að Apple lokaði á Fortnite í síma-stýrikerfi sínu eftir að Epic byggði eigið greiðslukerfi inn í tölvuleiknum. Apple krefst þrjátíu prósenta þóknunar af öllum keyptum snjallforitum í gegnum þjónustu fyrirtækisins sem heitir App Store og keyptum vörum innan þeirra forrita. Ókeypis er að spila Fortnite en spilarar geta keypt nýja búninga fyrir persónuna sem þeir spila. Epic hefur grætt fúlgur fjár á þessum kaupum spilara. Sjá einnig: Fortnite er enn arðbærasti leikur heims Apple vann það mál, að mestu leyti, en lögmenn bæði Apple og Epic eru að reyna að áfrýja þeim úrskurði, en af mismunandi ástæðum. Ekki eina lögsóknin Forsvarsmenn Google standa einnig frammi fyrir lögsókn fjölmargra ríkissaksóknara Bandaríkjanna sem hafa sakað fyrirtækið um að brjóta samkeppnislög með reglum Google Play. Þeir segja Google þvinga fólk til að selja forrit gegnum þjónustu fyrirtækisins og taka hluta af tekjum þeirra. Í þessari málsókn segja saksóknararnir að Google beiti yfirburðastöðu sinni til að koma í veg fyrir samkeppni þegar kemur að forritum fyrir tæki sem keyra á Android-stýrikerfinu. Epic hefur ekki krafist skaðabóta frá Google en hefur þess í stað krafist þess að tæknifyrirtækinu verði gert að gera breytingar á Android og opna stýrikerfið betur. Wilson White, einn yfirmanna Google, sagði eftir að úrskurðurinn í San Francisco varð ljós, að Android og Google Play væru opnari en önnur stýrikerfi og forritamarkaðir fyrir snjalltæki og að forsvarsmenn fyrirtækisins myndu berjast fyrir viðskiptamódelinu sem þeir hafi byggt upp. Forsvarsmenn Google hafa ávallt haldið því fram að þeir séu ekki í einokunarstöðu á markaði snjalltækjaforrita í Bandaríkjunum, þar sem tæki Apple og stýrikerfi Apple séu mun vinsælli þar. Dómari mun ákveða á næsta ári hver refsing Google á að vera en eins og áður segir stendur til að áfrýja úrskurðinum.
Google Apple Bandaríkin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira