Stjórnarslit skárri kostur en orkuskortur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 21:31 Kristinn tekur í svipaðan streng um orkumálin og flokksbróðir sinn Jón Gunnarsson. Formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins segir að víkja þurfi með lögum öllu því úr vegi sem hindri eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Hann segir að kosti það stjórnarslit að leysa vandann, sé það gjaldið fyrir lausn hans. Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísi. Kristinn Karl Brynjarsson, formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé með lífsins ólíkindum að á meðan hér renni til einskis þúsundir megawatta til sjávar dag hvern sé verið að setja neyðarlög um orkuskömmtun í landinu. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, viðraði í gær samskonar áhyggjur af stöðu orkumála hér á landi. Hann segir ríkisstjórnina standa á brauðfótum. Orkuskorturinn mannanna verk Kristinn segir að á meðan orku sé skammtað til sjávarútvegsfyrirtækja og Orkubú Vestfjarða kaupi árlega olíu til þess að tryggja Vestfirðingum næga raforku yfir veturinn hjali forsætisráðherra á ráðstefnu í Dúbæ um kolefnishlutlaust Ísland 2040 eða 2050. „Þessi orkuskortur er auðvitað mannana verk og því auðvitað mannana verk losa okkur úr viðjum orkuskortsins. Það segir sig auðvitað sjálft að viðverandi orkuskortur og árlegar skammtanir á orku draga verulega úr þrótti atvinnu og athafnalífs okkar Íslendinga,“ skrifar Kristinn. Hann segir öll áform um aukna atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun, sem nauðsynlegt sé að ráðast í á næstu misserum og árum, séu í besta falli draumar sem aldrei verði að veruleika við núverandi ástand. Ríkisstjórnin vilji ekki snerta boltann „Þar sem ríkisstjórnin virðist ætla að vera með öllu óhæf til að leiða okkur út úr þessum vanda, þarf hér Alþingi að grípa inn í og setja lög sem grisja verulega þennan gríðarlega reglugerða og leyfisveitingafrumskóg sem mætir þeim er reisa vill virkjun er afkastar meiru en 10 megawöttum.“ Kristinn segir að enda eigi þessi hamlandi frumskógur sér stoð í lögum sem vel sé hægt að breyta eða fella úr gildi, á sama hátt og þeim hafi verið komið á sínum tíma. Boltinn sé hjá Alþingi þar sem ríkisstjórnin vilji ekki sjá hann eða snerta. „Víkja þarf með lögum, tímabundið eða til framtíðar, úr vegi öllu því sem hindrar eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Það mætti kalla það neyðaraðgerðir um að auka raforkuframleiðslu í landinu. Tíminn til þess er núna.“ Kristinn segir að það megi vel vera að það hrikti í stjórnarsamstarfinu fari Alþingi í þessa vegferð. Að menn fari að tala um það sé ábyrgðarhluti að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út af málinu. „En það er í sjálfu sér enn meiri ábyrgðarhluti að halda hér úti verklítilli ríkisstjórn, sem vanhæf er með öllu til þess að stuðla að eðlilegri og sjálfsagðri uppbygginu innviða og orkuframleiðslu. Kosti það stjórnarslit að leysa þennan vanda, þá er það gjaldið fyrir lausn hans.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísi. Kristinn Karl Brynjarsson, formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé með lífsins ólíkindum að á meðan hér renni til einskis þúsundir megawatta til sjávar dag hvern sé verið að setja neyðarlög um orkuskömmtun í landinu. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, viðraði í gær samskonar áhyggjur af stöðu orkumála hér á landi. Hann segir ríkisstjórnina standa á brauðfótum. Orkuskorturinn mannanna verk Kristinn segir að á meðan orku sé skammtað til sjávarútvegsfyrirtækja og Orkubú Vestfjarða kaupi árlega olíu til þess að tryggja Vestfirðingum næga raforku yfir veturinn hjali forsætisráðherra á ráðstefnu í Dúbæ um kolefnishlutlaust Ísland 2040 eða 2050. „Þessi orkuskortur er auðvitað mannana verk og því auðvitað mannana verk losa okkur úr viðjum orkuskortsins. Það segir sig auðvitað sjálft að viðverandi orkuskortur og árlegar skammtanir á orku draga verulega úr þrótti atvinnu og athafnalífs okkar Íslendinga,“ skrifar Kristinn. Hann segir öll áform um aukna atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun, sem nauðsynlegt sé að ráðast í á næstu misserum og árum, séu í besta falli draumar sem aldrei verði að veruleika við núverandi ástand. Ríkisstjórnin vilji ekki snerta boltann „Þar sem ríkisstjórnin virðist ætla að vera með öllu óhæf til að leiða okkur út úr þessum vanda, þarf hér Alþingi að grípa inn í og setja lög sem grisja verulega þennan gríðarlega reglugerða og leyfisveitingafrumskóg sem mætir þeim er reisa vill virkjun er afkastar meiru en 10 megawöttum.“ Kristinn segir að enda eigi þessi hamlandi frumskógur sér stoð í lögum sem vel sé hægt að breyta eða fella úr gildi, á sama hátt og þeim hafi verið komið á sínum tíma. Boltinn sé hjá Alþingi þar sem ríkisstjórnin vilji ekki sjá hann eða snerta. „Víkja þarf með lögum, tímabundið eða til framtíðar, úr vegi öllu því sem hindrar eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Það mætti kalla það neyðaraðgerðir um að auka raforkuframleiðslu í landinu. Tíminn til þess er núna.“ Kristinn segir að það megi vel vera að það hrikti í stjórnarsamstarfinu fari Alþingi í þessa vegferð. Að menn fari að tala um það sé ábyrgðarhluti að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út af málinu. „En það er í sjálfu sér enn meiri ábyrgðarhluti að halda hér úti verklítilli ríkisstjórn, sem vanhæf er með öllu til þess að stuðla að eðlilegri og sjálfsagðri uppbygginu innviða og orkuframleiðslu. Kosti það stjórnarslit að leysa þennan vanda, þá er það gjaldið fyrir lausn hans.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira