„Herra Haugesund“ hættir eftir 30 ár til að gefa Óskari Hrafni vinnufrið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2023 10:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson er tekinn við þjálfun Haugesund liðsins. Vísir/Hulda Margrét Haugesund tilkynnti í gær að „Herra Haugesund“ hafi ákveðið að segja þetta gott og hætta hjá félaginu til að gefa nýju þjálfarateymi fullkominn vinnufrið. Jostein Grindhaug er hættur hjá félaginu eftir þrjátíu ár. Hann var mjög lengi leikmaður félagsins, hefur þjálfað það í tveimur törnum og inn á milli starfaði hann sem yfirmaður knattspyrnumála í þrjú ár. Haugesund segir frá þessu á heimasíðu sinni. Grindhaug var leikmaður félagsins frá 1993 til 2007 fyrir utan eitt tímabil með SK Nord. Grindhaug þjálfaði Haugesund fyrst 2009 til 2015 og svo aftur frá 2019 og þangað til í september síðastliðnum. Alls var hann þjálfari félagsins í tólf tímabil. Fréttin um Jostein Grindhaug á heimasíðu Haugesund.fkh.no Grindhaug hætti að þjálfa liðið eftir 2-1 tap á móti Molde í 21. umferð. Sancheev Manoharan tók þá við tímabundið og kláraði síðustu tvo mánuðina á tímabilinu. Síðan þá hefur Grindhaug starfað sem ráðgjafi en nú er hann alveg hættur. Óskar Hrafn tók við liði Haugesund 1. nóvember síðastliðinn. Liðið endaði í tólfta sæti í norsku deildinni á síðasta tímabili en var í smá fallhættu undir lokin. „Aðdragandinn er sá að Joe trúir því að það sé best fyrir framtíð félagsins að nýir menn í þjálfarateyminu fái hreinan skjöld og séu lausir við öll áhrif frá manni sem hefur verið hér svona lengi, sagði Christoffer Falkeid, stjórnarmaður FK Haugesund. Óskar Hrafn kom með nýja fótboltamenningu inn í Breiðabliksliðið á sínum tíma og þetta ætti að auðvelda honum að endurtaka leikinn hjá Haugesund. View this post on Instagram A post shared by FK Haugesund (@fk_haugesund) Norski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Jostein Grindhaug er hættur hjá félaginu eftir þrjátíu ár. Hann var mjög lengi leikmaður félagsins, hefur þjálfað það í tveimur törnum og inn á milli starfaði hann sem yfirmaður knattspyrnumála í þrjú ár. Haugesund segir frá þessu á heimasíðu sinni. Grindhaug var leikmaður félagsins frá 1993 til 2007 fyrir utan eitt tímabil með SK Nord. Grindhaug þjálfaði Haugesund fyrst 2009 til 2015 og svo aftur frá 2019 og þangað til í september síðastliðnum. Alls var hann þjálfari félagsins í tólf tímabil. Fréttin um Jostein Grindhaug á heimasíðu Haugesund.fkh.no Grindhaug hætti að þjálfa liðið eftir 2-1 tap á móti Molde í 21. umferð. Sancheev Manoharan tók þá við tímabundið og kláraði síðustu tvo mánuðina á tímabilinu. Síðan þá hefur Grindhaug starfað sem ráðgjafi en nú er hann alveg hættur. Óskar Hrafn tók við liði Haugesund 1. nóvember síðastliðinn. Liðið endaði í tólfta sæti í norsku deildinni á síðasta tímabili en var í smá fallhættu undir lokin. „Aðdragandinn er sá að Joe trúir því að það sé best fyrir framtíð félagsins að nýir menn í þjálfarateyminu fái hreinan skjöld og séu lausir við öll áhrif frá manni sem hefur verið hér svona lengi, sagði Christoffer Falkeid, stjórnarmaður FK Haugesund. Óskar Hrafn kom með nýja fótboltamenningu inn í Breiðabliksliðið á sínum tíma og þetta ætti að auðvelda honum að endurtaka leikinn hjá Haugesund. View this post on Instagram A post shared by FK Haugesund (@fk_haugesund)
Norski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira