Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. desember 2023 18:49 Innviðaráðherra segir mikilvægt að deilan leysist sem fyrst. Vísir/Arnar Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. Flugumferðarstjórar leggja niður störf klukkan fjögur í nótt að öllu óbreyttu og mun verkfallið standa í sex klukkutíma. Á meðan á því stendur verður ekki hægt að fljúga áætlunarflugi um Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll. Verkfallið mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega en tugir flugferða frestast og einhverjum ferðum verður aflýst. Enginn fundur var í deilunni í dag og næsti fundur hefur ekki verið boðaður fyrr en klukkan tvö á morgun. Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra.Vísir/Vilhelm Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir eins og staðan sé lausn deilunnar ekki í sjónmáli. Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra segir mikilvægt að deilan leysist sem fyrst. „Við erum búin að vera að fara hérna í gegnum náttúruhamfarir og glíma við náttúruvá. Koma heilu byggðarlagi í skjól, heilu sveitarfélagi. Þessi náttúrvá hefur líka haft áhrif á ferðaþjónustu um landið Ísland. Það er ljóst að þessi deila hefur það líka og svo er nú bara til fullt af fólki sem vill geta komast heim til sín um jólin. Þannig ég tel mjög mikilvægt að menn finni lausn á þessari deilu sem fyrst.“ Hann segir stjórnvöld ekki hafa skoðað að stíga inn í deiluna með lagasetningu. Almenningsálitið aldrei með flugumferðarstjórum Flugumferðarstjórar telja sig vera að sækjast eftir sambærilegum kjarabótum sem aðrir á almennum vinnumarkaði fengu í kringum síðustu áramót en þeir hafi ekki enn fengið. „Þetta er auðvitað lokin á síðustu kjaralotu. Þetta er ekki upphafið á þeirri sem er að hefjast hér á næsta ári eins ótrúlegt að það nú hljómar að það sé hægt vera heilu árin í samningaviðræðum en svona er nú staðan á Íslandi hún er of þung. Við þurfum að vera með eitthvað svona gáfulegra kerfi eins og við þekkjum á Norðurlöndunum en við búum við þetta í dag og þeim mun mikilvægara er að aðilar axli sína ábyrgð.“ Arnar segir flugumferðarstjóra vana neikvæðri umræðu. „Ég held aðalmenningsálitið svona almennt hafi aldrei verið með okkur. Við erum ekkert í vondri stöðu til að berjast. Við getum alveg samið um okkar kjör eins og við reynum að gera alltaf. Við semjum fyrir alla okkar félagsmenn. Við erum með félagsmenn á lægri launum og við erum með félagsmenn sem eru yfirmenn hjá fyrirtækinu. Það er alveg sama hvaða meðallaun fólk er með það á rétt á að semja um sín kjör og það er bara það sem við erum að gera. Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 12. desember 2023 20:52 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Flugumferðarstjórar leggja niður störf klukkan fjögur í nótt að öllu óbreyttu og mun verkfallið standa í sex klukkutíma. Á meðan á því stendur verður ekki hægt að fljúga áætlunarflugi um Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll. Verkfallið mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega en tugir flugferða frestast og einhverjum ferðum verður aflýst. Enginn fundur var í deilunni í dag og næsti fundur hefur ekki verið boðaður fyrr en klukkan tvö á morgun. Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra.Vísir/Vilhelm Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir eins og staðan sé lausn deilunnar ekki í sjónmáli. Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra segir mikilvægt að deilan leysist sem fyrst. „Við erum búin að vera að fara hérna í gegnum náttúruhamfarir og glíma við náttúruvá. Koma heilu byggðarlagi í skjól, heilu sveitarfélagi. Þessi náttúrvá hefur líka haft áhrif á ferðaþjónustu um landið Ísland. Það er ljóst að þessi deila hefur það líka og svo er nú bara til fullt af fólki sem vill geta komast heim til sín um jólin. Þannig ég tel mjög mikilvægt að menn finni lausn á þessari deilu sem fyrst.“ Hann segir stjórnvöld ekki hafa skoðað að stíga inn í deiluna með lagasetningu. Almenningsálitið aldrei með flugumferðarstjórum Flugumferðarstjórar telja sig vera að sækjast eftir sambærilegum kjarabótum sem aðrir á almennum vinnumarkaði fengu í kringum síðustu áramót en þeir hafi ekki enn fengið. „Þetta er auðvitað lokin á síðustu kjaralotu. Þetta er ekki upphafið á þeirri sem er að hefjast hér á næsta ári eins ótrúlegt að það nú hljómar að það sé hægt vera heilu árin í samningaviðræðum en svona er nú staðan á Íslandi hún er of þung. Við þurfum að vera með eitthvað svona gáfulegra kerfi eins og við þekkjum á Norðurlöndunum en við búum við þetta í dag og þeim mun mikilvægara er að aðilar axli sína ábyrgð.“ Arnar segir flugumferðarstjóra vana neikvæðri umræðu. „Ég held aðalmenningsálitið svona almennt hafi aldrei verið með okkur. Við erum ekkert í vondri stöðu til að berjast. Við getum alveg samið um okkar kjör eins og við reynum að gera alltaf. Við semjum fyrir alla okkar félagsmenn. Við erum með félagsmenn á lægri launum og við erum með félagsmenn sem eru yfirmenn hjá fyrirtækinu. Það er alveg sama hvaða meðallaun fólk er með það á rétt á að semja um sín kjör og það er bara það sem við erum að gera.
Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 12. desember 2023 20:52 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 12. desember 2023 20:52
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent