Aukin skattheimta á íbúa þegar síst skyldi Helga Jóhanna Oddsdóttir skrifar 14. desember 2023 07:01 Fyrir liggur að hækkun fasteignamats íbúðahúsnæðis í Reykjanesbæ nemur 17,5% á milli áranna 2023 og 2024 sem er töluvert umfram verðlagshækkanir. Þessi hækkun þýðir auknar tekjur fyrir Reykjanesbæ og um leið auknar álögur á íbúa, þegar síst skyldi. Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, lögðum fram tillögu á fundi bæjarstjórnar þann 5.12. sl. þar sem við lögðum áherslu á að álagningar prósentan yrði lækkuð á móti hækkun fasteignamats, til að lágmarka áhrifin á íbúa sem hafa tekist á við hverja vaxtahækkunina á fætur annarri undanfarið ár. Í tillögunni fólst, að vanáætluð tekjuáætlun sveitarfélagsins yrði hækkuð og að álagður fasteignaskattur 2024 lækkaður í heild um 170 milljónir króna, sem er aðeins brot af þeirri vanáætlun tekna sem tíðkast hefur í tíð núverandi meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar Leiðar. Níu mánaða uppgjör Reykjanesbæjar 2023 sýnir að tekjur sveitarfélagsins eru 3 milljörðum yfir áætlun. Á árinu 2022 voru tekjur 3,4 milljörðum yfir áætlun og árið 2021 voru tekjur 2,4 milljörðum yfir áætlun. Ofangreindri tillögu okkar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var hafnað og mega íbúar Reykjanesbæjar því eiga von á aukinni skattheimtu af hálfu sveitarfélagsins á árinu 2024. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir liggur að hækkun fasteignamats íbúðahúsnæðis í Reykjanesbæ nemur 17,5% á milli áranna 2023 og 2024 sem er töluvert umfram verðlagshækkanir. Þessi hækkun þýðir auknar tekjur fyrir Reykjanesbæ og um leið auknar álögur á íbúa, þegar síst skyldi. Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, lögðum fram tillögu á fundi bæjarstjórnar þann 5.12. sl. þar sem við lögðum áherslu á að álagningar prósentan yrði lækkuð á móti hækkun fasteignamats, til að lágmarka áhrifin á íbúa sem hafa tekist á við hverja vaxtahækkunina á fætur annarri undanfarið ár. Í tillögunni fólst, að vanáætluð tekjuáætlun sveitarfélagsins yrði hækkuð og að álagður fasteignaskattur 2024 lækkaður í heild um 170 milljónir króna, sem er aðeins brot af þeirri vanáætlun tekna sem tíðkast hefur í tíð núverandi meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar Leiðar. Níu mánaða uppgjör Reykjanesbæjar 2023 sýnir að tekjur sveitarfélagsins eru 3 milljörðum yfir áætlun. Á árinu 2022 voru tekjur 3,4 milljörðum yfir áætlun og árið 2021 voru tekjur 2,4 milljörðum yfir áætlun. Ofangreindri tillögu okkar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var hafnað og mega íbúar Reykjanesbæjar því eiga von á aukinni skattheimtu af hálfu sveitarfélagsins á árinu 2024. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar