EasyJet stefnir áfram á flug til og frá Akureyri næsta vetur Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2023 11:48 easyJet hóf beint flug til Norðurlands í október síðastliðnum og er með ferðir á áætlun tvisvar í viku út mars. MAk Breska flugfélagið easyJet hefur hafið sölu á flugferðum til Akureyrarflugvallar frá London Gatwick í október og nóvember á næsta ári. Flugfélagið hóf beint flug til Norðurlands í október síðastliðnum og er með ferðir á áætlun tvisvar í viku út mars, á þriðjudögum og laugardögum. Stefnt er að flugi sama tímabil næsta vetur og mun félagið setja fleiri mánuði í sölu þegar nær dregur. Frá þessu segir í tilkynningu frá Markaðsstofu Akureyrar. Þar segir að sætanýting hafi verið samkvæmt áætlunum og lendingar á Akureyrarflugvelli gengið mjög vel. Haft er eftir Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, að áframhaldandi flug easyJet næsta vetur til Akureyrarflugvallar frá Gatwick í London sé mikið fagnaðarefni. „Bókanir á fluginu sem hófst í lok október hafa farið vel af stað og nýting verið í takt við áætlanir. Flug beint norður býður nýjan valkost í flugi til Íslands og skapar tækifæri til uppbyggingar á vetrarferðaþjónustu. Þessi þróun er í takti við áherslur um dreifingu ferðamanna um landið og ánægjulegt að margra ára samstarf um uppbyggingu millilandaflugs sé að skila þeim árangri að easyJet leggi nú af stað með áætlun næsta vetrar, “ segir Arnheiður. Þá er haft eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla, að það sé mikið ánægjuefni að easyJet hafi nú þegar hafið sölu á flugferðum milli Akureyrarflugvallar og London Gatwick fyrir næsta vetur, „Það verður afskaplega gaman að taka á móti easyJet og öðrum flugfélögum á Akureyrarflugvelli á næsta ári. Viðbyggingin við flugstöðina verður tilbúin í júlí og við enn betur í stakk búin til að þjónusta flugfélögin og farþega þeirra,“ segir Sigrún Björk. Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Fréttir af flugi Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Markaðsstofu Akureyrar. Þar segir að sætanýting hafi verið samkvæmt áætlunum og lendingar á Akureyrarflugvelli gengið mjög vel. Haft er eftir Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, að áframhaldandi flug easyJet næsta vetur til Akureyrarflugvallar frá Gatwick í London sé mikið fagnaðarefni. „Bókanir á fluginu sem hófst í lok október hafa farið vel af stað og nýting verið í takt við áætlanir. Flug beint norður býður nýjan valkost í flugi til Íslands og skapar tækifæri til uppbyggingar á vetrarferðaþjónustu. Þessi þróun er í takti við áherslur um dreifingu ferðamanna um landið og ánægjulegt að margra ára samstarf um uppbyggingu millilandaflugs sé að skila þeim árangri að easyJet leggi nú af stað með áætlun næsta vetrar, “ segir Arnheiður. Þá er haft eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla, að það sé mikið ánægjuefni að easyJet hafi nú þegar hafið sölu á flugferðum milli Akureyrarflugvallar og London Gatwick fyrir næsta vetur, „Það verður afskaplega gaman að taka á móti easyJet og öðrum flugfélögum á Akureyrarflugvelli á næsta ári. Viðbyggingin við flugstöðina verður tilbúin í júlí og við enn betur í stakk búin til að þjónusta flugfélögin og farþega þeirra,“ segir Sigrún Björk.
Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Fréttir af flugi Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun