Óskamótherji Orra í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar Aron Guðmundsson skrifar 14. desember 2023 23:32 Orri Steinn í leik með FC Kaupmannahöfn Vísir/Getty Orri Steinn Óskarsson náði þeim merka áfanga með félagsliði sínu FC Kaupmannahöfn að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á dögunum. Liðið hefur lagt af velli stórlið á borð við Manchester United og Galatasaray á leið sinni þangað og vill Orri Steinn mæta einu tilteknu stórliði í sextán liða úrslitunum. Sviðið sem Orri og félagar stiga fram á verður bara stærra. Fram undan eru 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar sem dregið verður í á mánudaginn kemur. FC Kaupmannahöfn mun dragast á móti einu af þeim liðum sem bar sigur úr býtum í sínum riðli í riðlakeppninni. Það er stórlið á borð við Manchester City, Arsenal, Atletico Madrid, Barcelona, Dortmund og Real Madrid. Orri er með óskamótherja í huga fyrir sextán liða úrslitin. „Ég væri til í að fá Real Madrid,“ segir Orri Steinn í samtali við Vísi. „Það yrði skemmtilegt að eiga tök á því að fara og spila á Santiago Bernabeu. Það er flottur völlur og geggjuð ára í kringum Real Madrid. Það yrði skemmtilegt að kíkja þangað.“ Real Madrid er eitt stærsta félagslið í heimi og það lið sem hefur oftast unnið þá keppni sem nú ber heitið Meistaradeild Evrópu. Alls fjórtán sinnum. Og þó svo að FC Kaupmannahöfn muni fara inn í einvígi sitt í sextán liða úrslitunum sem litla liðið á móti vel flestum af þessum mögulegu andstæðingum sem taldir eru upp hér fyrir ofan er alveg ljóst að þeir andstæðingar muni ekki taka neinu sem gefnu í því einvígi. Frammistöður FC Kaupmannahafnar hingað til hafa munu hafa unnið þeim inn virðingu hjá stærstu liðum Evrópum og þá er ljóst að engu liði mun finnast þægilegt að halda á Parken. „Ég myndi segja að útileikur á Parken sé með erfiðari leikjum sem þú færð í Meistaradeildinni. Tölfræðin talar sínu máli þar. Þá hafa frammistöður okkar á þeim velli sýnt að við getum spilað vel á móti hvaða liði sem er. Það er mjög sterkt fyrir okkur að hafa svona vígi á bakvið okkur. Og búa til þennan ótta hjá andstæðingum okkar að mæta okkur á þessum velli.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Danmörk Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira
Sviðið sem Orri og félagar stiga fram á verður bara stærra. Fram undan eru 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar sem dregið verður í á mánudaginn kemur. FC Kaupmannahöfn mun dragast á móti einu af þeim liðum sem bar sigur úr býtum í sínum riðli í riðlakeppninni. Það er stórlið á borð við Manchester City, Arsenal, Atletico Madrid, Barcelona, Dortmund og Real Madrid. Orri er með óskamótherja í huga fyrir sextán liða úrslitin. „Ég væri til í að fá Real Madrid,“ segir Orri Steinn í samtali við Vísi. „Það yrði skemmtilegt að eiga tök á því að fara og spila á Santiago Bernabeu. Það er flottur völlur og geggjuð ára í kringum Real Madrid. Það yrði skemmtilegt að kíkja þangað.“ Real Madrid er eitt stærsta félagslið í heimi og það lið sem hefur oftast unnið þá keppni sem nú ber heitið Meistaradeild Evrópu. Alls fjórtán sinnum. Og þó svo að FC Kaupmannahöfn muni fara inn í einvígi sitt í sextán liða úrslitunum sem litla liðið á móti vel flestum af þessum mögulegu andstæðingum sem taldir eru upp hér fyrir ofan er alveg ljóst að þeir andstæðingar muni ekki taka neinu sem gefnu í því einvígi. Frammistöður FC Kaupmannahafnar hingað til hafa munu hafa unnið þeim inn virðingu hjá stærstu liðum Evrópum og þá er ljóst að engu liði mun finnast þægilegt að halda á Parken. „Ég myndi segja að útileikur á Parken sé með erfiðari leikjum sem þú færð í Meistaradeildinni. Tölfræðin talar sínu máli þar. Þá hafa frammistöður okkar á þeim velli sýnt að við getum spilað vel á móti hvaða liði sem er. Það er mjög sterkt fyrir okkur að hafa svona vígi á bakvið okkur. Og búa til þennan ótta hjá andstæðingum okkar að mæta okkur á þessum velli.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Danmörk Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira