Flúði eftir fjársvik og nú talinn njósnari Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2023 14:41 Jan Marsalek er eftirlýstur í Þýskalandi en hann flúði til Rússlands árið 2020 eftir að tæpir tveir milljarðar dala hurfu úr sjóðum fyrirtækisins Wirecard í einhverju stærsta fjársvikamáli Evrópu. Hann er nú talinn hafa starfað lengi fyrir leyniþjónustur Rússlands. EPA/CLEMENS BILAN Jan Marsalek, fyrrverandi rekstrarstjóri þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard, er grunaður um að hafa stolið tveimur milljörðum dala úr reikningum fyrirtækisins. Skömmu eftir að ljóst var að peningarnir voru horfnir, í júní 2020, steig Marsalek upp í einkaflugvél í Austurríki og var honum flogið til Belarús. Það var honum ekið til Moskvu, þar sem hinn 43 ára gamli Marsalek fékk rússneskt vegabréf á nýju nafni. Innan leyniþjónusta Vesturlanda er nú samhljómur um að Marsalek hafi í um það bil tíu ár verið njósnari fyrir Rússa. Samkvæmt Wall Street Journal er hann grunaður um að hafa notað Wirecard til að hjálpa leyniþjónustum Rússlands með að flytja fé með ólöglegum hætti til að styðja við leynilegar aðgerðir þeirra um heiminn allan. Yfirvöld í Bretlandi saka Marsalek um að hafa stýrt fimm Búlgurum að njósnum í Bretlandi frá 2020 til 2023. Hann er sagður hafa skipað mönnunum að safna upplýsingum um fólk með því markmiði að ræna þeim síðar. Marsalek er nú með aðsetur í Dubaí, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þar sem hann vinnur að því fyrir hönd yfirvalda í Rússlandi, að því að endurbyggja viðskiptaveldi rússneska auðjöfursins Jevgení Prígósjín í Afríku. Það er þrátt fyrir að hann sé á lista Interpol yfir heimsins eftirlýstustu menn. Hann er einnig sagður hafa aðstoðað Prígósjín áður en auðjöfurinn gerði skammlífa uppreisn gegn Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og dó svo nokkru síðar þegar sprenging varð um borð í flugvél hans skammt frá Moskvu. Notaði fyrirtækið til að hjálpa Rússum Heimildarmenn WSJ segja Marsalek hafa á árum áður notað Wirecard til aðstoða GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, og SVR, leyniþjónustu Rússlands sem sér um aðgerðir á erlendri grundu. Hann mun hafa aðstoðað þessar stofnanir meðal annars með því að greiða útsendurum og flytja peninga til átakasvæða í Mið-Austurlöndum og í Afríku. Á sama tíma er Marsalek grunaður um að hafa safnað upplýsingum fyrir Rússa um aðra viðskiptavini Wirecard, eins og opinberar stofnanir í Þýskalandi eins og leyniþjónustu landsins og alríkislögreglu. Saksóknarar gerðu árið 2021 húsleit í fjármála- og dómsmálaráðuneytum Þýskalands vegna rannsóknar á hruni Wirecard. Rannsóknin var á sínum tíma sögð beinist að ásökunum um að fjármáladeild fjármálaráðuneytis Þýskalands hafi fengið fyrirmæli um að hunsa tilkynningar banka um grunsamlegar peningafærslur til Afríku. Wirecard byrjaði sem greiðslumiðlunarfyrirtæki fyrir klámsíður en varð mjög umfangsmikið í greiðslumiðlun á netinu á nokkrum árum. Þegar mest var er fyrirtækið sagt hafa séð um 140 milljarða dala greiðslur á ári fyrir hundruð þúsunda viðskiptavina. Fyrirtækið varð þó gjaldþrota árið 2020 eftir að endurskoðendur fyrirtækisins sögðu tæpa tvo milljarða dala ekki finnast á reikningum þess. Markus Braun, forstjóri fyrirtækisins, hefur verið ákærður vegna málsins, sem lýst hefur verið sem einhverju stærsta fjársvikamáli Evrópu. Hann segist saklaus en réttarhöld gegn honum standa yfir um þessar mundir. Leigðu glæsihýsi á fimm milljónir á mánuði Á hátindi fyrirtækisins er Marselek sagður hafa lifað eins og kóngur. Hann leigði glæsihýsi Munchen í 38 þúsund dali á mánuði, sem samsvarar rúmum fimm milljónum, miðað við gengið í dag. Þá flakkaði hann um heiminn á einkaþotu. Hann átti það til að sýna fólki mynd af sér með leikaranum Leonardo DiCaprio í Frakklandi og aðra af sér og Khalifa Haftar, stríðsherra í Líbíu. Þá stóð stytta af Vladimír Pútín á skrifborði hans í Munchen. Marsalek fæddist í Klosterneuburg nærri Vínarborg í Austurríki árið 1980. Faðir hans hét Hans Marsalek og var kommúnisti frá Tékklandi, þar sem hann barðist á árum áður gegn hersetu nasista. Marsalek kom að stofnun leyniþjónustu Austurríkis en sagnfræðingar þar í landi fundu í fyrra gögn sem benda til þess að Hans Maralek hafi leikið tveimur skjöldum og verið útsendari Sovétríkjanna. Þýskaland Rússland Austurríki Bretland Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Það var honum ekið til Moskvu, þar sem hinn 43 ára gamli Marsalek fékk rússneskt vegabréf á nýju nafni. Innan leyniþjónusta Vesturlanda er nú samhljómur um að Marsalek hafi í um það bil tíu ár verið njósnari fyrir Rússa. Samkvæmt Wall Street Journal er hann grunaður um að hafa notað Wirecard til að hjálpa leyniþjónustum Rússlands með að flytja fé með ólöglegum hætti til að styðja við leynilegar aðgerðir þeirra um heiminn allan. Yfirvöld í Bretlandi saka Marsalek um að hafa stýrt fimm Búlgurum að njósnum í Bretlandi frá 2020 til 2023. Hann er sagður hafa skipað mönnunum að safna upplýsingum um fólk með því markmiði að ræna þeim síðar. Marsalek er nú með aðsetur í Dubaí, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þar sem hann vinnur að því fyrir hönd yfirvalda í Rússlandi, að því að endurbyggja viðskiptaveldi rússneska auðjöfursins Jevgení Prígósjín í Afríku. Það er þrátt fyrir að hann sé á lista Interpol yfir heimsins eftirlýstustu menn. Hann er einnig sagður hafa aðstoðað Prígósjín áður en auðjöfurinn gerði skammlífa uppreisn gegn Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og dó svo nokkru síðar þegar sprenging varð um borð í flugvél hans skammt frá Moskvu. Notaði fyrirtækið til að hjálpa Rússum Heimildarmenn WSJ segja Marsalek hafa á árum áður notað Wirecard til aðstoða GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, og SVR, leyniþjónustu Rússlands sem sér um aðgerðir á erlendri grundu. Hann mun hafa aðstoðað þessar stofnanir meðal annars með því að greiða útsendurum og flytja peninga til átakasvæða í Mið-Austurlöndum og í Afríku. Á sama tíma er Marsalek grunaður um að hafa safnað upplýsingum fyrir Rússa um aðra viðskiptavini Wirecard, eins og opinberar stofnanir í Þýskalandi eins og leyniþjónustu landsins og alríkislögreglu. Saksóknarar gerðu árið 2021 húsleit í fjármála- og dómsmálaráðuneytum Þýskalands vegna rannsóknar á hruni Wirecard. Rannsóknin var á sínum tíma sögð beinist að ásökunum um að fjármáladeild fjármálaráðuneytis Þýskalands hafi fengið fyrirmæli um að hunsa tilkynningar banka um grunsamlegar peningafærslur til Afríku. Wirecard byrjaði sem greiðslumiðlunarfyrirtæki fyrir klámsíður en varð mjög umfangsmikið í greiðslumiðlun á netinu á nokkrum árum. Þegar mest var er fyrirtækið sagt hafa séð um 140 milljarða dala greiðslur á ári fyrir hundruð þúsunda viðskiptavina. Fyrirtækið varð þó gjaldþrota árið 2020 eftir að endurskoðendur fyrirtækisins sögðu tæpa tvo milljarða dala ekki finnast á reikningum þess. Markus Braun, forstjóri fyrirtækisins, hefur verið ákærður vegna málsins, sem lýst hefur verið sem einhverju stærsta fjársvikamáli Evrópu. Hann segist saklaus en réttarhöld gegn honum standa yfir um þessar mundir. Leigðu glæsihýsi á fimm milljónir á mánuði Á hátindi fyrirtækisins er Marselek sagður hafa lifað eins og kóngur. Hann leigði glæsihýsi Munchen í 38 þúsund dali á mánuði, sem samsvarar rúmum fimm milljónum, miðað við gengið í dag. Þá flakkaði hann um heiminn á einkaþotu. Hann átti það til að sýna fólki mynd af sér með leikaranum Leonardo DiCaprio í Frakklandi og aðra af sér og Khalifa Haftar, stríðsherra í Líbíu. Þá stóð stytta af Vladimír Pútín á skrifborði hans í Munchen. Marsalek fæddist í Klosterneuburg nærri Vínarborg í Austurríki árið 1980. Faðir hans hét Hans Marsalek og var kommúnisti frá Tékklandi, þar sem hann barðist á árum áður gegn hersetu nasista. Marsalek kom að stofnun leyniþjónustu Austurríkis en sagnfræðingar þar í landi fundu í fyrra gögn sem benda til þess að Hans Maralek hafi leikið tveimur skjöldum og verið útsendari Sovétríkjanna.
Þýskaland Rússland Austurríki Bretland Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira