Innlent

Verk­fallið boðað með lög­mætum hætti

Árni Sæberg skrifar
Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra.
Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm

BSRB, fyrir hönd Félags íslenskra flugumferðarstjóra, hefur verið sýknað af kröfum Samtaka atvinnulífsins. SA kröfðust þess að viðurkennt yrði með dómi Félagsdóms að verkfall sem Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað og koma á til framkvæmda 18. desember 2023, klukkan 4:00, væri ólögmætt.

SA byggðu á því að vinnustöðvunin væri ólögmæt þar sem ekki hafi verið gætt að lögmæltum fyrirvara boðunar.

Niðurstaða meirihluta Félagsdóms var sú að með því að tilkynna lögmanni SA boðun vinnustöðvunar með tölvupósti sunnudaginn 10. desember 2023, klukkan 16:36, hafi Félag flugumferðarstjóra tilkynnt um fyrirhugaða vinnustöðvun með viðhlítandi hætti og með þeim fyrirvara sem áskilinn er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×