Stærsti orkuframleiðandi heims þarf að setja sér mörk Guðrún Schmidt skrifar 15. desember 2023 14:31 Þjóð sem er langstærsti raforkuframleiðandi heims á íbúa þarf að læra að setja sér mörk. Þjóð sem tilheyrir þeim hópi þjóða sem eru með stærsta kolefnis- og vistspor á íbúa þarf að læra að setja sér mörk. Mikil upplýsingaóreiða og áróður um fleiri virkjanir brengla þá staðreynd að orkuskiptin án annarra breytinga duga ekki sem loftslagsaðgerðir. Að halda því fram að ef aðrar þjóðir hefðu farið eftir fordæmi Íslands í orkumálum væri líklegast ekki til loftslagsvandamál er því miður rangt. Rót vandans Við virkjum okkur ekki frá loftslagsvandanum. Því sá vandi er flókinn og margþættur og krefst heildrænnar nálgunar. Rót vandans er m.a. að mannkynið virðir ekki þolmörk Jarðar. Vísindamenn hafa skilgreint þolmörk níu lykilkerfa sem eru undirstaða stöðugra og heilbrigðra vistkerfa og gera Jörðina byggilega. Þetta eru: loftslagsbreytingar, súrnun sjávar, eyðing ósonlagsins, röskun á náttúrulegri hringrás niturs og fosfórs, ferskvatnsnotkun, landnotkun, tap á líffræðilegri fjölbreytni, loftmengun og efnamengun. Verði farið yfir þolmörk þessara kerfa aukast líkur á óafturkræfum breytingum á vistkerfum Jarðar. Þessi þolmörk tengjast og eru háð hvert öðru. Þegar farið er yfir ein þolmörk hefur það áhrif á önnur þolmörk. Í dag er ágangur á auðlindir Jarðar orðinn svo mikill að mannkynið hefur þegar farið yfir sex af þessum níu þolmörkum. Með því að leggja aðallega áherslu á að skipta út jarðefnaeldsneytisnotkun fyrir rafmagn höldum við áfram að fara yfir önnur þolmörk og jafnvel ganga enn lengra á þau t.d. með því að virkja á kostnað náttúrunnar. Við getum ekki náð árangri í loftslagsmálum með því að vinna áfram gegn náttúrunni. Það er ekki nóg að breyta okkar jarðefnaeldsneytisdrifna ósjálfbæra kerfi í raforkudrifið ósjálfbært kerfi heldur þarf nýtt kerfi að vera sjálfbært. Við verðum að hugsa í samhengi og setja mörk og stefnu á mörgum sviðum. Í umræðunni um orkuskiptin þarf t.d. að hugsa hvernig hægt er að rafvæða samgöngurnar án þess að eyðileggja meiri náttúru. Margtkemur hér til greina eins og orkusparnaður, bæta forgangsröðun í þágu almennings, hætta að selja orku í rafmyntagröft og bæta flutningskerfi. Þetta snýst ekki um orkukerfið eitt og sér. Þegar hugsað er um eftirspurn og framboð er mikilvægt að huga að því hvernig hægt er að minnka eftirspurnina. Fólkið á að stýra hagkerfinu en ekki öfugt. Róttækar breytingar á núverandi ósjálfbæru hagkerfi okkar er forsenda fyrir varanlegar og árangursríkar loftslagsaðgerðir. Mannkynið verður að tileinka sér þá hugsun að setja sér mörk til þess að halda lífi og athöfnum samfélaga innan þolmarka náttúrunnar. Ef eftirspurnin fer út fyrir þann ramma þá eigum við ekki að hlaupa gagnrýnislaus á eftir og hætta á að eyðileggja enn frekar lífsgrundvöll okkar sem er náttúran sjálf. Virkjum okkur sjálf Okkar þjóð er rík af auðlindum en okkur skortir öfluga náttúruvernd, aukinn jöfnuð, samstöðu, nægjusemi, raunhæfa framtíðarsýn og vilja til breytinga svo takast megi á við áskoranir samtímans. Við þurfum að virkja okkur sjálf, hugvit, samtakamátt, samkennd, ímyndunarafl, vilja til að skapa betra samfélag fyrir okkur öll. Loftslagsváin knýr fram breytingar. Hamfarir munu valda hörmulegum breytingum en með því að taka málin í okkar hendur og gera mikilvægar breytingar í okkar samfélögum núna getum við afstýrt verstu afleiðingunum. Gerum okkur grein fyrir því að þessar breytingar þurfa að vera róttækar og kerfislægar en slíkt þýðir ekki að lífið muni breytast til hins verra heldur munu þessar breytingar stuðla að betri samfélögum. Leiðin framundan er þakin mörgum óvissuþáttum sem vekur ótta. En mótefnið gegn ótta er samstaða og samvinna. Virkjum orkuna okkar sjálfra til þess að hafa kjark í breytingar, þróa og skapa nýtt form af samfélagi þar sem öllum líður vel og við verðum hluti af heilbrigði náttúru. Rót framþróunar mannkyns liggur m.a. innra með okkur sjálfum. Höfundur er sérfræðingur hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Þjóð sem er langstærsti raforkuframleiðandi heims á íbúa þarf að læra að setja sér mörk. Þjóð sem tilheyrir þeim hópi þjóða sem eru með stærsta kolefnis- og vistspor á íbúa þarf að læra að setja sér mörk. Mikil upplýsingaóreiða og áróður um fleiri virkjanir brengla þá staðreynd að orkuskiptin án annarra breytinga duga ekki sem loftslagsaðgerðir. Að halda því fram að ef aðrar þjóðir hefðu farið eftir fordæmi Íslands í orkumálum væri líklegast ekki til loftslagsvandamál er því miður rangt. Rót vandans Við virkjum okkur ekki frá loftslagsvandanum. Því sá vandi er flókinn og margþættur og krefst heildrænnar nálgunar. Rót vandans er m.a. að mannkynið virðir ekki þolmörk Jarðar. Vísindamenn hafa skilgreint þolmörk níu lykilkerfa sem eru undirstaða stöðugra og heilbrigðra vistkerfa og gera Jörðina byggilega. Þetta eru: loftslagsbreytingar, súrnun sjávar, eyðing ósonlagsins, röskun á náttúrulegri hringrás niturs og fosfórs, ferskvatnsnotkun, landnotkun, tap á líffræðilegri fjölbreytni, loftmengun og efnamengun. Verði farið yfir þolmörk þessara kerfa aukast líkur á óafturkræfum breytingum á vistkerfum Jarðar. Þessi þolmörk tengjast og eru háð hvert öðru. Þegar farið er yfir ein þolmörk hefur það áhrif á önnur þolmörk. Í dag er ágangur á auðlindir Jarðar orðinn svo mikill að mannkynið hefur þegar farið yfir sex af þessum níu þolmörkum. Með því að leggja aðallega áherslu á að skipta út jarðefnaeldsneytisnotkun fyrir rafmagn höldum við áfram að fara yfir önnur þolmörk og jafnvel ganga enn lengra á þau t.d. með því að virkja á kostnað náttúrunnar. Við getum ekki náð árangri í loftslagsmálum með því að vinna áfram gegn náttúrunni. Það er ekki nóg að breyta okkar jarðefnaeldsneytisdrifna ósjálfbæra kerfi í raforkudrifið ósjálfbært kerfi heldur þarf nýtt kerfi að vera sjálfbært. Við verðum að hugsa í samhengi og setja mörk og stefnu á mörgum sviðum. Í umræðunni um orkuskiptin þarf t.d. að hugsa hvernig hægt er að rafvæða samgöngurnar án þess að eyðileggja meiri náttúru. Margtkemur hér til greina eins og orkusparnaður, bæta forgangsröðun í þágu almennings, hætta að selja orku í rafmyntagröft og bæta flutningskerfi. Þetta snýst ekki um orkukerfið eitt og sér. Þegar hugsað er um eftirspurn og framboð er mikilvægt að huga að því hvernig hægt er að minnka eftirspurnina. Fólkið á að stýra hagkerfinu en ekki öfugt. Róttækar breytingar á núverandi ósjálfbæru hagkerfi okkar er forsenda fyrir varanlegar og árangursríkar loftslagsaðgerðir. Mannkynið verður að tileinka sér þá hugsun að setja sér mörk til þess að halda lífi og athöfnum samfélaga innan þolmarka náttúrunnar. Ef eftirspurnin fer út fyrir þann ramma þá eigum við ekki að hlaupa gagnrýnislaus á eftir og hætta á að eyðileggja enn frekar lífsgrundvöll okkar sem er náttúran sjálf. Virkjum okkur sjálf Okkar þjóð er rík af auðlindum en okkur skortir öfluga náttúruvernd, aukinn jöfnuð, samstöðu, nægjusemi, raunhæfa framtíðarsýn og vilja til breytinga svo takast megi á við áskoranir samtímans. Við þurfum að virkja okkur sjálf, hugvit, samtakamátt, samkennd, ímyndunarafl, vilja til að skapa betra samfélag fyrir okkur öll. Loftslagsváin knýr fram breytingar. Hamfarir munu valda hörmulegum breytingum en með því að taka málin í okkar hendur og gera mikilvægar breytingar í okkar samfélögum núna getum við afstýrt verstu afleiðingunum. Gerum okkur grein fyrir því að þessar breytingar þurfa að vera róttækar og kerfislægar en slíkt þýðir ekki að lífið muni breytast til hins verra heldur munu þessar breytingar stuðla að betri samfélögum. Leiðin framundan er þakin mörgum óvissuþáttum sem vekur ótta. En mótefnið gegn ótta er samstaða og samvinna. Virkjum orkuna okkar sjálfra til þess að hafa kjark í breytingar, þróa og skapa nýtt form af samfélagi þar sem öllum líður vel og við verðum hluti af heilbrigði náttúru. Rót framþróunar mannkyns liggur m.a. innra með okkur sjálfum. Höfundur er sérfræðingur hjá Landvernd.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun