„Það er aldrei góð hugmynd“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. desember 2023 08:00 Kjartan Henry er spenntur fyrir nýju hlutverki. Vísir/Stöð 2 Sport Kaflaskil eru hjá Kjartani Henry Finnbogasyni sem hefur lagt fótboltaskóna á hilluna og tekur við sem aðstoðarþjálfari hjá FH. Hann þakkar góðar viðtökur í Hafnarfirði sem hafi ekki verið sjálfsagðar. Hann kveðst vera FH-ingur í dag en þó einnig KR-ingur. „Þetta kom í gær [fyrradag] að maður væri búinn að klára samningsmálin og það. Svo koma þessar spurningar, hvort ég sé hættur í fótbolta. En ég held það gefi auga leið. Þegar maður fer inn í svona starf þá er maður ekkert að spila með, það er aldrei góð hugmynd. Skórnir eru komnir upp í hillu.“ sagði Kjartan Henry þegar hann settist niður með fréttamanni í dag. En er Kjartan búinn að venjast tilhugsuninni að vera ekki að fara að spila fótbolta næsta sumar? „Örugglega ekki. Ég held þetta komi hér og þar. Það er búið að vera margt annað að hugsa um eftir tímabilið. Það kom lítil stelpa hjá okkur fyrir tíu dögum síðan þannig að ég er ekkert búinn að vera að pæla mikið í þessu. Ég er bara ótrúlega stoltur og spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kjartan en hann og eiginkona hans, Helga Björnsdóttir, eignuðust sitt þriðja barn í upphafi mánaðar. Ekkert þjálfað áður Kjartan Henry hefur ekkert þjálfað yngri flokka eða slíkt meðfram leikmannaferlinum og þjálfarareynslan því af skornum skammti. Hann hefur hins vegar verið duglegur að mennta sig í fræðunum og er kominn með UEFA-B þjálfararéttindi. Þrátt fyrir reynsluleysi á þeim vettvangi er reynslan þeim mun meiri sem leikmaður og kveðst hann hafa allt til brunns að bera í starfið. „Nei, ég er bara búinn að vera mennta mig, taka námskeið og taka einhverjar af þessum gráðum. Ég mun halda því áfram. Svo er ég með hrikalega góðum mönnum þarna sem munu hjálpa mér. Ég kem með helling að borðinu líka. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég veit alveg um hvað þetta snýst.“ FH-ingur og KR-ingur Kjartan Henry hefur skorað ófá mörkin gegn FH í gegnum tíðina og var sérstaklega naskur við að skora í Kaplakrika þegar hann lék í röndóttum búningi KR. Kjartan er uppalinn í Vesturbæ en samningi hans hjá uppeldisfélaginu var sagt upp eftir tímabilið 2021. Það báru margir upp stór augu þegar hann samdi við FH-inga en vert er að spyrja hvort hann líti á sig sem FH-ing í dag? „Já, já, klárlega. Mér var tekið frábærlega þegar kom í Krikann og það var örugglega ekkert auðvelt fyrir FH-inga að fá þarna eitthvað KR-svín sem er búinn að láta eins og fífl, kannski. Mér var tekið ótrúlega vel og það er allur kjarni í klúbbnum, aðstaða og slíkt til algjörrar fyrirmyndar. Þeir eru komnir með hybrid-grasvöll og það eru ótrúlega spennandi tímar í Hafnarfirðinum,“ „Ég er FH-ingur í dag en ég er líka KR-ingur. Það er eins og þetta er í boltanum, það eru fleiri sem þekkja það en ég. En já, ég er FH-ingur í dag.“ segir Kjartan Henry. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Annar hluti viðtalsins verður sýndur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Besta deild karla FH KR Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
„Þetta kom í gær [fyrradag] að maður væri búinn að klára samningsmálin og það. Svo koma þessar spurningar, hvort ég sé hættur í fótbolta. En ég held það gefi auga leið. Þegar maður fer inn í svona starf þá er maður ekkert að spila með, það er aldrei góð hugmynd. Skórnir eru komnir upp í hillu.“ sagði Kjartan Henry þegar hann settist niður með fréttamanni í dag. En er Kjartan búinn að venjast tilhugsuninni að vera ekki að fara að spila fótbolta næsta sumar? „Örugglega ekki. Ég held þetta komi hér og þar. Það er búið að vera margt annað að hugsa um eftir tímabilið. Það kom lítil stelpa hjá okkur fyrir tíu dögum síðan þannig að ég er ekkert búinn að vera að pæla mikið í þessu. Ég er bara ótrúlega stoltur og spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kjartan en hann og eiginkona hans, Helga Björnsdóttir, eignuðust sitt þriðja barn í upphafi mánaðar. Ekkert þjálfað áður Kjartan Henry hefur ekkert þjálfað yngri flokka eða slíkt meðfram leikmannaferlinum og þjálfarareynslan því af skornum skammti. Hann hefur hins vegar verið duglegur að mennta sig í fræðunum og er kominn með UEFA-B þjálfararéttindi. Þrátt fyrir reynsluleysi á þeim vettvangi er reynslan þeim mun meiri sem leikmaður og kveðst hann hafa allt til brunns að bera í starfið. „Nei, ég er bara búinn að vera mennta mig, taka námskeið og taka einhverjar af þessum gráðum. Ég mun halda því áfram. Svo er ég með hrikalega góðum mönnum þarna sem munu hjálpa mér. Ég kem með helling að borðinu líka. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég veit alveg um hvað þetta snýst.“ FH-ingur og KR-ingur Kjartan Henry hefur skorað ófá mörkin gegn FH í gegnum tíðina og var sérstaklega naskur við að skora í Kaplakrika þegar hann lék í röndóttum búningi KR. Kjartan er uppalinn í Vesturbæ en samningi hans hjá uppeldisfélaginu var sagt upp eftir tímabilið 2021. Það báru margir upp stór augu þegar hann samdi við FH-inga en vert er að spyrja hvort hann líti á sig sem FH-ing í dag? „Já, já, klárlega. Mér var tekið frábærlega þegar kom í Krikann og það var örugglega ekkert auðvelt fyrir FH-inga að fá þarna eitthvað KR-svín sem er búinn að láta eins og fífl, kannski. Mér var tekið ótrúlega vel og það er allur kjarni í klúbbnum, aðstaða og slíkt til algjörrar fyrirmyndar. Þeir eru komnir með hybrid-grasvöll og það eru ótrúlega spennandi tímar í Hafnarfirðinum,“ „Ég er FH-ingur í dag en ég er líka KR-ingur. Það er eins og þetta er í boltanum, það eru fleiri sem þekkja það en ég. En já, ég er FH-ingur í dag.“ segir Kjartan Henry. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Annar hluti viðtalsins verður sýndur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Besta deild karla FH KR Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira