Herjuðu á heimili Kjartans og brutu rúður Aron Guðmundsson skrifar 18. desember 2023 08:00 Kjartan fagnar markinu fræga gegn Bröndby. Getty Kjartan Henry Finnbogason hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir afar farsælan feril, bæði sem atvinnu- og landsliðsmaður. Það hefur á ýmsu gengið á leikmannaferli Kjartans og í samtali við Val Pál Eiríksson, sagði hann frá óskemmtilegri atburðarás sem tók við eftir að hann hafði eyðilagt titilvonir Bröndby sem leikmaður AC Horsens. Það er kannski eitt atvik, þegar að þú skorar þessi mörk á móti Bröndby og gerir út um titilvonir þeirra á sínum tíma. Það dró dilk á eftir sér. „Já og gerir það enn þann dag í dag þó það sé ekkert eitthvað sem er að stressa mig á. Kaupmannahöfn er náttúrulega skipt í tvennt á milli þessara tveggja liða, FC Kaupmannahafnar og Bröndby. Ég var að spila minn síðasta leik fyrir AC Horsens og fékk þau skilaboð frá þjálfaranum að ég myndi koma inn sem varamaður í þessum tiltekna leik gegn Bröndby. Þetta var síðasti heimaleikurinn, algjörlega pakkaður völlur og Bröndby gat tryggt sér titilinn.“ Kjartan kom inn á sem varamaður undir lok leiks. Staðan var þá 2-0 fyrir Bröndby og útlitið bjart fyrir titilvonir þeirra. Kjartan gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði tvö mörk fyrir AC Horsens fyrir leikslok og jafnaði leikinn í stöðuna 2-2 sem urðu lokatölur leiksins. „Þeir töpuðu titlinum. Það er eitthvað móment sem ég mun aldrei gleyma.“ Svefnlausar nætur Stuðningsmenn Bröndby voru allt annað en sáttir með þessa niðurstöðu. Kjartan Henry og fjölskyldan hans fengu að finna fyrir reiði stuðningsmannanna. „Það voru þarna menn með húðflúr á andlitinu bankandi upp á heima hjá mér og brjótandi rúður. Það var ekkert sérlega skemmtilegt en geggjuð minning eftir á. Það er alltaf gaman að eyðileggja partýið.“ Óprúttnir aðilar herjuðu einnig á heimili fjölskyldunnar eftir leik á meðan að Kjartan Henry var enn á leikstað. „Konan mín var heima með krakkana og við vorum einnig með au-pair hjá okkur á þessum tíma. Við leikmennirnir máttum ekki fara út af leikvanginum þar sem að stuðningsmenn voru að reyna að brjótast inn. Við vorum því læstir inni og ég fæ símtal frá konunni minni þar sem hún tjáði mér að það væru menn fyrir utan heimilið okkar með læti og bankandi á hurðina. Ég náttúrulega tjúllaðist við þetta, laumaði mér út af leikvanginum og brunaði heim.“ Þá voru umræddir menn á bak og burt og segir Kjartan Henry að tekið hafi við svefnlausar nætur. „Svo fékk maður alls konar morðhótanir en á sama tíma fékk ég blóm og ástarkveðjur frá stuðningsmönnum FC Kaupmannahafnar. Það eru því tvær hliðar á þessu.“ Danski boltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Það er kannski eitt atvik, þegar að þú skorar þessi mörk á móti Bröndby og gerir út um titilvonir þeirra á sínum tíma. Það dró dilk á eftir sér. „Já og gerir það enn þann dag í dag þó það sé ekkert eitthvað sem er að stressa mig á. Kaupmannahöfn er náttúrulega skipt í tvennt á milli þessara tveggja liða, FC Kaupmannahafnar og Bröndby. Ég var að spila minn síðasta leik fyrir AC Horsens og fékk þau skilaboð frá þjálfaranum að ég myndi koma inn sem varamaður í þessum tiltekna leik gegn Bröndby. Þetta var síðasti heimaleikurinn, algjörlega pakkaður völlur og Bröndby gat tryggt sér titilinn.“ Kjartan kom inn á sem varamaður undir lok leiks. Staðan var þá 2-0 fyrir Bröndby og útlitið bjart fyrir titilvonir þeirra. Kjartan gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði tvö mörk fyrir AC Horsens fyrir leikslok og jafnaði leikinn í stöðuna 2-2 sem urðu lokatölur leiksins. „Þeir töpuðu titlinum. Það er eitthvað móment sem ég mun aldrei gleyma.“ Svefnlausar nætur Stuðningsmenn Bröndby voru allt annað en sáttir með þessa niðurstöðu. Kjartan Henry og fjölskyldan hans fengu að finna fyrir reiði stuðningsmannanna. „Það voru þarna menn með húðflúr á andlitinu bankandi upp á heima hjá mér og brjótandi rúður. Það var ekkert sérlega skemmtilegt en geggjuð minning eftir á. Það er alltaf gaman að eyðileggja partýið.“ Óprúttnir aðilar herjuðu einnig á heimili fjölskyldunnar eftir leik á meðan að Kjartan Henry var enn á leikstað. „Konan mín var heima með krakkana og við vorum einnig með au-pair hjá okkur á þessum tíma. Við leikmennirnir máttum ekki fara út af leikvanginum þar sem að stuðningsmenn voru að reyna að brjótast inn. Við vorum því læstir inni og ég fæ símtal frá konunni minni þar sem hún tjáði mér að það væru menn fyrir utan heimilið okkar með læti og bankandi á hurðina. Ég náttúrulega tjúllaðist við þetta, laumaði mér út af leikvanginum og brunaði heim.“ Þá voru umræddir menn á bak og burt og segir Kjartan Henry að tekið hafi við svefnlausar nætur. „Svo fékk maður alls konar morðhótanir en á sama tíma fékk ég blóm og ástarkveðjur frá stuðningsmönnum FC Kaupmannahafnar. Það eru því tvær hliðar á þessu.“
Danski boltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn