Hvað ætlar Samfylkingin að verða, ef hún verður stór? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 18. desember 2023 08:00 Með nokkurra vikna millibili hér í haust og vetrarbyrjun tilkynnti Samfylkingin í tvígang hvernig hún ætlaði að bjarga málunum. Fyrst átti að bjarga heilbrigðiskerfinu frá glötun og fjármagna þá aðgerð með því að hækka fjármagnstekjuskatt, hækka veiðigjöldin, taka til baka lækkun bankaskatts og loka svokölluðu ehf-gati. Við aðra umræðu fjárlaga kom svo Samfylkingin með tillögur til þess að bjarga heimilunum frá gjaldþroti eða einhverju þaðan af verra. Svokallaðan kjarapakka. Þann pakka átti svo að fjármagna með hækkun sömu skatta og getið er hér að ofan og lokun ehf-gatsins. Þegar "stjörnuhagfræðingnum" sem nú um stundir gegnir embætti formanns Samfylkingarinnar, var bent á að þarna væri verið að tala um tvær aðskildar aðgerðir sem fjármagna átti með sömu skattahækkuninni, sagði formaðurinn það að þetta væri vel hægt því önnur aðgerðin væri til skamms tíma en hin til langs tíma. Nú er það svo, að ekki er hægt að eyða sömu krónunni tvisvar (og ekki evrunni heldur). Það er því alveg morgunljóst að komist Samfylkingin í aðstöðu til þess að framkvæma þessar aðgerðir sínar, þarf annað hvort að hækka áðurnefnda skatta í tvígang og loka ehf-gatinu tvisvar. Eða hækka þessa skatta um rúmlega tvöfalt það sem nú er sagt. Það þarf nú ekki hagfræðing og því síður "stjörnuhagfræðing", til að átta sig á því, að stórfelldar skattahækkanir, eru sjaldnast rétta leiðin til þess að fjármagna rándýr kosningaloforð. Heldur sé það rétta leiðin að stuðla að frekari atvinnubyggingu og verðmætasköpun, sem skili sér í meiri tekjum í ríkissjóð í gegnum breiðari skattstofna. Skattahækkanir hægi hins vegar á allri atvinnuppbyggingu og verðmætasköpun. Verðmætin verða nefnilega ekki til í vösum skattgreiðenda! Við sem þjóð erum í dauðafæri til þess að auka hér verðmætasköpun svo um munar. Þau tækifæri liggja í frekari virkjarnaframkvæmdum og öllum þeim atvinnutækifærum sem aukin orka gæti skapað okkur. Þar kemur matvælaframleiðsla fljótt upp í hugann og svo framleiðsla rafeldsneytis svo eitthvað sé nefnt. Samfylkingin velur auðvitað skattaleiðina, þar sem að ekki einu sinni sex manna þingflokkur hennar getur ekki talað einu máli, hvort sem það er í orkumálum eða öðrum málum er lúta að atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun. Sennilega verður bara þjóðin að bíða þangað til að Samfylkingin ákveður hvað hún ætli að verða þegar hún verður stór, áður vænta má þess að í tillögum hennar verði eitthvað sem byggjandi er á. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Samfylkingin Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Með nokkurra vikna millibili hér í haust og vetrarbyrjun tilkynnti Samfylkingin í tvígang hvernig hún ætlaði að bjarga málunum. Fyrst átti að bjarga heilbrigðiskerfinu frá glötun og fjármagna þá aðgerð með því að hækka fjármagnstekjuskatt, hækka veiðigjöldin, taka til baka lækkun bankaskatts og loka svokölluðu ehf-gati. Við aðra umræðu fjárlaga kom svo Samfylkingin með tillögur til þess að bjarga heimilunum frá gjaldþroti eða einhverju þaðan af verra. Svokallaðan kjarapakka. Þann pakka átti svo að fjármagna með hækkun sömu skatta og getið er hér að ofan og lokun ehf-gatsins. Þegar "stjörnuhagfræðingnum" sem nú um stundir gegnir embætti formanns Samfylkingarinnar, var bent á að þarna væri verið að tala um tvær aðskildar aðgerðir sem fjármagna átti með sömu skattahækkuninni, sagði formaðurinn það að þetta væri vel hægt því önnur aðgerðin væri til skamms tíma en hin til langs tíma. Nú er það svo, að ekki er hægt að eyða sömu krónunni tvisvar (og ekki evrunni heldur). Það er því alveg morgunljóst að komist Samfylkingin í aðstöðu til þess að framkvæma þessar aðgerðir sínar, þarf annað hvort að hækka áðurnefnda skatta í tvígang og loka ehf-gatinu tvisvar. Eða hækka þessa skatta um rúmlega tvöfalt það sem nú er sagt. Það þarf nú ekki hagfræðing og því síður "stjörnuhagfræðing", til að átta sig á því, að stórfelldar skattahækkanir, eru sjaldnast rétta leiðin til þess að fjármagna rándýr kosningaloforð. Heldur sé það rétta leiðin að stuðla að frekari atvinnubyggingu og verðmætasköpun, sem skili sér í meiri tekjum í ríkissjóð í gegnum breiðari skattstofna. Skattahækkanir hægi hins vegar á allri atvinnuppbyggingu og verðmætasköpun. Verðmætin verða nefnilega ekki til í vösum skattgreiðenda! Við sem þjóð erum í dauðafæri til þess að auka hér verðmætasköpun svo um munar. Þau tækifæri liggja í frekari virkjarnaframkvæmdum og öllum þeim atvinnutækifærum sem aukin orka gæti skapað okkur. Þar kemur matvælaframleiðsla fljótt upp í hugann og svo framleiðsla rafeldsneytis svo eitthvað sé nefnt. Samfylkingin velur auðvitað skattaleiðina, þar sem að ekki einu sinni sex manna þingflokkur hennar getur ekki talað einu máli, hvort sem það er í orkumálum eða öðrum málum er lúta að atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun. Sennilega verður bara þjóðin að bíða þangað til að Samfylkingin ákveður hvað hún ætli að verða þegar hún verður stór, áður vænta má þess að í tillögum hennar verði eitthvað sem byggjandi er á. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun