Víðir búinn að gefa út sína fimmtugustu íþróttabók Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2023 20:00 Víðir Sigurðsson hefur skrifað fimmtíu bækur um íþróttir eða meira en nokkur annar Íslendingur. S2 Sport Íslensk knattspyrna 2023 er komin út en þetta er 43. bókin í þessum bókaflokki sem hefur verið gefin út frá árinu 1981. Í bókinni er að vanda farið yfir allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2023 í máli og myndum, allt frá leikjum í Bestu deildunum, landsleikjum og Evrópukeppnum niður keppni í neðri deildum og yngri flokkum. Víkingur er fyrirferðarmikill á kápunni og í bókinni enda var þetta með eindæmum glæsilegt ár hjá bæði karla- og kvennaliðum félagsins. Víkingar bjóða líka upp á árituð eintök í netsölu hjá sér þar sem leikmenn og þjálfarar beggja liða ártuðu bókina. Sögur Útgáfa gefa út bókina sem er 288 blaðsíður í stóru broti og skreytt með um 400 myndum af leikmönnum og liðum. Í bókinni er sagt ítarlega frá Íslandsmótunum 2023 í öllum deildum karla og kvenna, þar sem hverri umferð fyrir sig í efri deildum eru gerð góð skil. Sagt er frá keppni í yngri og eldri flokkum, bikarkeppninni, Evrópuleikjunum og vetrarmótunum. Þá er ítarlega fjallað um alla landsleiki ársins og einnig sérstaklega um íslenska knattspyrnufólkið sem leikur erlendis. Í bókinni er ítarleg tölfræði um leikmenn og lið, sjá má liðsskipan allra liða í öllum deildum í meistaraflokkum karla og kvenna, leikjafjölda leikmanna í efri deildum, leikjahæstu karla og konur, marka- og leikjahæstu karla og konur í deildakeppni hér og erlendis ásamt mörgu fleiru. Þrjú ítarleg viðtöl eru í bókinni þar sem Ingvar Jónsson úr Víkingi, Elísa Viðarsdóttir úr Val og Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ fara yfir árið, hvert á sinn hátt. Það sem gerir þessa bók líka sögulega er að þetta fimmtugasta íþróttabókin sem Víðir Sigurðsson gefur út. Hann hefur komið að 42 af 43 bókum í bókaflokknum um Íslenska knattspyrnu frá 1982 til 2023. Sigurður Sverrisson skrifaði þá fyrstu og Víðir og hann skrifuðu 1982 bókina saman. Frá árinu 1983 hefur Víðir skrifað hana einn. Víðir hefur líka skrifað sjö aðrar íþróttabækur. Þær eru eftirtaldar: Glenn Hoddle, Leiðin á toppinn (1983) - Þýddi Saga West Ham (1985) - Þýddi og skrifaði viðauka. Arsenal, saga í máli og myndum (1986) - Þýddi og skrifaði íslenskan viðauka með viðtölum við Albert Guðmundsson fyrrverandi leikmann Arsenal og síðar ráðherra og Bjarna Felixson stuðningsmann. Arnór, bestur í Belgíu (1987). Skrifaði um Arnór Guðjohnsen. Fram í 80 ár (1989) - Skrifaði fyrir knattspyrnufélagið Fram. Shaq-sóknin verður ekki stöðvuð (1993) - Bók um körfuboltamanninn Shaquille O'Neal sem Víðir þýddi. Knattspyrna í heila öld (1997) - Skrifaði með Sigurði Á. Friðþjófssyni fyrir KSÍ. HÚH (2016) - Bók um Evrópumót karla í fótbolta árið 2016. Fótbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Í bókinni er að vanda farið yfir allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2023 í máli og myndum, allt frá leikjum í Bestu deildunum, landsleikjum og Evrópukeppnum niður keppni í neðri deildum og yngri flokkum. Víkingur er fyrirferðarmikill á kápunni og í bókinni enda var þetta með eindæmum glæsilegt ár hjá bæði karla- og kvennaliðum félagsins. Víkingar bjóða líka upp á árituð eintök í netsölu hjá sér þar sem leikmenn og þjálfarar beggja liða ártuðu bókina. Sögur Útgáfa gefa út bókina sem er 288 blaðsíður í stóru broti og skreytt með um 400 myndum af leikmönnum og liðum. Í bókinni er sagt ítarlega frá Íslandsmótunum 2023 í öllum deildum karla og kvenna, þar sem hverri umferð fyrir sig í efri deildum eru gerð góð skil. Sagt er frá keppni í yngri og eldri flokkum, bikarkeppninni, Evrópuleikjunum og vetrarmótunum. Þá er ítarlega fjallað um alla landsleiki ársins og einnig sérstaklega um íslenska knattspyrnufólkið sem leikur erlendis. Í bókinni er ítarleg tölfræði um leikmenn og lið, sjá má liðsskipan allra liða í öllum deildum í meistaraflokkum karla og kvenna, leikjafjölda leikmanna í efri deildum, leikjahæstu karla og konur, marka- og leikjahæstu karla og konur í deildakeppni hér og erlendis ásamt mörgu fleiru. Þrjú ítarleg viðtöl eru í bókinni þar sem Ingvar Jónsson úr Víkingi, Elísa Viðarsdóttir úr Val og Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ fara yfir árið, hvert á sinn hátt. Það sem gerir þessa bók líka sögulega er að þetta fimmtugasta íþróttabókin sem Víðir Sigurðsson gefur út. Hann hefur komið að 42 af 43 bókum í bókaflokknum um Íslenska knattspyrnu frá 1982 til 2023. Sigurður Sverrisson skrifaði þá fyrstu og Víðir og hann skrifuðu 1982 bókina saman. Frá árinu 1983 hefur Víðir skrifað hana einn. Víðir hefur líka skrifað sjö aðrar íþróttabækur. Þær eru eftirtaldar: Glenn Hoddle, Leiðin á toppinn (1983) - Þýddi Saga West Ham (1985) - Þýddi og skrifaði viðauka. Arsenal, saga í máli og myndum (1986) - Þýddi og skrifaði íslenskan viðauka með viðtölum við Albert Guðmundsson fyrrverandi leikmann Arsenal og síðar ráðherra og Bjarna Felixson stuðningsmann. Arnór, bestur í Belgíu (1987). Skrifaði um Arnór Guðjohnsen. Fram í 80 ár (1989) - Skrifaði fyrir knattspyrnufélagið Fram. Shaq-sóknin verður ekki stöðvuð (1993) - Bók um körfuboltamanninn Shaquille O'Neal sem Víðir þýddi. Knattspyrna í heila öld (1997) - Skrifaði með Sigurði Á. Friðþjófssyni fyrir KSÍ. HÚH (2016) - Bók um Evrópumót karla í fótbolta árið 2016.
Fótbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira