Við hjálpum fólkinu á Gaza með því að sniðganga Rapyd Björn B. Björnsson skrifar 18. desember 2023 10:01 Við sem horfum á morðöldina á Gaza spyrjum okkur á hverjum degi hvað við getum gert til að breyta þessu óþolandi ástandi. Jú, við getum mætt á mótmæli og andæft þátttöku okkar í Evróvisjón með undirskrift en sniðganga er líklega sterkasta aðferðin sem almenningur getur beitt. Sniðganga er friðsamleg en mjög öflug aðferð til að hafa áhrif. Henni er beitt víða um heim með góðum árangri. Á Íslandi starfar ísraelskt stórfyrirtæki sem við höfum fulla ástæðu til að sniðganga. Rapyd heitir fyrirtækið sem stundar færsluhirðingu og því sjáum við merki þess oft birtast á posum í verslunum og stofnunum. Rapyd rekur starfsemi í landránsbyggðum Ísraela á Vesturbakkanum sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þess vegna ætti ekkert sómakært fyrirtæki eða stofnun að skipta við Rapyd frekar en rússneskt fyrirtæki sem er með starfsemi í landránsbyggðum Rússa í austanverðri Úkraínu. Þessu til viðbótar eru nýleg ummæli forstjóra og eiganda Rapyd sem hefur hefur lýst afdráttarlausum stuðningi við Ísrael í stríðinu sem nú geysar og sagt mannfall óbreyttra borgara á Gaza engu skipta eins og sjá má hér: https://www.visir.is/g/20232483121d/for-stjori-ra-pyd-vill-eyda-ollum-hamaslidum Þessi ummæli hafa gengið fram af mörgum okkar því mikill meirihluti Íslendinga er á móti morðum á saklausu fólki á Gaza og Vesturbakkanum. Það er því mjög ónærgætið af þeim sem stýra fjármálum fyrirtækja og stofnana að bjóða okkur upp á að þurfa að skipta við Rapyd. Ég segi fyrir mig að mér verður hálf illt í hvert skipti sem ég þarf að borga í posa með merki Rapyd og reyni að forðast það eins og ég get. Við megum heldur ekki gleyma því að á Íslandi býr hópur fólks frá Palestínu sem hefur fengið landvist hér. Þetta fólk er núna hluti af samfélagi okkar og á allt ættingja og vini sem þjást vegna stríðsins. Fyrirtæki og stofnanir þurfa að taka tillit til þessara þegna landsins og mér finnst að þau geti bókstaflega ekki boðið þessum eða öðrum Íslendingum upp á að borga í gegnum ísraelskt fyrirtæki sem styður landrán og manndráp. Rapyd er mjög stórt á sínu sviði hér á landi. Af bönkunum er Arion sá eini sem notar Rapyd en í smásölu skipta bæði Hagar og Samkaup við Rapyd. Þau reka t.d. Bónus, Hagkaup, Nettó, Kjörbúðina og Krambúðina. Festi sem rekur Krónuna, Elkó og N1 hætti hinsvegar viðskiptum við Rapyd í haust. Í byggingavörum skipta bæði Húsasmiðjan og Bykó við Rapyd en Bauhaus og Slippfélagið ekki. Þetta eru bara fáein dæmi en á síðunni hirdir.is er safnað saman upplýsingum um fyrirtæki sem skipta við Rapyd og þangað er hægt að senda inn upplýsingar. Það er ekki flókin aðgerð fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnana að skipta yfir í aðra greiðslumiðlun. Ég bendi á Teya sem er breskt fyrirtæki, Straum sem Kvika rekur og Landsbankinn er líka með færsluhirðingu. Ég veit til þess að fyrirtæki hafa lækkað kostnað sinn umtalsvert með því að skipta frá Rapyd og hvet öll fyrirtæki og stofnanir til að skoða þann möguleika núna strax til að standa með saklausu fólki og koma til móts við óskir mjög margra viðskiptavina sinna. Við hin skulum vera dugleg við að láta fyirtæki og stofnanir vita að við viljum ekki borga í gegnum Rapyd og beina viðskiptum okkar til þeirra sem ekki nota Rapyd. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem horfum á morðöldina á Gaza spyrjum okkur á hverjum degi hvað við getum gert til að breyta þessu óþolandi ástandi. Jú, við getum mætt á mótmæli og andæft þátttöku okkar í Evróvisjón með undirskrift en sniðganga er líklega sterkasta aðferðin sem almenningur getur beitt. Sniðganga er friðsamleg en mjög öflug aðferð til að hafa áhrif. Henni er beitt víða um heim með góðum árangri. Á Íslandi starfar ísraelskt stórfyrirtæki sem við höfum fulla ástæðu til að sniðganga. Rapyd heitir fyrirtækið sem stundar færsluhirðingu og því sjáum við merki þess oft birtast á posum í verslunum og stofnunum. Rapyd rekur starfsemi í landránsbyggðum Ísraela á Vesturbakkanum sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þess vegna ætti ekkert sómakært fyrirtæki eða stofnun að skipta við Rapyd frekar en rússneskt fyrirtæki sem er með starfsemi í landránsbyggðum Rússa í austanverðri Úkraínu. Þessu til viðbótar eru nýleg ummæli forstjóra og eiganda Rapyd sem hefur hefur lýst afdráttarlausum stuðningi við Ísrael í stríðinu sem nú geysar og sagt mannfall óbreyttra borgara á Gaza engu skipta eins og sjá má hér: https://www.visir.is/g/20232483121d/for-stjori-ra-pyd-vill-eyda-ollum-hamaslidum Þessi ummæli hafa gengið fram af mörgum okkar því mikill meirihluti Íslendinga er á móti morðum á saklausu fólki á Gaza og Vesturbakkanum. Það er því mjög ónærgætið af þeim sem stýra fjármálum fyrirtækja og stofnana að bjóða okkur upp á að þurfa að skipta við Rapyd. Ég segi fyrir mig að mér verður hálf illt í hvert skipti sem ég þarf að borga í posa með merki Rapyd og reyni að forðast það eins og ég get. Við megum heldur ekki gleyma því að á Íslandi býr hópur fólks frá Palestínu sem hefur fengið landvist hér. Þetta fólk er núna hluti af samfélagi okkar og á allt ættingja og vini sem þjást vegna stríðsins. Fyrirtæki og stofnanir þurfa að taka tillit til þessara þegna landsins og mér finnst að þau geti bókstaflega ekki boðið þessum eða öðrum Íslendingum upp á að borga í gegnum ísraelskt fyrirtæki sem styður landrán og manndráp. Rapyd er mjög stórt á sínu sviði hér á landi. Af bönkunum er Arion sá eini sem notar Rapyd en í smásölu skipta bæði Hagar og Samkaup við Rapyd. Þau reka t.d. Bónus, Hagkaup, Nettó, Kjörbúðina og Krambúðina. Festi sem rekur Krónuna, Elkó og N1 hætti hinsvegar viðskiptum við Rapyd í haust. Í byggingavörum skipta bæði Húsasmiðjan og Bykó við Rapyd en Bauhaus og Slippfélagið ekki. Þetta eru bara fáein dæmi en á síðunni hirdir.is er safnað saman upplýsingum um fyrirtæki sem skipta við Rapyd og þangað er hægt að senda inn upplýsingar. Það er ekki flókin aðgerð fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnana að skipta yfir í aðra greiðslumiðlun. Ég bendi á Teya sem er breskt fyrirtæki, Straum sem Kvika rekur og Landsbankinn er líka með færsluhirðingu. Ég veit til þess að fyrirtæki hafa lækkað kostnað sinn umtalsvert með því að skipta frá Rapyd og hvet öll fyrirtæki og stofnanir til að skoða þann möguleika núna strax til að standa með saklausu fólki og koma til móts við óskir mjög margra viðskiptavina sinna. Við hin skulum vera dugleg við að láta fyirtæki og stofnanir vita að við viljum ekki borga í gegnum Rapyd og beina viðskiptum okkar til þeirra sem ekki nota Rapyd. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun