Icelandair semur um rekstur flugeldhúss félagsins til tólf ára Helena Rós Sturludóttir skrifar 18. desember 2023 11:14 Jonathan Stent Torriani, annar forstjóri Newrest, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, innsigla samninginn með handabandi. Aðsend mynd Icelandair hefur gert tólf ára samning við fyrirtækið Newrest Group um rekstur flugeldhúss Icelandair á Keflarvíkurflugvelli. Newrest tekur við rekstrinum 1. febrúar næstkomandi. Flugeldhúsið er eitt stærsta framleiðslueldhús á Íslandi en þar eru framleiddar veitingar sem flugfélagið býður upp á í flugi. Í tilkynningu frá Icelandair er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að mikil spenna sé fyrir samstarfinu enda hafi Newrest mikla sérþekkingu á rekstri flugeldhúsa. „Þannig getum við aukið gæði og skilvirkni á meðan við einbeitum okkur að því sem við erum best í, að reka flugfélag,“ segir Bogi og að í leit að samstarfsaðila hafi verið mikil áhersla lögð á að sem minnstar breytingar yrðu á starfsmannahópi eldhússins. „Enda býr starfsfólk eldhússins okkar á Keflavíkurflugvelli yfir gríðarlega mikilli reynslu og þekkingu sem mun nýtast nýjum rekstraraðila, og þar með Icelandair, vel til langrar framtíðar,“ segir hann jafnframt. Newrest sé eitt af fremstu fyrirtækjum heims í rekstri flugeldhúsa og þeir séu þú þegar í samstarfi við fjölda alþjóðlegra flugfélaga á borð við SAS, Delta, United Airlines og Air Canada. Starfsfólk Icelandair auk Newrest ánægð með samninginn. Mynd aðsend „Það er mikill heiður að hefja samstarf við Icelandair. Flugfélagið hefur sýnt í verki getu sína til að takast á við fjölda áskorana á undanförnum árum og á sama tíma náð góðum árangri í rekstrinum sem og í þjónustu við farþega,“ er haft eftir forstjórum Newrest þeim Jonathan Stent Torriana og Olivier Sadran. Þeir segja markmiðið að styðja við rekstur og vöxt félagsins auk þess að halda áfram að þróa gott úrval veitinga um borð í vélum Icelandair. „Starfsfólk flugeldhússins býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á veitingaþjónustu í flugvélum og á þörfum viðskiptavina félagsins. Við leggjum því höfuðáherslu á að taka vel á móti hópnum og vitum að teymið er lykillinn að áframhaldandi árangri.“ Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Afkomuviðvörun Icelandair kom ekki á óvart eftir mikla hækkun á olíuverði Ekki átti að koma á óvart að afkomuspá Icelandair yrði færði niður í ljósi þess hve mikið olíuverð hefur hækkað að undanförnu. Það er enn útlit fyrir mikla eftirspurn eftir flugi, segir hlutabréfagreinandi IFS í samtali við Innherja, en markaðsvirði Icelandair hefur lækkað um þriðjung á tveimur mánuðum. 14. september 2023 16:10 Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47 Verkfallið hefur áhrif á ríflega átta þúsund farþega Icelandair Boðaðar verkfallsaðgerðir Félags flugumferðarstjóra frá klukkan 04 í nótt til klukkan 10 í fyrramálið munu hafa áhrif á um sextíu flugferðir og 8.300 farþega Icelandair. 13. desember 2023 13:10 Fyrstu brottfarir klukkan ellefu Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra héldu áfram í nótt þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í þriðja skiptið. Verkfallið hefur áhrif á alla umferð um Keflavíkurflugvöll og fjölda flugferða hefur verið frestað. 18. desember 2023 09:13 Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira
Í tilkynningu frá Icelandair er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að mikil spenna sé fyrir samstarfinu enda hafi Newrest mikla sérþekkingu á rekstri flugeldhúsa. „Þannig getum við aukið gæði og skilvirkni á meðan við einbeitum okkur að því sem við erum best í, að reka flugfélag,“ segir Bogi og að í leit að samstarfsaðila hafi verið mikil áhersla lögð á að sem minnstar breytingar yrðu á starfsmannahópi eldhússins. „Enda býr starfsfólk eldhússins okkar á Keflavíkurflugvelli yfir gríðarlega mikilli reynslu og þekkingu sem mun nýtast nýjum rekstraraðila, og þar með Icelandair, vel til langrar framtíðar,“ segir hann jafnframt. Newrest sé eitt af fremstu fyrirtækjum heims í rekstri flugeldhúsa og þeir séu þú þegar í samstarfi við fjölda alþjóðlegra flugfélaga á borð við SAS, Delta, United Airlines og Air Canada. Starfsfólk Icelandair auk Newrest ánægð með samninginn. Mynd aðsend „Það er mikill heiður að hefja samstarf við Icelandair. Flugfélagið hefur sýnt í verki getu sína til að takast á við fjölda áskorana á undanförnum árum og á sama tíma náð góðum árangri í rekstrinum sem og í þjónustu við farþega,“ er haft eftir forstjórum Newrest þeim Jonathan Stent Torriana og Olivier Sadran. Þeir segja markmiðið að styðja við rekstur og vöxt félagsins auk þess að halda áfram að þróa gott úrval veitinga um borð í vélum Icelandair. „Starfsfólk flugeldhússins býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á veitingaþjónustu í flugvélum og á þörfum viðskiptavina félagsins. Við leggjum því höfuðáherslu á að taka vel á móti hópnum og vitum að teymið er lykillinn að áframhaldandi árangri.“
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Afkomuviðvörun Icelandair kom ekki á óvart eftir mikla hækkun á olíuverði Ekki átti að koma á óvart að afkomuspá Icelandair yrði færði niður í ljósi þess hve mikið olíuverð hefur hækkað að undanförnu. Það er enn útlit fyrir mikla eftirspurn eftir flugi, segir hlutabréfagreinandi IFS í samtali við Innherja, en markaðsvirði Icelandair hefur lækkað um þriðjung á tveimur mánuðum. 14. september 2023 16:10 Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47 Verkfallið hefur áhrif á ríflega átta þúsund farþega Icelandair Boðaðar verkfallsaðgerðir Félags flugumferðarstjóra frá klukkan 04 í nótt til klukkan 10 í fyrramálið munu hafa áhrif á um sextíu flugferðir og 8.300 farþega Icelandair. 13. desember 2023 13:10 Fyrstu brottfarir klukkan ellefu Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra héldu áfram í nótt þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í þriðja skiptið. Verkfallið hefur áhrif á alla umferð um Keflavíkurflugvöll og fjölda flugferða hefur verið frestað. 18. desember 2023 09:13 Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira
Afkomuviðvörun Icelandair kom ekki á óvart eftir mikla hækkun á olíuverði Ekki átti að koma á óvart að afkomuspá Icelandair yrði færði niður í ljósi þess hve mikið olíuverð hefur hækkað að undanförnu. Það er enn útlit fyrir mikla eftirspurn eftir flugi, segir hlutabréfagreinandi IFS í samtali við Innherja, en markaðsvirði Icelandair hefur lækkað um þriðjung á tveimur mánuðum. 14. september 2023 16:10
Flugumferðarstjórar boða til verkfalls í næstu viku Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli. 6. desember 2023 16:47
Verkfallið hefur áhrif á ríflega átta þúsund farþega Icelandair Boðaðar verkfallsaðgerðir Félags flugumferðarstjóra frá klukkan 04 í nótt til klukkan 10 í fyrramálið munu hafa áhrif á um sextíu flugferðir og 8.300 farþega Icelandair. 13. desember 2023 13:10
Fyrstu brottfarir klukkan ellefu Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra héldu áfram í nótt þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í þriðja skiptið. Verkfallið hefur áhrif á alla umferð um Keflavíkurflugvöll og fjölda flugferða hefur verið frestað. 18. desember 2023 09:13