Sveitarfélagið hafi brugðist fötluðum syni hans Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 24. desember 2023 08:01 Bernharð Leó, sonur Hjörvars, glímir við margvíslega fötlun. „Við erum ekki að biðja um stóra hluti, bara að sveitarfélagið gefi sér sjálft tíma til að fara í þær framkvæmdir sem það ætlar sér að fara í áður en við þurfum að flytja barnið okkar milli skóla,“ segir Hjörvar Árni Leósson, íbúi í Skagafirði og faðir fimm ára drengs með flogaveiki, hreyfi- og þroskaskerðingu. Hann telur sveitarfélagið hafa brugðist algjörlega þegar kemur að því að veita syni hans nauðsynlega grunnþjónustu og óttast að þurfa að flytja burt til að tryggja velferð hans og öryggi. Hefur ekki getað nýtt leikskólann nema að hálfu leyti Hjörvar og eiginkona hans, Bylgja Finnsdóttir eru bændur í Skagafirði og eiga alls fimm börn. Bernharð Leó, yngsti sonur þeirra, er flogaveikur en um er að ræða afleiðingu af genagalla SLC13A5. „Hann er einn af fjórum einstaklingum greindum á Íslandi og aðeins um 200 í heiminum og er hann því félagi í Einstökum börnum. Hann hefur mjög skerta tjáningu með tali og tjáir sig þar af leiðandi með táknum. En þar sem hann er líka með takmarkaða vöðvaspennu í efri hluta líkamans eru fínhreyfingar hans einnig takmarkaðar og táknsamskipti við hann lærast á löngum tíma,“ segir Hjörvar. Undanfarin þrjú ár hefur Bernharð Leó verið í leikskólanum á Hólum. Að sögn Hjörvars hefur sonur hans hins vegar verið án stuðningsfulltrúa seinustu tvö árin. „Þar fyrir utan hefur mönnun leikskólans verið með þeim hætti að í vor og haust varð að skipta upp barnahópnum og úthluta vistunardögum og tíma á börn vegna manneklu og ekki var hægt að halda úti því starfi sem á að vera samkvæmt námskrá leikskólans. Þetta hefur orðið til þessa að hann hefur ekki nýtt leikskóla nema að hálfu leyti meira og minna þessi tvö ár.“ Efast um breytingar án tilkynningar Þá segir Hjörvar að hann hafi á sínum tíma, ásamt fleirum fengið Greiningarstöð til að koma norður og taka út aðgengismál og annað í leikskólanum. Í kjölfarið hafi verið ráðist í úrbætur á leikskólalóðinni en það hafi tekið sinn tíma. Fyrirhugað er að Bernharð Leó byrji í grunnskóla næsta haust, en hvar það verður er enn óvíst.Aðsend „Við fórum alla leið í réttindagæslumann fatlaðra til að þrýsta á þessar breytingar sem ég leyfi mér að efa að væru enn komnar til framkvæmda ef réttindagæslumaður hefði ekki tilkynnt sveitarfélagið vegna slæms aðgengis. Við sáum fram á að fyrstu fjögur árin yrði hann á Hólum þar sem grunnskólinn er rekinn í sama húsnæði og leikskólinn, umhverfi sem hann þekkir á leikskólanum. Í sama húsi eru líka starfsmenn sem þekkja hann. Við sáum fram á að hægt væri að hafa einhverja skörun við leikskólann þessi fyrstu ár til að auðvelda honum umskiptin. Svo er þetta stutt frá heimili okkar.“ Aðgengismál í ólestri Í færslu sem Hjörvar birti á Facebook á dögunum tekur hann fram að hann hafi átt börn í skólakerfi Skagafjarðar í að verða fjórtán ár – og eigi eftir eftir að hafa börn í skólakerfi næstu tíu ár hið minnsta. „Ég hef nú í tæp þrjú ár átt fatlað barn sem nýtur skólaþjónustu utan póstnúmers 550 og á þessum þremur árum hefur grunnþjónustunni við fatlað barn mitt farið mjög svo hnignandi. Þar er ekki um að kenna starfsfólki skólans heldur þeim aðbúnaði sem þeim er skapaður í formi manneklu og óásættanlegs vinnumhverfis. Það er í raun alveg sama hvar drepið er niður varðandi aðbúnað fyrir fatlað barn, þar hefur sveitarfélagið brugðist í skólaþjónustunni, og þær lagfæringar sem vitað var að þyrfti að framkvæma og í raun lögum samkvæmt s.s aðgengismál hafa verið gerðar eftir á og flestar seint og jafnvel þurft stjórnvaldsaðgerðir gegnum réttindagæslu til að fá þær í gegn. “ Nú blasir svo við að leikskólagöngu Bernharðs Leós lýkur í vor, og grunnskólinn tekur við. Líkt og fram kemur í Facebook-færslu Hjörvars þá hefur starfsstöð Grunnskólans austan Vatna á Hólum nú verið lokað. Að sögn Hjörvars setti fræðslunefnd sveitarfélagsins fram tillögu um að loka starfsstöðinni eftir að það var lagt til í skýrslu sem sveitarfélagið lét gera með greiningu á rekstri sveitarfélagsins. „Þetta er ágæt skýrsla það sem ég hef skoðað af henni en þar er lítið getið til um hvernig sveitarfélagið hefur sólundað hundruðum milljóna í fegrunaraðgerðir og flottræfilsframkvæmdir á Sauðárkróki meðan innviðir annarsstaðar í Skagafirðinum grotna niður. Skólastofnanir á okkar skólasvæði leka vatni, slá út rafmagni í veðrum og greinst hefur mygla í tveim af fjórum byggingum sem skólahald er stundað í austanverðum Skagafirði,“ segir hann. „Þetta er lítil eining með eingöngu 1.-4. bekk kennt í einni deild undir sama þaki og leikskólinn sem hann hefur verið í undanfarin ár og ekki nema í 2km fjarlægð frá heimili okkar sem er okkur mikið öryggisatriði. Þess í stað verður hann færður í starfsstöð á Hofsós um 10x lengra í burtu frá heimilinu og í alveg nýjar aðstæður. Það er ekki bara búið að taka frá okkur það öryggi að hafa hann stutt frá heimilinu þar sem við getum brugðist fljótt við ef eitthvað kemur uppá eða möguleikann á því að hafa skörun við leikskóla, í umhverfi sem hann þekkir þessi fyrstu ár skólagöngunar, þar sem barnið er bæði hreyfihamlað og með þroskaskerðingu. Í staðinn á að færa hann í aðstæður sem eru eins slæmar og hægt er að ímynda sér fyrir barn með hans fötlun ,“ segir Hjörvar jafnframt í færslunni. Hjörvar tekur fram að þetta sé ekki eina dæmið um aðgengismál í ólestri fyrir hreyfihamlaðan einstakling í skólabyggingu Grunnskólans austan Vatna. „Bílaplan skólans er malborið og ekki fært stoðtækum, sama á við um grasi gróið útileiksvæði skólans. Útidyr skólans eru með háum þröskuldum og þungum dyrum með pumpu. Til þessa að komast í matsal skólans þarf hann að fara 120m utandyra yfir í félagsheimilið í algjörri ófæru og svo inn um dyr sem eru ófærar hreyfihömluðum án aðstoðar, þar sem dyrnar opnast fyrir rampinn. Þegar inn er komið er svo enginn rampur upp í matsalinn. Íþróttakennsla sem fer fram í sama húsnæði er svo á þrem hæðum, búningsklefar í kjallara og kennsla fer fram uppá sviði. Á næsta ári ætlar sveitarfélagið að fara í „ákveðnar lagfæringar á aðgengismálum“, þeirra orð. Í framhaldinu ætlar sveitarfélagið að ráðast í byggingu íþróttahúss og að lokum að fara í framkvæmdir innanhúss í skólanum og færa til að mynda mötuneyti inn undir þak skólans. Það er því ljóst að alla skólagöngu sonar míns , ef ekki kemur til flutninga , mun hann vera í umhverfi framkvæmda við ólíðandi aðstæður að mestu leyti. Á þeim tíma sem ljóst hefur verið að bara þetta eina fatlaða barn væri á leið í skólakerfi austanverðs Skagafjarðar hefur sveitarfélagið eytt hundruðum milljóna í samning um sýndaveruleikasafn, endurbætur við sundlaug Sauðárkróks hafa farið langt fram úr kostnaðaráætlun og síðast en ekki síst undirritað samning um að eyða milljörðum af tekjum sínum í að byggja menningarhús á Sauðárkróki. “ Hjörvar segir að hann, og aðrir foreldrar á svæðinu hafi sveitarfélaginu verulegan afslátt af aðstöðu fyrir börnin þeirra, bæði hvað varðar húsnæðismál og leiksvæði.Aðsend „Illa upplýstar ákvarðanir í bland við hroka“ Í samtali við Vísi tekur Hjörvar einnig fram að ekki hafi verið gert ráð fyrir syni hans í skólabíl næsta vetur, þrátt fyrir að síðasta útboð hafi farið fram seinasta haust. „Það er hvorki gert ráð fyrir honum né stuðningsaðila fyrir hann í þeim gögnum. Það má svo því líta á að aðgengi hans að skólanum takmarkist strax við afleggjarann að heimili okkar. Auðvitað er það eitthvað sem má leysa en af hverju er ekkert samtal og samráð ? Af hverju eru allar ráðstafanir gerðar eftir á?“ Hjörvar segir að hann, og aðrir foreldrar á svæðinu hafi veitt sveitarfélaginu verulegan afslátt af aðstöðu fyrir börnin þeirra, bæði hvað varðar húsnæðismál og leiksvæði. „En það er vegna ánægju með starfsfólkið og það starf sem það hefur unnið í skólunum og gert mikið úr litlu sem við höfum ekki kvartað eins og tilefni hefur verið til. Í innri hring okkar samfélags hefur ríkt sátt með skólana okkar af þessum sökum.“ Hjörvar bendir á að hann og eiginkona hans séu bændur og sjálfstæðir atvinnurekendur. Heimili og vinna þeirra séu þar af leiðandi samtvinnuð. „Ef það kemur til þess að við verðum að flytja fyrir öryggi og velferð sonar okkar þá erum við ekki bara að missa draum okkar um líf í sveitinni sem við höfum unnið að í tæpan áratug, æskuheimili barnanna okkar, fara úr nærsamfélagi sem er okkur mjög kært frá vinum og vandamönnum, heldur erum við líka atvinnulaus. Allt er þetta vegna illa upplýstra ákvarðana í bland við hroka og lélega forgangsröðun í æðstu þrepum sveitarfélagsins. Það eru engin góð rök fyrir lokun á þessum tímapunkti. Þetta er svolítið eins og að leggja af útikamarinn til að gera þarfir sínar á gólfið á óinnréttuðu nýju baðherberginu. Ég skora á sveitarstjórn að draga þessa ákvörðun til baka.“ Málefni fatlaðs fólks Skagafjörður Grunnskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Hann telur sveitarfélagið hafa brugðist algjörlega þegar kemur að því að veita syni hans nauðsynlega grunnþjónustu og óttast að þurfa að flytja burt til að tryggja velferð hans og öryggi. Hefur ekki getað nýtt leikskólann nema að hálfu leyti Hjörvar og eiginkona hans, Bylgja Finnsdóttir eru bændur í Skagafirði og eiga alls fimm börn. Bernharð Leó, yngsti sonur þeirra, er flogaveikur en um er að ræða afleiðingu af genagalla SLC13A5. „Hann er einn af fjórum einstaklingum greindum á Íslandi og aðeins um 200 í heiminum og er hann því félagi í Einstökum börnum. Hann hefur mjög skerta tjáningu með tali og tjáir sig þar af leiðandi með táknum. En þar sem hann er líka með takmarkaða vöðvaspennu í efri hluta líkamans eru fínhreyfingar hans einnig takmarkaðar og táknsamskipti við hann lærast á löngum tíma,“ segir Hjörvar. Undanfarin þrjú ár hefur Bernharð Leó verið í leikskólanum á Hólum. Að sögn Hjörvars hefur sonur hans hins vegar verið án stuðningsfulltrúa seinustu tvö árin. „Þar fyrir utan hefur mönnun leikskólans verið með þeim hætti að í vor og haust varð að skipta upp barnahópnum og úthluta vistunardögum og tíma á börn vegna manneklu og ekki var hægt að halda úti því starfi sem á að vera samkvæmt námskrá leikskólans. Þetta hefur orðið til þessa að hann hefur ekki nýtt leikskóla nema að hálfu leyti meira og minna þessi tvö ár.“ Efast um breytingar án tilkynningar Þá segir Hjörvar að hann hafi á sínum tíma, ásamt fleirum fengið Greiningarstöð til að koma norður og taka út aðgengismál og annað í leikskólanum. Í kjölfarið hafi verið ráðist í úrbætur á leikskólalóðinni en það hafi tekið sinn tíma. Fyrirhugað er að Bernharð Leó byrji í grunnskóla næsta haust, en hvar það verður er enn óvíst.Aðsend „Við fórum alla leið í réttindagæslumann fatlaðra til að þrýsta á þessar breytingar sem ég leyfi mér að efa að væru enn komnar til framkvæmda ef réttindagæslumaður hefði ekki tilkynnt sveitarfélagið vegna slæms aðgengis. Við sáum fram á að fyrstu fjögur árin yrði hann á Hólum þar sem grunnskólinn er rekinn í sama húsnæði og leikskólinn, umhverfi sem hann þekkir á leikskólanum. Í sama húsi eru líka starfsmenn sem þekkja hann. Við sáum fram á að hægt væri að hafa einhverja skörun við leikskólann þessi fyrstu ár til að auðvelda honum umskiptin. Svo er þetta stutt frá heimili okkar.“ Aðgengismál í ólestri Í færslu sem Hjörvar birti á Facebook á dögunum tekur hann fram að hann hafi átt börn í skólakerfi Skagafjarðar í að verða fjórtán ár – og eigi eftir eftir að hafa börn í skólakerfi næstu tíu ár hið minnsta. „Ég hef nú í tæp þrjú ár átt fatlað barn sem nýtur skólaþjónustu utan póstnúmers 550 og á þessum þremur árum hefur grunnþjónustunni við fatlað barn mitt farið mjög svo hnignandi. Þar er ekki um að kenna starfsfólki skólans heldur þeim aðbúnaði sem þeim er skapaður í formi manneklu og óásættanlegs vinnumhverfis. Það er í raun alveg sama hvar drepið er niður varðandi aðbúnað fyrir fatlað barn, þar hefur sveitarfélagið brugðist í skólaþjónustunni, og þær lagfæringar sem vitað var að þyrfti að framkvæma og í raun lögum samkvæmt s.s aðgengismál hafa verið gerðar eftir á og flestar seint og jafnvel þurft stjórnvaldsaðgerðir gegnum réttindagæslu til að fá þær í gegn. “ Nú blasir svo við að leikskólagöngu Bernharðs Leós lýkur í vor, og grunnskólinn tekur við. Líkt og fram kemur í Facebook-færslu Hjörvars þá hefur starfsstöð Grunnskólans austan Vatna á Hólum nú verið lokað. Að sögn Hjörvars setti fræðslunefnd sveitarfélagsins fram tillögu um að loka starfsstöðinni eftir að það var lagt til í skýrslu sem sveitarfélagið lét gera með greiningu á rekstri sveitarfélagsins. „Þetta er ágæt skýrsla það sem ég hef skoðað af henni en þar er lítið getið til um hvernig sveitarfélagið hefur sólundað hundruðum milljóna í fegrunaraðgerðir og flottræfilsframkvæmdir á Sauðárkróki meðan innviðir annarsstaðar í Skagafirðinum grotna niður. Skólastofnanir á okkar skólasvæði leka vatni, slá út rafmagni í veðrum og greinst hefur mygla í tveim af fjórum byggingum sem skólahald er stundað í austanverðum Skagafirði,“ segir hann. „Þetta er lítil eining með eingöngu 1.-4. bekk kennt í einni deild undir sama þaki og leikskólinn sem hann hefur verið í undanfarin ár og ekki nema í 2km fjarlægð frá heimili okkar sem er okkur mikið öryggisatriði. Þess í stað verður hann færður í starfsstöð á Hofsós um 10x lengra í burtu frá heimilinu og í alveg nýjar aðstæður. Það er ekki bara búið að taka frá okkur það öryggi að hafa hann stutt frá heimilinu þar sem við getum brugðist fljótt við ef eitthvað kemur uppá eða möguleikann á því að hafa skörun við leikskóla, í umhverfi sem hann þekkir þessi fyrstu ár skólagöngunar, þar sem barnið er bæði hreyfihamlað og með þroskaskerðingu. Í staðinn á að færa hann í aðstæður sem eru eins slæmar og hægt er að ímynda sér fyrir barn með hans fötlun ,“ segir Hjörvar jafnframt í færslunni. Hjörvar tekur fram að þetta sé ekki eina dæmið um aðgengismál í ólestri fyrir hreyfihamlaðan einstakling í skólabyggingu Grunnskólans austan Vatna. „Bílaplan skólans er malborið og ekki fært stoðtækum, sama á við um grasi gróið útileiksvæði skólans. Útidyr skólans eru með háum þröskuldum og þungum dyrum með pumpu. Til þessa að komast í matsal skólans þarf hann að fara 120m utandyra yfir í félagsheimilið í algjörri ófæru og svo inn um dyr sem eru ófærar hreyfihömluðum án aðstoðar, þar sem dyrnar opnast fyrir rampinn. Þegar inn er komið er svo enginn rampur upp í matsalinn. Íþróttakennsla sem fer fram í sama húsnæði er svo á þrem hæðum, búningsklefar í kjallara og kennsla fer fram uppá sviði. Á næsta ári ætlar sveitarfélagið að fara í „ákveðnar lagfæringar á aðgengismálum“, þeirra orð. Í framhaldinu ætlar sveitarfélagið að ráðast í byggingu íþróttahúss og að lokum að fara í framkvæmdir innanhúss í skólanum og færa til að mynda mötuneyti inn undir þak skólans. Það er því ljóst að alla skólagöngu sonar míns , ef ekki kemur til flutninga , mun hann vera í umhverfi framkvæmda við ólíðandi aðstæður að mestu leyti. Á þeim tíma sem ljóst hefur verið að bara þetta eina fatlaða barn væri á leið í skólakerfi austanverðs Skagafjarðar hefur sveitarfélagið eytt hundruðum milljóna í samning um sýndaveruleikasafn, endurbætur við sundlaug Sauðárkróks hafa farið langt fram úr kostnaðaráætlun og síðast en ekki síst undirritað samning um að eyða milljörðum af tekjum sínum í að byggja menningarhús á Sauðárkróki. “ Hjörvar segir að hann, og aðrir foreldrar á svæðinu hafi sveitarfélaginu verulegan afslátt af aðstöðu fyrir börnin þeirra, bæði hvað varðar húsnæðismál og leiksvæði.Aðsend „Illa upplýstar ákvarðanir í bland við hroka“ Í samtali við Vísi tekur Hjörvar einnig fram að ekki hafi verið gert ráð fyrir syni hans í skólabíl næsta vetur, þrátt fyrir að síðasta útboð hafi farið fram seinasta haust. „Það er hvorki gert ráð fyrir honum né stuðningsaðila fyrir hann í þeim gögnum. Það má svo því líta á að aðgengi hans að skólanum takmarkist strax við afleggjarann að heimili okkar. Auðvitað er það eitthvað sem má leysa en af hverju er ekkert samtal og samráð ? Af hverju eru allar ráðstafanir gerðar eftir á?“ Hjörvar segir að hann, og aðrir foreldrar á svæðinu hafi veitt sveitarfélaginu verulegan afslátt af aðstöðu fyrir börnin þeirra, bæði hvað varðar húsnæðismál og leiksvæði. „En það er vegna ánægju með starfsfólkið og það starf sem það hefur unnið í skólunum og gert mikið úr litlu sem við höfum ekki kvartað eins og tilefni hefur verið til. Í innri hring okkar samfélags hefur ríkt sátt með skólana okkar af þessum sökum.“ Hjörvar bendir á að hann og eiginkona hans séu bændur og sjálfstæðir atvinnurekendur. Heimili og vinna þeirra séu þar af leiðandi samtvinnuð. „Ef það kemur til þess að við verðum að flytja fyrir öryggi og velferð sonar okkar þá erum við ekki bara að missa draum okkar um líf í sveitinni sem við höfum unnið að í tæpan áratug, æskuheimili barnanna okkar, fara úr nærsamfélagi sem er okkur mjög kært frá vinum og vandamönnum, heldur erum við líka atvinnulaus. Allt er þetta vegna illa upplýstra ákvarðana í bland við hroka og lélega forgangsröðun í æðstu þrepum sveitarfélagsins. Það eru engin góð rök fyrir lokun á þessum tímapunkti. Þetta er svolítið eins og að leggja af útikamarinn til að gera þarfir sínar á gólfið á óinnréttuðu nýju baðherberginu. Ég skora á sveitarstjórn að draga þessa ákvörðun til baka.“
Málefni fatlaðs fólks Skagafjörður Grunnskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira