„Það var helvítis högg að heyra það“ Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2023 22:30 Jón Guðni Fjóluson er að snúa aftur í íslenska boltann. vísir/Sigurjón „Það er allt mjög spennandi í kringum Víking í dag,“ segir Jón Guðni Fjóluson, einn af nýjustu leikmönnum meistara Víkings í fótbolta. Hann er staðráðinn í að þagga niður í efasemdaröddum á næstu leiktíð, eftir langa fjarveru frá fótboltavellinum. Eftir langan feril í atvinnumennsku og átján A-landsleiki hafa síðustu tvö ár verið afar krefjandi fyrir þennan stóra og stæðilega 34 ára miðvörð. Jón Guðni glímdi nefnilega við hnémeiðsli síðustu tvö ár sín hjá Hammarby í Svíþjóð og er enn í endurhæfingu vegna þeirra. En enginn ætti að afskrifa þennan fíleflda varnarmann: „Hef sjálfur engar áhyggjur af þessu“ „Ég á nóg eftir. Auðvitað eru efasemdir eftir svona langan tíma í burtu, sérstaklega á þessum aldri, en mér líður mjög vel í líkamanum og hef sjálfur engar áhyggjur af þessu,“ segir Jón Guðni. En hvernig hafa síðustu tvö ár verið? „Þetta byrjaði á aðgerð [vegna krossbandsslita] sem gekk vel, samkvæmt læknum, en svo kom í ljós sýking í hnénu sem skemmdi svolítið fyrir aðgerðinni. Svo kom í ljós rétt fyrir jól í fyrra að þetta væri ekki að gróa eins og þetta átti að gera, og fékk að vita að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð. Að við þyrftum að byrja allt upp á nýtt. Það var helvítis högg að heyra það,“ viðurkennir Jón Guðni sem horfir nú fram á bjartari tíð. „Eftir seinni aðgerðina er búið að ganga mjög vel. Meðvitað hef ég farið hægar í hlutina og verið aðeins varkárari í endurhæfingunni, og frá því eftir þessa aðgerð hefur ekki verið neitt vesen. Ég er ekki farinn að æfa með liðinu, það er farið að miða við 12 mánuði í endurhæfingu til að hún virki almennilega. Ég er farinn að æfa aðeins sjálfur úti á velli og færist nær því að æfa eitthvað með liðinu. Það er smá eftir en þetta lítur mjög vel út og hefur gengið vel,“ segir Jón Guðni, skiljanlega fullur tilhlökkunar að byrja að spila aftur og það með besta liði landsins. Kári haldið sambandi í langan tíma „Þetta er allt saman mjög spennandi. Ég get ekki líst því hversu skemmtilegt það verður að byrja að spila aftur eftir þessi meiðsli. Það er skemmtilegt bara að rekja boltann úti á velli núna. Að spila leik verður alveg frábært. Mér líður mjög vel með þetta [að vera kominn til Víkings]. Þetta er mjög spennandi, góðir hlutir að gerast hérna og hefur gengið frábærlega, og þeir vilja byggja enn meira ofan á þetta. Það verður gaman að vera partur af því,“ segir Jón Guðni sem lengi hefur verið orðaður við Víkinga. „Þetta var nú klárt fyrir ári síðan samkvæmt einhverjum. En nei, nei, Kári [Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi] er búinn að halda sambandi við mig í dágóðan tíma núna og lýsa yfir áhuga á að fá mig heim, í lengri tíma. Þetta var því á endanum ekki lengi að gerast og búið að vera klárt í svolítinn tíma.“ Klippa: Jón Guðni heim til Íslands Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Eftir langan feril í atvinnumennsku og átján A-landsleiki hafa síðustu tvö ár verið afar krefjandi fyrir þennan stóra og stæðilega 34 ára miðvörð. Jón Guðni glímdi nefnilega við hnémeiðsli síðustu tvö ár sín hjá Hammarby í Svíþjóð og er enn í endurhæfingu vegna þeirra. En enginn ætti að afskrifa þennan fíleflda varnarmann: „Hef sjálfur engar áhyggjur af þessu“ „Ég á nóg eftir. Auðvitað eru efasemdir eftir svona langan tíma í burtu, sérstaklega á þessum aldri, en mér líður mjög vel í líkamanum og hef sjálfur engar áhyggjur af þessu,“ segir Jón Guðni. En hvernig hafa síðustu tvö ár verið? „Þetta byrjaði á aðgerð [vegna krossbandsslita] sem gekk vel, samkvæmt læknum, en svo kom í ljós sýking í hnénu sem skemmdi svolítið fyrir aðgerðinni. Svo kom í ljós rétt fyrir jól í fyrra að þetta væri ekki að gróa eins og þetta átti að gera, og fékk að vita að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð. Að við þyrftum að byrja allt upp á nýtt. Það var helvítis högg að heyra það,“ viðurkennir Jón Guðni sem horfir nú fram á bjartari tíð. „Eftir seinni aðgerðina er búið að ganga mjög vel. Meðvitað hef ég farið hægar í hlutina og verið aðeins varkárari í endurhæfingunni, og frá því eftir þessa aðgerð hefur ekki verið neitt vesen. Ég er ekki farinn að æfa með liðinu, það er farið að miða við 12 mánuði í endurhæfingu til að hún virki almennilega. Ég er farinn að æfa aðeins sjálfur úti á velli og færist nær því að æfa eitthvað með liðinu. Það er smá eftir en þetta lítur mjög vel út og hefur gengið vel,“ segir Jón Guðni, skiljanlega fullur tilhlökkunar að byrja að spila aftur og það með besta liði landsins. Kári haldið sambandi í langan tíma „Þetta er allt saman mjög spennandi. Ég get ekki líst því hversu skemmtilegt það verður að byrja að spila aftur eftir þessi meiðsli. Það er skemmtilegt bara að rekja boltann úti á velli núna. Að spila leik verður alveg frábært. Mér líður mjög vel með þetta [að vera kominn til Víkings]. Þetta er mjög spennandi, góðir hlutir að gerast hérna og hefur gengið frábærlega, og þeir vilja byggja enn meira ofan á þetta. Það verður gaman að vera partur af því,“ segir Jón Guðni sem lengi hefur verið orðaður við Víkinga. „Þetta var nú klárt fyrir ári síðan samkvæmt einhverjum. En nei, nei, Kári [Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi] er búinn að halda sambandi við mig í dágóðan tíma núna og lýsa yfir áhuga á að fá mig heim, í lengri tíma. Þetta var því á endanum ekki lengi að gerast og búið að vera klárt í svolítinn tíma.“ Klippa: Jón Guðni heim til Íslands
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33