„Það er ákveðinn tvískinnungur í afstöðu allra“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2023 19:21 Stefáni Eiríkssyni, útvarpsstjóra, voru í dag afhentar rúmlega 9000 undirskriftir fólks sem krefst þess að Ísland taki ekki þátt í Eurovision vegna þátttöku Ísrael. Vísir Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision vegna þátttöku Ísraels. Útvarpsstjóri segir ekki hlutverk RÚV að taka pólitíska afstöðu. Síðdegis komu nokkrir tugir manna saman fyrir utan skrifstofur RÚV í Efstaleiti til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision og afhenda útvarpsstjóra undirskriftalista þar sem farið er fram á að Ísland dragi sig úr keppni fái Ísrael að taka þátt. „Það er alveg fáránlegt að ætla sér að fara í glimmerstuð, dans- og söngpartý með ríki sem er að ástunda jafn hræðilega framgöngu á Gasa og Ísraelsríki er að gera,“ sagði Steinunn Rögnvaldsdóttir einn mótmælenda. Elín Inga Bragadóttir tók undir þetta og bætti við: „Manni blöskrar ástandið og það er erfitt að sitja aðgerðalaus hjá þegar hlutirnir eru eins og þeir eru. Þess vegna er ég hér í dag.“ „Þessi mótmæli hér skipta gífurlegu máli. Hvert lítið skref sem við getum tekið til að mótmæla þessum hryllingi sem er að gerast á Gasa er þess virði að mæta og gera sitt litla gagn. Það skiptir máli að taka afstöðu hvar sem er hvenær sem er. Við höfum séð í íþróttum að það skiptir ekki bara máli að afstaða sé tekin á stjórnmálasviðinu, það er líka almenningur,“ segir Kristín Hildur Sætran. Ekki RÚV að taka utanríkispólitíska afstöðu Stuðningsmenn Palestínumanna hér á landi hafa vísað til þess að Finnar hafi tekið af skarið eftir innrás Rússa í Úkraínu og hótað að taka ekki þátt. Fjöldi landa, þar á meðal ÍSland, fylgdi í fótspor Finna og Russlandi var vísað úr keppni. „Ísland hefur ekki sett einhver skilyrði fyrir sinni þátttöku. Þó að við höfum lýst okkar skoðun, eins og Finnar, á þátttöku Rússa í keppninni á síðasta ári. Það hefur hins vegar engin þjóð komið fram innan EBU og krafist þess að Ísrael taki ekki þátt í keppninni núna, en við fylgjumst áfram náið með þróun mála,“ segir Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri. Er þá ekki tilvalið að Ísland taki af skarið? „Það er auðvitað ekki hlutverk Ríkisútvarpsins að taka utanríkispólitíska afstöðu til slíkra mála. Það er bara á vettvangi Alþingis og stjórnvalda sem ákvarðanir af þessum toga eru teknar.“ Hann segir að ef Alþingi kæmist að þeirri niðurstöðu að sniðganga keppnina yrði því fylgt. „Ríkisútvarpið fer að sjálfsögðu eftir lögum og stefnu stjórnvalda í utanríkismálum eins og á við þátttöku Rússa, sem var vikið úr EBU og hefur verið vikið úr öðrum alþjóðlegum samtökum og íþróttakeppnum. Staðan er sú að það á ekki við Ísrael enn sem komið er.“ Betra ef allir hefðu jafn skýra sýn og Bragi Páll Færsla sem rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðarson birti á Facebook á dögunum fór á mikið flug. Færsluna birti hann eftir að Stefán sagði að ekki yrði farið fram á að Ísrael yrði vikið úr Eurovision. Í færslunni birti Bragi Páll skjáskot af frétt um það annars vegar og frétt hins vegar um afstöðu RÚV til þátttöku Rússa, þar sem haft er eftir Stefáni að óásættanlegt sé að Rússar taki þátt í keppninni. Við færsluna skrifar Bragi „Ef tvöfalt siðferði hefði andlit.“ Hvernig bregstu við þessum ummælum um þig? „Á engan hátt, þetta er bara staðan eins og hún blasir við. Það er ákveðinn tvískinnungur í afstöðu allra til þessara mála. Það væri miklu betra ef fólk hefði jafn skýra sýn á þessa hluti og Bragi Páll.“ Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. 18. desember 2023 12:00 RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40 Vildu ekki greiða atkvæði um Eurovision þátttöku Íslands Stjórnarmeðlimur RÚV kveðst hafa lagt fram tillögu að ályktun vegna Eurovision þess efnis að Ísland taki ekki þátt í keppninni taki Ísrael þátt, á fundi stjórnarinnar. Hann segir fundinn hafa hafnað því að taka tillöguna til atkvæða. Varaformaður stjórnar RÚV segir trúnað ríkja á fundum stjórnarinnar. 13. desember 2023 20:18 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Síðdegis komu nokkrir tugir manna saman fyrir utan skrifstofur RÚV í Efstaleiti til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision og afhenda útvarpsstjóra undirskriftalista þar sem farið er fram á að Ísland dragi sig úr keppni fái Ísrael að taka þátt. „Það er alveg fáránlegt að ætla sér að fara í glimmerstuð, dans- og söngpartý með ríki sem er að ástunda jafn hræðilega framgöngu á Gasa og Ísraelsríki er að gera,“ sagði Steinunn Rögnvaldsdóttir einn mótmælenda. Elín Inga Bragadóttir tók undir þetta og bætti við: „Manni blöskrar ástandið og það er erfitt að sitja aðgerðalaus hjá þegar hlutirnir eru eins og þeir eru. Þess vegna er ég hér í dag.“ „Þessi mótmæli hér skipta gífurlegu máli. Hvert lítið skref sem við getum tekið til að mótmæla þessum hryllingi sem er að gerast á Gasa er þess virði að mæta og gera sitt litla gagn. Það skiptir máli að taka afstöðu hvar sem er hvenær sem er. Við höfum séð í íþróttum að það skiptir ekki bara máli að afstaða sé tekin á stjórnmálasviðinu, það er líka almenningur,“ segir Kristín Hildur Sætran. Ekki RÚV að taka utanríkispólitíska afstöðu Stuðningsmenn Palestínumanna hér á landi hafa vísað til þess að Finnar hafi tekið af skarið eftir innrás Rússa í Úkraínu og hótað að taka ekki þátt. Fjöldi landa, þar á meðal ÍSland, fylgdi í fótspor Finna og Russlandi var vísað úr keppni. „Ísland hefur ekki sett einhver skilyrði fyrir sinni þátttöku. Þó að við höfum lýst okkar skoðun, eins og Finnar, á þátttöku Rússa í keppninni á síðasta ári. Það hefur hins vegar engin þjóð komið fram innan EBU og krafist þess að Ísrael taki ekki þátt í keppninni núna, en við fylgjumst áfram náið með þróun mála,“ segir Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri. Er þá ekki tilvalið að Ísland taki af skarið? „Það er auðvitað ekki hlutverk Ríkisútvarpsins að taka utanríkispólitíska afstöðu til slíkra mála. Það er bara á vettvangi Alþingis og stjórnvalda sem ákvarðanir af þessum toga eru teknar.“ Hann segir að ef Alþingi kæmist að þeirri niðurstöðu að sniðganga keppnina yrði því fylgt. „Ríkisútvarpið fer að sjálfsögðu eftir lögum og stefnu stjórnvalda í utanríkismálum eins og á við þátttöku Rússa, sem var vikið úr EBU og hefur verið vikið úr öðrum alþjóðlegum samtökum og íþróttakeppnum. Staðan er sú að það á ekki við Ísrael enn sem komið er.“ Betra ef allir hefðu jafn skýra sýn og Bragi Páll Færsla sem rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðarson birti á Facebook á dögunum fór á mikið flug. Færsluna birti hann eftir að Stefán sagði að ekki yrði farið fram á að Ísrael yrði vikið úr Eurovision. Í færslunni birti Bragi Páll skjáskot af frétt um það annars vegar og frétt hins vegar um afstöðu RÚV til þátttöku Rússa, þar sem haft er eftir Stefáni að óásættanlegt sé að Rússar taki þátt í keppninni. Við færsluna skrifar Bragi „Ef tvöfalt siðferði hefði andlit.“ Hvernig bregstu við þessum ummælum um þig? „Á engan hátt, þetta er bara staðan eins og hún blasir við. Það er ákveðinn tvískinnungur í afstöðu allra til þessara mála. Það væri miklu betra ef fólk hefði jafn skýra sýn á þessa hluti og Bragi Páll.“
Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. 18. desember 2023 12:00 RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40 Vildu ekki greiða atkvæði um Eurovision þátttöku Íslands Stjórnarmeðlimur RÚV kveðst hafa lagt fram tillögu að ályktun vegna Eurovision þess efnis að Ísland taki ekki þátt í keppninni taki Ísrael þátt, á fundi stjórnarinnar. Hann segir fundinn hafa hafnað því að taka tillöguna til atkvæða. Varaformaður stjórnar RÚV segir trúnað ríkja á fundum stjórnarinnar. 13. desember 2023 20:18 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. 18. desember 2023 12:00
RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40
Vildu ekki greiða atkvæði um Eurovision þátttöku Íslands Stjórnarmeðlimur RÚV kveðst hafa lagt fram tillögu að ályktun vegna Eurovision þess efnis að Ísland taki ekki þátt í keppninni taki Ísrael þátt, á fundi stjórnarinnar. Hann segir fundinn hafa hafnað því að taka tillöguna til atkvæða. Varaformaður stjórnar RÚV segir trúnað ríkja á fundum stjórnarinnar. 13. desember 2023 20:18