Dortmund og Leipzig töpuðu stigum í toppbaráttunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. desember 2023 21:35 Dortmund er án sigurs í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fjórum leikjum í röð. Leon Kuegeler/Getty Images Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Dortmund og Leipzig, sem bæði berjast í kringum toppinn í deildinni, þurftu bæði að sætta sig við 1-1 jafntefli í sínum leikjum. Julian Brandt kom Dortmund yfir eftir hálftíma leik er liðið tók á móti fallbaráttuliði Mainz í kvöld áður en Sepp van den Berg jafnaði metin fyrir gestina stuttu fyrir hálfleik og þar við sat. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og Dortmund hefur nú tapað stigum í seinustu fjórum deildarleikjum. Liðið situr í fimmta sæti deildarinnar með 26 stig eftir 16 leiki, 15 stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen sem á leik til góða. Mainz situr hins vegar í 15. sæti með tíu stig og aðeins markatalan heldur liðinu fyrir ofan fallsvæðið. 90' Kein Sieger in Dortmund. #BVBM05 1:1 pic.twitter.com/MFunppukkH— Borussia Dortmund (@BVB) December 19, 2023 Þá gerði RB Leipzig einnig 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Werder Bremen. Lois Openda kom Leipzig yfir með marki í upphafi síðari hálfleiks áður en Justin Njinmah jafnaði metin fyrir Werder Bremen þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Leipzig situr í þriðja sæti deildarinnar með 33 stig eftir 16 leiki, en Werder Bremen situr í 13. sæti með 16 stig. Að lokum gerðu Hoffenheim og Darmstadt 3-3 jafntefli í fjörugum leik þar sem Andrej Kramaric kom Hoffenheim yfir með marki úr vítaspyrnu á 14. mínútu. Luca Pfeiffer jafnaði hins vegar metin fyrir Darmstadt á 23. mínútu áður en Ihlas Bebou sá til þess að heimamenn í Hoffenheim fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikshléið. Tim Skarke jafnaði metin á nýjan leik fyrir gestina snemma í síðari hálfleik áður en Bebou kom Hoffenheim yfir í þriðja sinn í leiknum þegar enn voru 25 mínútur til leiksloka. Skarke var hins vegar aftur á ferðinni á 85. mínútu þegar hann jafnaði metin í þriðja sinn og lokatölur urðu því 3-3. Hoffenheim situr í sjötta sæti deildarinnar með 24 stig, en Darmstadt situr á botni deildarinnar með tíu stig. Þýski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjá meira
Julian Brandt kom Dortmund yfir eftir hálftíma leik er liðið tók á móti fallbaráttuliði Mainz í kvöld áður en Sepp van den Berg jafnaði metin fyrir gestina stuttu fyrir hálfleik og þar við sat. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og Dortmund hefur nú tapað stigum í seinustu fjórum deildarleikjum. Liðið situr í fimmta sæti deildarinnar með 26 stig eftir 16 leiki, 15 stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen sem á leik til góða. Mainz situr hins vegar í 15. sæti með tíu stig og aðeins markatalan heldur liðinu fyrir ofan fallsvæðið. 90' Kein Sieger in Dortmund. #BVBM05 1:1 pic.twitter.com/MFunppukkH— Borussia Dortmund (@BVB) December 19, 2023 Þá gerði RB Leipzig einnig 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Werder Bremen. Lois Openda kom Leipzig yfir með marki í upphafi síðari hálfleiks áður en Justin Njinmah jafnaði metin fyrir Werder Bremen þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Leipzig situr í þriðja sæti deildarinnar með 33 stig eftir 16 leiki, en Werder Bremen situr í 13. sæti með 16 stig. Að lokum gerðu Hoffenheim og Darmstadt 3-3 jafntefli í fjörugum leik þar sem Andrej Kramaric kom Hoffenheim yfir með marki úr vítaspyrnu á 14. mínútu. Luca Pfeiffer jafnaði hins vegar metin fyrir Darmstadt á 23. mínútu áður en Ihlas Bebou sá til þess að heimamenn í Hoffenheim fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikshléið. Tim Skarke jafnaði metin á nýjan leik fyrir gestina snemma í síðari hálfleik áður en Bebou kom Hoffenheim yfir í þriðja sinn í leiknum þegar enn voru 25 mínútur til leiksloka. Skarke var hins vegar aftur á ferðinni á 85. mínútu þegar hann jafnaði metin í þriðja sinn og lokatölur urðu því 3-3. Hoffenheim situr í sjötta sæti deildarinnar með 24 stig, en Darmstadt situr á botni deildarinnar með tíu stig.
Þýski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjá meira