Skaðaminnkandi lyfjameðferð við ópíóíðafíkn Ásdís M. Finnbogadóttir skrifar 20. desember 2023 07:30 Hér á landi eru morfínlyf notuð sem vímuefni hjá sumu fólki með fíknsjúkdóm. Það er reyndar líka tilfellið í öðrum löndum. Neysla morfínlyfja til að komast í vímu er sams konar og á heróíni. Neysla þessara ópíóíða er hættuleg, því notaðir eru háir skammtar og efnin gjarnan reykt eða þeim sprautað í æð. Afleiðingar eru ofskammtar, sýkingar og dauði. Til er lífsbjargandi lyfjameðferð við alvarlegri ópíóíðafíkn sem undirrituð sinnir hjá SÁÁ ásamt fleiri hjúkrunarfræðingum. Lyfin sem eru notuð, búprenorfín og metadón, eru gagnreynd, ráðlögð lyf sem sannanlega draga úr alvarlegum aukaverkunum, skaða og dauða. Þessi lyfjameðferð er veitt sem hluti af meðferð til bata frá neyslu sem er langtímaverkefni, en einnig sem skaðaminnkun fyrir fólk sem er enn í virkri vímuefnaneyslu. Í dag eru um 300 einstaklingar í lyfjameðferð vegna ópíóíðafíknar hjá SÁÁ, um 40 þeirra eru jafnframt í mikilli vímuefnaneyslu og miklu fleiri í einhverri samhliða neyslu á tímabilum. Langflestir óska sér að komast út úr neyslu en það getur verið langhlaup sem tekur tíma og meðferð með fagfólki. Á meðan geta þessi ráðlögðu lyf bjargað lífi og minnkað skaða. Margir skjólstæðinga okkar eiga erfitt með að standast þá freistingu að geta fengið ókeypis „vímuefni“ frá lækni í skömmtun. Allnokkur umræða hefur verið um ávísanir slíkra morfínlyfja. Lyfjaávísanir á morfínlyfjum til að sprauta í æð eða reykja er skaðleg. Hún eykur skaða en er ekki skaðaminnkandi. SÁÁ sinnir stórum hópi fólks með alvarlega ópíóíðafikn alla daga, fyrst og fremst í göngudeild, þar sem við afhendum lyf (búprenorfín og metadón) eða gefum mánaðar forðasprautur undir húð. Lyfjameðferðin sem við veitum er ráðlögð og gagnreynd. Hún er skaðaminnkandi. SÁÁ hefur til þessa getað svarað eftirspurn og aukið hana ár hvert, en þessa meðferð þarf að tryggja af yfirvöldum. Sá hópur sem stendur félagslega verst þarf skaðaminnkun eins og þessa gagnreyndu lyfjameðferð, í nærumhverfi. Samstarf félagsþjónustu, SÁÁ, Landspítala og fleiri myndi leysa það ef vilji er til faglegra umbóta. Skaðaminnkun er svo sannarlega hluti af meðferð við fíknsjúkdómi sem við sinnum alla daga. Höfundur er hjúkrunarfræðingur hjá SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn SÁÁ Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Hér á landi eru morfínlyf notuð sem vímuefni hjá sumu fólki með fíknsjúkdóm. Það er reyndar líka tilfellið í öðrum löndum. Neysla morfínlyfja til að komast í vímu er sams konar og á heróíni. Neysla þessara ópíóíða er hættuleg, því notaðir eru háir skammtar og efnin gjarnan reykt eða þeim sprautað í æð. Afleiðingar eru ofskammtar, sýkingar og dauði. Til er lífsbjargandi lyfjameðferð við alvarlegri ópíóíðafíkn sem undirrituð sinnir hjá SÁÁ ásamt fleiri hjúkrunarfræðingum. Lyfin sem eru notuð, búprenorfín og metadón, eru gagnreynd, ráðlögð lyf sem sannanlega draga úr alvarlegum aukaverkunum, skaða og dauða. Þessi lyfjameðferð er veitt sem hluti af meðferð til bata frá neyslu sem er langtímaverkefni, en einnig sem skaðaminnkun fyrir fólk sem er enn í virkri vímuefnaneyslu. Í dag eru um 300 einstaklingar í lyfjameðferð vegna ópíóíðafíknar hjá SÁÁ, um 40 þeirra eru jafnframt í mikilli vímuefnaneyslu og miklu fleiri í einhverri samhliða neyslu á tímabilum. Langflestir óska sér að komast út úr neyslu en það getur verið langhlaup sem tekur tíma og meðferð með fagfólki. Á meðan geta þessi ráðlögðu lyf bjargað lífi og minnkað skaða. Margir skjólstæðinga okkar eiga erfitt með að standast þá freistingu að geta fengið ókeypis „vímuefni“ frá lækni í skömmtun. Allnokkur umræða hefur verið um ávísanir slíkra morfínlyfja. Lyfjaávísanir á morfínlyfjum til að sprauta í æð eða reykja er skaðleg. Hún eykur skaða en er ekki skaðaminnkandi. SÁÁ sinnir stórum hópi fólks með alvarlega ópíóíðafikn alla daga, fyrst og fremst í göngudeild, þar sem við afhendum lyf (búprenorfín og metadón) eða gefum mánaðar forðasprautur undir húð. Lyfjameðferðin sem við veitum er ráðlögð og gagnreynd. Hún er skaðaminnkandi. SÁÁ hefur til þessa getað svarað eftirspurn og aukið hana ár hvert, en þessa meðferð þarf að tryggja af yfirvöldum. Sá hópur sem stendur félagslega verst þarf skaðaminnkun eins og þessa gagnreyndu lyfjameðferð, í nærumhverfi. Samstarf félagsþjónustu, SÁÁ, Landspítala og fleiri myndi leysa það ef vilji er til faglegra umbóta. Skaðaminnkun er svo sannarlega hluti af meðferð við fíknsjúkdómi sem við sinnum alla daga. Höfundur er hjúkrunarfræðingur hjá SÁÁ.
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun