Veðsetja alla hluti sína í VÍS og Kaldalóni Árni Sæberg skrifar 20. desember 2023 16:10 Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar fjárfestingafélags. Fjárfestingafélagið Skel hefur veðsett alla hluti sína í félögunum VÍS og Kaldalóni, helstu skráðu félögunum í eignasafni Skeljar. Forstjórinn segir um hefðbundna fjármögnun að ræða. Margir ráku upp stór augu í dag þegar Kauphöll bárust tilkynningar frá VÍS og Kaldalóni um veðsetningu félags sem er nákomið stjórnarmanni í félögunum. Þar var á ferð Skel fjárfestingarfélag en forstjóri þess, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, er stjórnarmaður í báðum félögum. VÍS tilkynnti um veðsetningu á 156.956.533 hlutum í félaginu til tryggingar lánasamningum. Það er allur 8,2 prósent hlutur Skeljar í VÍS, sem er metinn á um 2,5 milljarða króna. Kaldalón tilkynnti um veðsetningu 100.676.401 hlutar til tryggingar lánasamningum, til viðbótar við fyrri veðsetningar sem tilkynnt var um 23. september í fyrra. Það er samanlagt allur 15,4 prósent hlutur Skeljar í Kaldalóni, sem er um 2,8 milljarða króna virði. Í samtali við Vísi segir Ásgeir Helgi um lögbundna tilkynningu um hefðbundna fjármögnun félagsins. Eftir gildistöku evrópureglugerðar um markaðssvik, sem ævinlega er kölluð MAR, sé skylt að tilkynna um veðsetningu hluta á sama hátt og um kaup og sölu hluta. Skel noti skráðu bréfin sem veð gegn skuldbindingum félagsins við lánardrottna sína þar sem það sé hagkvæmast. Það sé gert á einu bretti einu sinni á ári og því komi tilkynningar nú um veðsetningu allra skráðra bréfa félagsins. Skel fjárfestingafélag Kauphöllin VÍS Kaldalón Tengdar fréttir Heimkaup safnar 1,5 milljarði í hlutafé til að opna nýjar verslanir Stjórnendur Heimkaupa vinna nú að gerð kynningarefnis til að safna allt að 1,5 milljörðum króna í hlutafjáraukningu til að fjármagna opnun nýrra matvöruverslana. „Við ætlum að koma með látum inn á markaðinn,“ segir forstjóri Heimkaupa, í samtali við Innherja. Allt hlutafé í Brauð & co. var metið á tæplega milljarð króna þegar Heimkaup keypti hlut Skeljar fjárfestingarfélags í bakaríinu í sumar í skiptum fyrir eigin bréf. 13. nóvember 2023 15:18 Skel kaupir tugi íbúða fyrir fleiri milljarða Fjárfestingafélagið SKEL hf. hefur fest kaup á 55 íbúðum við Stefnisvog 2 í Reykjavík fyrir rétt tæpa fimm milljarða króna. Samhliða kaupunum gerði félagið samning um kauprétt að 35 íbúðum við Stefnisvog 12. Fjárfestingafélagið stefnir að því að setja íbúðirnar í útleigu. 22. september 2023 18:00 Ásmundur Tryggvason ráðinn forstjóri Styrkáss Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn forstjóri Styrkáss, nýs þjónustufyrirtækis sem samanstendur af Skeljungi og Kletti. Skrá á félagið í Kauphöll á Íslandi fyrir árslok 2027 og mun Ásmundur leiða þá vinnu. 4. október 2023 13:02 SKEL ætlar að „þyngja vægi“ skráðra félaga og fasteigna í eignasafninu Fjárfestingafélagið SKEL, sem hagnaðist um rúmlega tvo milljarða á fyrri árshelmingi miðað við nærri fimm milljarða á síðasta ári, ætlar á næstu misserum að auka vægi sitt í skráðum eignum og fasteignum. Forstjóri SKEL segir að félagið muni nýta að „stórum hluta“ þá fjármuni sem fengust við sölu á eftirstandandi hlut í Orkufélaginu í Færeyjum í fjárfestingar í Norður-Evrópu. 17. ágúst 2023 09:24 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Margir ráku upp stór augu í dag þegar Kauphöll bárust tilkynningar frá VÍS og Kaldalóni um veðsetningu félags sem er nákomið stjórnarmanni í félögunum. Þar var á ferð Skel fjárfestingarfélag en forstjóri þess, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, er stjórnarmaður í báðum félögum. VÍS tilkynnti um veðsetningu á 156.956.533 hlutum í félaginu til tryggingar lánasamningum. Það er allur 8,2 prósent hlutur Skeljar í VÍS, sem er metinn á um 2,5 milljarða króna. Kaldalón tilkynnti um veðsetningu 100.676.401 hlutar til tryggingar lánasamningum, til viðbótar við fyrri veðsetningar sem tilkynnt var um 23. september í fyrra. Það er samanlagt allur 15,4 prósent hlutur Skeljar í Kaldalóni, sem er um 2,8 milljarða króna virði. Í samtali við Vísi segir Ásgeir Helgi um lögbundna tilkynningu um hefðbundna fjármögnun félagsins. Eftir gildistöku evrópureglugerðar um markaðssvik, sem ævinlega er kölluð MAR, sé skylt að tilkynna um veðsetningu hluta á sama hátt og um kaup og sölu hluta. Skel noti skráðu bréfin sem veð gegn skuldbindingum félagsins við lánardrottna sína þar sem það sé hagkvæmast. Það sé gert á einu bretti einu sinni á ári og því komi tilkynningar nú um veðsetningu allra skráðra bréfa félagsins.
Skel fjárfestingafélag Kauphöllin VÍS Kaldalón Tengdar fréttir Heimkaup safnar 1,5 milljarði í hlutafé til að opna nýjar verslanir Stjórnendur Heimkaupa vinna nú að gerð kynningarefnis til að safna allt að 1,5 milljörðum króna í hlutafjáraukningu til að fjármagna opnun nýrra matvöruverslana. „Við ætlum að koma með látum inn á markaðinn,“ segir forstjóri Heimkaupa, í samtali við Innherja. Allt hlutafé í Brauð & co. var metið á tæplega milljarð króna þegar Heimkaup keypti hlut Skeljar fjárfestingarfélags í bakaríinu í sumar í skiptum fyrir eigin bréf. 13. nóvember 2023 15:18 Skel kaupir tugi íbúða fyrir fleiri milljarða Fjárfestingafélagið SKEL hf. hefur fest kaup á 55 íbúðum við Stefnisvog 2 í Reykjavík fyrir rétt tæpa fimm milljarða króna. Samhliða kaupunum gerði félagið samning um kauprétt að 35 íbúðum við Stefnisvog 12. Fjárfestingafélagið stefnir að því að setja íbúðirnar í útleigu. 22. september 2023 18:00 Ásmundur Tryggvason ráðinn forstjóri Styrkáss Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn forstjóri Styrkáss, nýs þjónustufyrirtækis sem samanstendur af Skeljungi og Kletti. Skrá á félagið í Kauphöll á Íslandi fyrir árslok 2027 og mun Ásmundur leiða þá vinnu. 4. október 2023 13:02 SKEL ætlar að „þyngja vægi“ skráðra félaga og fasteigna í eignasafninu Fjárfestingafélagið SKEL, sem hagnaðist um rúmlega tvo milljarða á fyrri árshelmingi miðað við nærri fimm milljarða á síðasta ári, ætlar á næstu misserum að auka vægi sitt í skráðum eignum og fasteignum. Forstjóri SKEL segir að félagið muni nýta að „stórum hluta“ þá fjármuni sem fengust við sölu á eftirstandandi hlut í Orkufélaginu í Færeyjum í fjárfestingar í Norður-Evrópu. 17. ágúst 2023 09:24 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Heimkaup safnar 1,5 milljarði í hlutafé til að opna nýjar verslanir Stjórnendur Heimkaupa vinna nú að gerð kynningarefnis til að safna allt að 1,5 milljörðum króna í hlutafjáraukningu til að fjármagna opnun nýrra matvöruverslana. „Við ætlum að koma með látum inn á markaðinn,“ segir forstjóri Heimkaupa, í samtali við Innherja. Allt hlutafé í Brauð & co. var metið á tæplega milljarð króna þegar Heimkaup keypti hlut Skeljar fjárfestingarfélags í bakaríinu í sumar í skiptum fyrir eigin bréf. 13. nóvember 2023 15:18
Skel kaupir tugi íbúða fyrir fleiri milljarða Fjárfestingafélagið SKEL hf. hefur fest kaup á 55 íbúðum við Stefnisvog 2 í Reykjavík fyrir rétt tæpa fimm milljarða króna. Samhliða kaupunum gerði félagið samning um kauprétt að 35 íbúðum við Stefnisvog 12. Fjárfestingafélagið stefnir að því að setja íbúðirnar í útleigu. 22. september 2023 18:00
Ásmundur Tryggvason ráðinn forstjóri Styrkáss Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn forstjóri Styrkáss, nýs þjónustufyrirtækis sem samanstendur af Skeljungi og Kletti. Skrá á félagið í Kauphöll á Íslandi fyrir árslok 2027 og mun Ásmundur leiða þá vinnu. 4. október 2023 13:02
SKEL ætlar að „þyngja vægi“ skráðra félaga og fasteigna í eignasafninu Fjárfestingafélagið SKEL, sem hagnaðist um rúmlega tvo milljarða á fyrri árshelmingi miðað við nærri fimm milljarða á síðasta ári, ætlar á næstu misserum að auka vægi sitt í skráðum eignum og fasteignum. Forstjóri SKEL segir að félagið muni nýta að „stórum hluta“ þá fjármuni sem fengust við sölu á eftirstandandi hlut í Orkufélaginu í Færeyjum í fjárfestingar í Norður-Evrópu. 17. ágúst 2023 09:24