Ljósið í myrkrinu Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 20. desember 2023 20:01 Desembermánuður er annasamur hjá mörgum og auðvelt er að hlaða á sig alls kyns verkefnum. Flest hver gerum við skuldbindingar um ólíka hluti og svo getur það líka verið streituvaldur að stússast í gjafainnkaupum. Hvenær fórstu síðast í freyðibað og gleymdir stað og stund? Hvenær gafstu þér síðast þá gjöf að fara í göngu og fylgjast með ljósadýrðinni allt um kring? Hvenær lastu síðast bók eða hlustaðir á hlaðvarp? Hvað er langt síðan þú hefur sungið Föndrað? Klappað dýrum? Hversu oft spjallar þú við nágranna þína? Gefurðu þér stöku sinnum tíma til að skreppa í sund og láta líða úr vöðvabólgunni? Það getur verið ákveðin kúnst að draga úr álagi, leyfa sér að slaka meira á og líða sem best í líkama og sál. Einnig er það nokkurskonar list að geta notið þess að vera í núinu. Hugsanir um fortíðina og framtíðina geta nefnilega auðveldlega tekið yfir. Hægt er að leita í ólík verkfæri til þess að vinna að því að geta notið líðandi stundar og finna fyrir aukinni vellíðan. Fyrir það fyrsta getur þú spurt sjálfan þig að því hvað þér finnst gaman að gera, hver eru þín áhugasvið? Getur verið að þú viljir breyta til og prófa þig áfram með nýtt áhugamál? Mikilvægt er að minna sig á að það er leyfilegt að fækka streituvöldum og velja það að taka ekki þátt í öllu jólaamstrinu, líkt og hefð er fyrir víða. Það er líka leyfilegt að velja með hverjum maður ver tíma sínum og orku og það er sömuleiðis leyfilegt að nýta þennan tíma til að hlaða batteríin og hlúa að sjálfum sér. Þegar við hlúum að okkur sjálfum þá höfum við líka meira til að gefa samferðamönnum okkar. Jafnvel þótt þú hafir ekki hugarró um þessar mundir þá er alltaf hægt að leitast eftir því að líða aðeins betur með því að sinna áhugamáli eða til dæmis taka þátt í sjálfboðaliðastarfi. Það getur gert manni gott að gera smávegis góðverk. Rannsóknir hafa sýnt fram á að gæludýr geta stuðlað að betri líðan. Í upphafi ársins eignaðist ég kött sem veitt hefur mér ómælda gleði og góðan félagsskap. Ekki hafa allir fjölskyldu til að verja tíma með og sumir eiga fáa sem enga vini. Getur verið að helsta gjöfin í ár sé að veita einstaklingi sem þú veist að býr við slíkar aðstæður samverustund yfir hátíðirnar? Sjálf bjóðum við fjölskyldan alltaf vini sem er einstæðingur í mat um jólin. Hvernig getur þú verið ljósið í myrkrinu og með hvaða hætti getur þú hlúð að þér og þínum um þessar mundir? Hægt er að hafa samband við Hjálparsíma Rauða Krossins í síma 1717 vegna vanlíðan og einmanaleika. Það er alltaf velkomið að hafa samband! Höfundur er nemi í spænsku við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Desembermánuður er annasamur hjá mörgum og auðvelt er að hlaða á sig alls kyns verkefnum. Flest hver gerum við skuldbindingar um ólíka hluti og svo getur það líka verið streituvaldur að stússast í gjafainnkaupum. Hvenær fórstu síðast í freyðibað og gleymdir stað og stund? Hvenær gafstu þér síðast þá gjöf að fara í göngu og fylgjast með ljósadýrðinni allt um kring? Hvenær lastu síðast bók eða hlustaðir á hlaðvarp? Hvað er langt síðan þú hefur sungið Föndrað? Klappað dýrum? Hversu oft spjallar þú við nágranna þína? Gefurðu þér stöku sinnum tíma til að skreppa í sund og láta líða úr vöðvabólgunni? Það getur verið ákveðin kúnst að draga úr álagi, leyfa sér að slaka meira á og líða sem best í líkama og sál. Einnig er það nokkurskonar list að geta notið þess að vera í núinu. Hugsanir um fortíðina og framtíðina geta nefnilega auðveldlega tekið yfir. Hægt er að leita í ólík verkfæri til þess að vinna að því að geta notið líðandi stundar og finna fyrir aukinni vellíðan. Fyrir það fyrsta getur þú spurt sjálfan þig að því hvað þér finnst gaman að gera, hver eru þín áhugasvið? Getur verið að þú viljir breyta til og prófa þig áfram með nýtt áhugamál? Mikilvægt er að minna sig á að það er leyfilegt að fækka streituvöldum og velja það að taka ekki þátt í öllu jólaamstrinu, líkt og hefð er fyrir víða. Það er líka leyfilegt að velja með hverjum maður ver tíma sínum og orku og það er sömuleiðis leyfilegt að nýta þennan tíma til að hlaða batteríin og hlúa að sjálfum sér. Þegar við hlúum að okkur sjálfum þá höfum við líka meira til að gefa samferðamönnum okkar. Jafnvel þótt þú hafir ekki hugarró um þessar mundir þá er alltaf hægt að leitast eftir því að líða aðeins betur með því að sinna áhugamáli eða til dæmis taka þátt í sjálfboðaliðastarfi. Það getur gert manni gott að gera smávegis góðverk. Rannsóknir hafa sýnt fram á að gæludýr geta stuðlað að betri líðan. Í upphafi ársins eignaðist ég kött sem veitt hefur mér ómælda gleði og góðan félagsskap. Ekki hafa allir fjölskyldu til að verja tíma með og sumir eiga fáa sem enga vini. Getur verið að helsta gjöfin í ár sé að veita einstaklingi sem þú veist að býr við slíkar aðstæður samverustund yfir hátíðirnar? Sjálf bjóðum við fjölskyldan alltaf vini sem er einstæðingur í mat um jólin. Hvernig getur þú verið ljósið í myrkrinu og með hvaða hætti getur þú hlúð að þér og þínum um þessar mundir? Hægt er að hafa samband við Hjálparsíma Rauða Krossins í síma 1717 vegna vanlíðan og einmanaleika. Það er alltaf velkomið að hafa samband! Höfundur er nemi í spænsku við Háskóla Íslands.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun