Ljósið í myrkrinu Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 20. desember 2023 20:01 Desembermánuður er annasamur hjá mörgum og auðvelt er að hlaða á sig alls kyns verkefnum. Flest hver gerum við skuldbindingar um ólíka hluti og svo getur það líka verið streituvaldur að stússast í gjafainnkaupum. Hvenær fórstu síðast í freyðibað og gleymdir stað og stund? Hvenær gafstu þér síðast þá gjöf að fara í göngu og fylgjast með ljósadýrðinni allt um kring? Hvenær lastu síðast bók eða hlustaðir á hlaðvarp? Hvað er langt síðan þú hefur sungið Föndrað? Klappað dýrum? Hversu oft spjallar þú við nágranna þína? Gefurðu þér stöku sinnum tíma til að skreppa í sund og láta líða úr vöðvabólgunni? Það getur verið ákveðin kúnst að draga úr álagi, leyfa sér að slaka meira á og líða sem best í líkama og sál. Einnig er það nokkurskonar list að geta notið þess að vera í núinu. Hugsanir um fortíðina og framtíðina geta nefnilega auðveldlega tekið yfir. Hægt er að leita í ólík verkfæri til þess að vinna að því að geta notið líðandi stundar og finna fyrir aukinni vellíðan. Fyrir það fyrsta getur þú spurt sjálfan þig að því hvað þér finnst gaman að gera, hver eru þín áhugasvið? Getur verið að þú viljir breyta til og prófa þig áfram með nýtt áhugamál? Mikilvægt er að minna sig á að það er leyfilegt að fækka streituvöldum og velja það að taka ekki þátt í öllu jólaamstrinu, líkt og hefð er fyrir víða. Það er líka leyfilegt að velja með hverjum maður ver tíma sínum og orku og það er sömuleiðis leyfilegt að nýta þennan tíma til að hlaða batteríin og hlúa að sjálfum sér. Þegar við hlúum að okkur sjálfum þá höfum við líka meira til að gefa samferðamönnum okkar. Jafnvel þótt þú hafir ekki hugarró um þessar mundir þá er alltaf hægt að leitast eftir því að líða aðeins betur með því að sinna áhugamáli eða til dæmis taka þátt í sjálfboðaliðastarfi. Það getur gert manni gott að gera smávegis góðverk. Rannsóknir hafa sýnt fram á að gæludýr geta stuðlað að betri líðan. Í upphafi ársins eignaðist ég kött sem veitt hefur mér ómælda gleði og góðan félagsskap. Ekki hafa allir fjölskyldu til að verja tíma með og sumir eiga fáa sem enga vini. Getur verið að helsta gjöfin í ár sé að veita einstaklingi sem þú veist að býr við slíkar aðstæður samverustund yfir hátíðirnar? Sjálf bjóðum við fjölskyldan alltaf vini sem er einstæðingur í mat um jólin. Hvernig getur þú verið ljósið í myrkrinu og með hvaða hætti getur þú hlúð að þér og þínum um þessar mundir? Hægt er að hafa samband við Hjálparsíma Rauða Krossins í síma 1717 vegna vanlíðan og einmanaleika. Það er alltaf velkomið að hafa samband! Höfundur er nemi í spænsku við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Desembermánuður er annasamur hjá mörgum og auðvelt er að hlaða á sig alls kyns verkefnum. Flest hver gerum við skuldbindingar um ólíka hluti og svo getur það líka verið streituvaldur að stússast í gjafainnkaupum. Hvenær fórstu síðast í freyðibað og gleymdir stað og stund? Hvenær gafstu þér síðast þá gjöf að fara í göngu og fylgjast með ljósadýrðinni allt um kring? Hvenær lastu síðast bók eða hlustaðir á hlaðvarp? Hvað er langt síðan þú hefur sungið Föndrað? Klappað dýrum? Hversu oft spjallar þú við nágranna þína? Gefurðu þér stöku sinnum tíma til að skreppa í sund og láta líða úr vöðvabólgunni? Það getur verið ákveðin kúnst að draga úr álagi, leyfa sér að slaka meira á og líða sem best í líkama og sál. Einnig er það nokkurskonar list að geta notið þess að vera í núinu. Hugsanir um fortíðina og framtíðina geta nefnilega auðveldlega tekið yfir. Hægt er að leita í ólík verkfæri til þess að vinna að því að geta notið líðandi stundar og finna fyrir aukinni vellíðan. Fyrir það fyrsta getur þú spurt sjálfan þig að því hvað þér finnst gaman að gera, hver eru þín áhugasvið? Getur verið að þú viljir breyta til og prófa þig áfram með nýtt áhugamál? Mikilvægt er að minna sig á að það er leyfilegt að fækka streituvöldum og velja það að taka ekki þátt í öllu jólaamstrinu, líkt og hefð er fyrir víða. Það er líka leyfilegt að velja með hverjum maður ver tíma sínum og orku og það er sömuleiðis leyfilegt að nýta þennan tíma til að hlaða batteríin og hlúa að sjálfum sér. Þegar við hlúum að okkur sjálfum þá höfum við líka meira til að gefa samferðamönnum okkar. Jafnvel þótt þú hafir ekki hugarró um þessar mundir þá er alltaf hægt að leitast eftir því að líða aðeins betur með því að sinna áhugamáli eða til dæmis taka þátt í sjálfboðaliðastarfi. Það getur gert manni gott að gera smávegis góðverk. Rannsóknir hafa sýnt fram á að gæludýr geta stuðlað að betri líðan. Í upphafi ársins eignaðist ég kött sem veitt hefur mér ómælda gleði og góðan félagsskap. Ekki hafa allir fjölskyldu til að verja tíma með og sumir eiga fáa sem enga vini. Getur verið að helsta gjöfin í ár sé að veita einstaklingi sem þú veist að býr við slíkar aðstæður samverustund yfir hátíðirnar? Sjálf bjóðum við fjölskyldan alltaf vini sem er einstæðingur í mat um jólin. Hvernig getur þú verið ljósið í myrkrinu og með hvaða hætti getur þú hlúð að þér og þínum um þessar mundir? Hægt er að hafa samband við Hjálparsíma Rauða Krossins í síma 1717 vegna vanlíðan og einmanaleika. Það er alltaf velkomið að hafa samband! Höfundur er nemi í spænsku við Háskóla Íslands.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun