Ljósið í myrkrinu Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 20. desember 2023 20:01 Desembermánuður er annasamur hjá mörgum og auðvelt er að hlaða á sig alls kyns verkefnum. Flest hver gerum við skuldbindingar um ólíka hluti og svo getur það líka verið streituvaldur að stússast í gjafainnkaupum. Hvenær fórstu síðast í freyðibað og gleymdir stað og stund? Hvenær gafstu þér síðast þá gjöf að fara í göngu og fylgjast með ljósadýrðinni allt um kring? Hvenær lastu síðast bók eða hlustaðir á hlaðvarp? Hvað er langt síðan þú hefur sungið Föndrað? Klappað dýrum? Hversu oft spjallar þú við nágranna þína? Gefurðu þér stöku sinnum tíma til að skreppa í sund og láta líða úr vöðvabólgunni? Það getur verið ákveðin kúnst að draga úr álagi, leyfa sér að slaka meira á og líða sem best í líkama og sál. Einnig er það nokkurskonar list að geta notið þess að vera í núinu. Hugsanir um fortíðina og framtíðina geta nefnilega auðveldlega tekið yfir. Hægt er að leita í ólík verkfæri til þess að vinna að því að geta notið líðandi stundar og finna fyrir aukinni vellíðan. Fyrir það fyrsta getur þú spurt sjálfan þig að því hvað þér finnst gaman að gera, hver eru þín áhugasvið? Getur verið að þú viljir breyta til og prófa þig áfram með nýtt áhugamál? Mikilvægt er að minna sig á að það er leyfilegt að fækka streituvöldum og velja það að taka ekki þátt í öllu jólaamstrinu, líkt og hefð er fyrir víða. Það er líka leyfilegt að velja með hverjum maður ver tíma sínum og orku og það er sömuleiðis leyfilegt að nýta þennan tíma til að hlaða batteríin og hlúa að sjálfum sér. Þegar við hlúum að okkur sjálfum þá höfum við líka meira til að gefa samferðamönnum okkar. Jafnvel þótt þú hafir ekki hugarró um þessar mundir þá er alltaf hægt að leitast eftir því að líða aðeins betur með því að sinna áhugamáli eða til dæmis taka þátt í sjálfboðaliðastarfi. Það getur gert manni gott að gera smávegis góðverk. Rannsóknir hafa sýnt fram á að gæludýr geta stuðlað að betri líðan. Í upphafi ársins eignaðist ég kött sem veitt hefur mér ómælda gleði og góðan félagsskap. Ekki hafa allir fjölskyldu til að verja tíma með og sumir eiga fáa sem enga vini. Getur verið að helsta gjöfin í ár sé að veita einstaklingi sem þú veist að býr við slíkar aðstæður samverustund yfir hátíðirnar? Sjálf bjóðum við fjölskyldan alltaf vini sem er einstæðingur í mat um jólin. Hvernig getur þú verið ljósið í myrkrinu og með hvaða hætti getur þú hlúð að þér og þínum um þessar mundir? Hægt er að hafa samband við Hjálparsíma Rauða Krossins í síma 1717 vegna vanlíðan og einmanaleika. Það er alltaf velkomið að hafa samband! Höfundur er nemi í spænsku við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Desembermánuður er annasamur hjá mörgum og auðvelt er að hlaða á sig alls kyns verkefnum. Flest hver gerum við skuldbindingar um ólíka hluti og svo getur það líka verið streituvaldur að stússast í gjafainnkaupum. Hvenær fórstu síðast í freyðibað og gleymdir stað og stund? Hvenær gafstu þér síðast þá gjöf að fara í göngu og fylgjast með ljósadýrðinni allt um kring? Hvenær lastu síðast bók eða hlustaðir á hlaðvarp? Hvað er langt síðan þú hefur sungið Föndrað? Klappað dýrum? Hversu oft spjallar þú við nágranna þína? Gefurðu þér stöku sinnum tíma til að skreppa í sund og láta líða úr vöðvabólgunni? Það getur verið ákveðin kúnst að draga úr álagi, leyfa sér að slaka meira á og líða sem best í líkama og sál. Einnig er það nokkurskonar list að geta notið þess að vera í núinu. Hugsanir um fortíðina og framtíðina geta nefnilega auðveldlega tekið yfir. Hægt er að leita í ólík verkfæri til þess að vinna að því að geta notið líðandi stundar og finna fyrir aukinni vellíðan. Fyrir það fyrsta getur þú spurt sjálfan þig að því hvað þér finnst gaman að gera, hver eru þín áhugasvið? Getur verið að þú viljir breyta til og prófa þig áfram með nýtt áhugamál? Mikilvægt er að minna sig á að það er leyfilegt að fækka streituvöldum og velja það að taka ekki þátt í öllu jólaamstrinu, líkt og hefð er fyrir víða. Það er líka leyfilegt að velja með hverjum maður ver tíma sínum og orku og það er sömuleiðis leyfilegt að nýta þennan tíma til að hlaða batteríin og hlúa að sjálfum sér. Þegar við hlúum að okkur sjálfum þá höfum við líka meira til að gefa samferðamönnum okkar. Jafnvel þótt þú hafir ekki hugarró um þessar mundir þá er alltaf hægt að leitast eftir því að líða aðeins betur með því að sinna áhugamáli eða til dæmis taka þátt í sjálfboðaliðastarfi. Það getur gert manni gott að gera smávegis góðverk. Rannsóknir hafa sýnt fram á að gæludýr geta stuðlað að betri líðan. Í upphafi ársins eignaðist ég kött sem veitt hefur mér ómælda gleði og góðan félagsskap. Ekki hafa allir fjölskyldu til að verja tíma með og sumir eiga fáa sem enga vini. Getur verið að helsta gjöfin í ár sé að veita einstaklingi sem þú veist að býr við slíkar aðstæður samverustund yfir hátíðirnar? Sjálf bjóðum við fjölskyldan alltaf vini sem er einstæðingur í mat um jólin. Hvernig getur þú verið ljósið í myrkrinu og með hvaða hætti getur þú hlúð að þér og þínum um þessar mundir? Hægt er að hafa samband við Hjálparsíma Rauða Krossins í síma 1717 vegna vanlíðan og einmanaleika. Það er alltaf velkomið að hafa samband! Höfundur er nemi í spænsku við Háskóla Íslands.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun