Staðan á byggingarmarkaði versnar og gjaldþrotum fjölgar mikið Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2023 07:33 Fram kemur í nýrri skýrslu HMS að sölutími lítilla íbúða hafi styst samfellt frá í apríl. Meira selst af minni eignum. Vísir/Vilhelm Staða á byggingarmarkaði hefur versnar mikið sem lýsir sér í að minna er flutt inn af byggingarhráefnum, skuldsetning byggingarverktaka hefur aukist og gjaldþrotum í byggingariðnaði hefur fjölgað mikið. Sölutími lítilla íbúða hefur styst samfellt frá í apríl, en merki eru um að jafnvægi sé að nást á fasteignamarkaði. Þetta er meðal þess sem segir í desemberskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem farið er yfir þróunina á fasteignamarkaði. Fram kemur að í október hafi gjaldþrotin verið 34 talsins og það sem af er ári hafi 240 fyrirtæki orðið gjaldþrota í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Í fyrra voru gjaldþrotin hins vegar 86 talsins. Þá segir að nýskráningar standi í stað milli ára en um fimmtíu fyrirtæki hafi að meðaltali verið nýskráð á mánuði í byggingariðnaði það sem af sé ári. Aukin velta Fram kemur að á föstu verðlagi sé velta á markaði meiri nú en fyrir ári og annan mánuðinn í röð séu kaupsamningar fleiri en á árinu 2022. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,1 prósent á milli mánaða í nóvember, en síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,5 prósent. Sé litið til síðastliðinna tólf mánaða hefur vísitalan hækkað um 3,4 prósent. „Söluverð á fermetra á nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu var 801 þús. kr. í október. Á höfuðborgarsvæðinu hefur munur milli fermetraverðs nýrra íbúða og annarra íbúða aukist undanfarin þrjú ár á sama tíma og meðalstærð nýrra íbúða hefur minnkað. Svipaða sögu er að segja af þróun fermetraverðs í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þróun á meðalstærð nýbyggðra íbúða kann að útskýra að einhverju leyti hvers vegna fermetraverð þeirra hefur hækkað eins og raun ber vitni. Fermetraverð íbúða er mismunandi eftir stærð og er að meðaltali hærra á minni íbúðum. Á höfuðborgarsvæðinu hefur meðalstærð nýrra íbúða farið úr því að vera rúmlega 100 fm. árin 2019 - 2022 í um 90 fm. á þessu ári,“ segir í skýrslunni. Meðalsölutími íbúða er 47 dagar á höfuðborgarsvæðinu og er orðinn styttri nú en hann var fyrir heimsfaraldur. Vísir/Vilhelm Sölutími lítilla íbúða styttist Sölutími lítilla íbúða (0 til 2 herbergi) er nú 35 dagar og hefur styst samfellt frá apríl á þessu ári. „Sögulega hefur sölutími slíkra íbúða ekki mælst styttri ef frá eru taldir tveir mánuðir á síðasta ári (apríl og október). Meira flökt er á sölutíma þriggja herbergja íbúða. Sölutími íbúða með fleiri en fjórum herbergjum er 55 dagar og hefur styst frá miðju ári og er sölutími þeirra nú álíka og var fyrir vaxtalækkunarferli Seðlabankans 2020. Meðalsölutími íbúða er 47 dagar á höfuðborgarsvæðinu og er orðinn styttri nú en hann var fyrir heimsfaraldur. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hefur meðalsölutími styst skarpt úr 63 dögum í sumar og er nú 44 dagar. Annars staðar á landinu er meðalsölutíminn 52 dagar og nálægt sögulegu lágmarki sem er 45 dagar. Gera verður þann fyrirvara að meðalsölutími nær eingöngu til þeirra íbúða sem hafa selst en íbúðir sem hafa verið lengi á sölu án þess að seljast hafa ekki áhrif á mælikvarðann.“ Meira selst af minni eignum Um 3.700 íbúðir eru nú til sölu og heldur þeim áfram að fjölga og þar af eru rúmlega 2.300 þeirra á höfuðborgarsvæðinu. „Þegar rýnt er í kaupsamninga eftir tegund húsnæðis sést að meira selst af minni eignum á höfuðborgarsvæðinu og er fjöldi kaupsamninga í fjölbýli á svipuðu róli nú og var á árunum fyrir Covid. Skipting kaupsamninga eftir fjölbýli og sérbýli í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er sambærileg við það sem var fyrir Covid. Merki eru um að meira jafnvægi sé að komast á fasteignamarkaðinn. Fleiri íbúðir hafa verið teknar úr sölu síðustu þrjá mánuði en síðasta ár þar á undan. Samtals voru 623 fasteignir teknar úr sölu af vefnum fasteignir.is á höfuðborgarsvæðinu í nóvember sem er lítils háttar fjölgun frá því sem var í október þegar 617 fasteignir voru teknar úr sölu. Tölur um fjölda íbúða sem teknar eru úr birtingu af auglýsingasíðum fasteigna fylgjast gjarnan að við fjölda kaupsamninga næstu mánuði þar á eftir vegna þess tíma sem tekur að ganga frá kaupsamningi og þinglýsa,“ segir í skýrslu HMS. Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Húsnæðismál Gjaldþrot Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Þetta er meðal þess sem segir í desemberskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem farið er yfir þróunina á fasteignamarkaði. Fram kemur að í október hafi gjaldþrotin verið 34 talsins og það sem af er ári hafi 240 fyrirtæki orðið gjaldþrota í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Í fyrra voru gjaldþrotin hins vegar 86 talsins. Þá segir að nýskráningar standi í stað milli ára en um fimmtíu fyrirtæki hafi að meðaltali verið nýskráð á mánuði í byggingariðnaði það sem af sé ári. Aukin velta Fram kemur að á föstu verðlagi sé velta á markaði meiri nú en fyrir ári og annan mánuðinn í röð séu kaupsamningar fleiri en á árinu 2022. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,1 prósent á milli mánaða í nóvember, en síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,5 prósent. Sé litið til síðastliðinna tólf mánaða hefur vísitalan hækkað um 3,4 prósent. „Söluverð á fermetra á nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu var 801 þús. kr. í október. Á höfuðborgarsvæðinu hefur munur milli fermetraverðs nýrra íbúða og annarra íbúða aukist undanfarin þrjú ár á sama tíma og meðalstærð nýrra íbúða hefur minnkað. Svipaða sögu er að segja af þróun fermetraverðs í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þróun á meðalstærð nýbyggðra íbúða kann að útskýra að einhverju leyti hvers vegna fermetraverð þeirra hefur hækkað eins og raun ber vitni. Fermetraverð íbúða er mismunandi eftir stærð og er að meðaltali hærra á minni íbúðum. Á höfuðborgarsvæðinu hefur meðalstærð nýrra íbúða farið úr því að vera rúmlega 100 fm. árin 2019 - 2022 í um 90 fm. á þessu ári,“ segir í skýrslunni. Meðalsölutími íbúða er 47 dagar á höfuðborgarsvæðinu og er orðinn styttri nú en hann var fyrir heimsfaraldur. Vísir/Vilhelm Sölutími lítilla íbúða styttist Sölutími lítilla íbúða (0 til 2 herbergi) er nú 35 dagar og hefur styst samfellt frá apríl á þessu ári. „Sögulega hefur sölutími slíkra íbúða ekki mælst styttri ef frá eru taldir tveir mánuðir á síðasta ári (apríl og október). Meira flökt er á sölutíma þriggja herbergja íbúða. Sölutími íbúða með fleiri en fjórum herbergjum er 55 dagar og hefur styst frá miðju ári og er sölutími þeirra nú álíka og var fyrir vaxtalækkunarferli Seðlabankans 2020. Meðalsölutími íbúða er 47 dagar á höfuðborgarsvæðinu og er orðinn styttri nú en hann var fyrir heimsfaraldur. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hefur meðalsölutími styst skarpt úr 63 dögum í sumar og er nú 44 dagar. Annars staðar á landinu er meðalsölutíminn 52 dagar og nálægt sögulegu lágmarki sem er 45 dagar. Gera verður þann fyrirvara að meðalsölutími nær eingöngu til þeirra íbúða sem hafa selst en íbúðir sem hafa verið lengi á sölu án þess að seljast hafa ekki áhrif á mælikvarðann.“ Meira selst af minni eignum Um 3.700 íbúðir eru nú til sölu og heldur þeim áfram að fjölga og þar af eru rúmlega 2.300 þeirra á höfuðborgarsvæðinu. „Þegar rýnt er í kaupsamninga eftir tegund húsnæðis sést að meira selst af minni eignum á höfuðborgarsvæðinu og er fjöldi kaupsamninga í fjölbýli á svipuðu róli nú og var á árunum fyrir Covid. Skipting kaupsamninga eftir fjölbýli og sérbýli í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er sambærileg við það sem var fyrir Covid. Merki eru um að meira jafnvægi sé að komast á fasteignamarkaðinn. Fleiri íbúðir hafa verið teknar úr sölu síðustu þrjá mánuði en síðasta ár þar á undan. Samtals voru 623 fasteignir teknar úr sölu af vefnum fasteignir.is á höfuðborgarsvæðinu í nóvember sem er lítils háttar fjölgun frá því sem var í október þegar 617 fasteignir voru teknar úr sölu. Tölur um fjölda íbúða sem teknar eru úr birtingu af auglýsingasíðum fasteigna fylgjast gjarnan að við fjölda kaupsamninga næstu mánuði þar á eftir vegna þess tíma sem tekur að ganga frá kaupsamningi og þinglýsa,“ segir í skýrslu HMS.
Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Húsnæðismál Gjaldþrot Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira