Macron ver afar umdeilt útlendingafrumvarp Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. desember 2023 10:38 Macron sagði eftirsjá eftir heilbrigðisráðherranum, sem sagði af sér í mótmælaskyni við frumvarpið, en að maður kæmi í manns stað. AP/Christophe Ena Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í fréttaskýringaþætti á France 5 í gær, þar sem hann varði meðal annars umdeilt lagafrumvarp um útlendinga sem samþykkt var á þinginu í vikunni. Nýju lögin eru sögð hafa valdið mikilli ólgu innan flokks Macron og samstarfsflokka forsetans í ríkisstjórn og þá hefur Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfundarins, sem áður hét Þjóðfylkingin, fagnað samþykkt laganna sem hugmyndafræðilegum sigri. Velþóknun Le Pen hefur raunar verið kölluð „dauðakoss“ Macron. Macron sagði hins vegar í viðtalinu í gær að lögin endurspegluðu ekki stefnu Þjóðfundarins og að baráttan gegn ólöglegum innflutningi fólks væri ekki einkamál hægrisins. Þá benti hann á að lögin nytu víðtæks stuðnings í samfélaginu. Upphaflegum drögum frumvarpsins var hafnað af þingmönnum yst á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Textanum var þá breytt en í honum er meðal annars kveðið á um strangari skilyrði fyrir bótum og fyrir aðflutningi ástvina innflytjenda. Sumum þykja lögin raunar mismuna á milli þeirra sem fæddir eru í Frakklandi og löglegra innflytjenda en á móti kemur að samkomulag náðist um að banna vistun barna í sérstökum móttökumiðstöðvum. Macron sagðist ekki sammála öllum þeim breytingum sem gerðar hefðu verið á frumvarpinu en fólk yrði að átta sig á því að gildi væru eitt og raunveruleikinn annað. Endanleg útgáfa væri afrakstur málamiðlana en það hefði ekki komið til greina að gefast upp og gera ekki neitt. „Við erum land sem hefur ávallt boðið fólk velkomið og við munu gera það áfram. En við verðum að stöðva ólöglegan aðflutning fólks og ferlarnir okkar eru of langir og flóknir til að geta gert það og það þýðir stjórnleysi,“ sagði forsetinn. Efst á forgangslistanum væri að stöðva þennan ólöglega aðflutning og síðan að stuðla að betri aðlögun gegnum tungumálakennslu og atvinnu. Þetta væru markmið frumvarpsins. Frakkland Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira
Nýju lögin eru sögð hafa valdið mikilli ólgu innan flokks Macron og samstarfsflokka forsetans í ríkisstjórn og þá hefur Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfundarins, sem áður hét Þjóðfylkingin, fagnað samþykkt laganna sem hugmyndafræðilegum sigri. Velþóknun Le Pen hefur raunar verið kölluð „dauðakoss“ Macron. Macron sagði hins vegar í viðtalinu í gær að lögin endurspegluðu ekki stefnu Þjóðfundarins og að baráttan gegn ólöglegum innflutningi fólks væri ekki einkamál hægrisins. Þá benti hann á að lögin nytu víðtæks stuðnings í samfélaginu. Upphaflegum drögum frumvarpsins var hafnað af þingmönnum yst á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Textanum var þá breytt en í honum er meðal annars kveðið á um strangari skilyrði fyrir bótum og fyrir aðflutningi ástvina innflytjenda. Sumum þykja lögin raunar mismuna á milli þeirra sem fæddir eru í Frakklandi og löglegra innflytjenda en á móti kemur að samkomulag náðist um að banna vistun barna í sérstökum móttökumiðstöðvum. Macron sagðist ekki sammála öllum þeim breytingum sem gerðar hefðu verið á frumvarpinu en fólk yrði að átta sig á því að gildi væru eitt og raunveruleikinn annað. Endanleg útgáfa væri afrakstur málamiðlana en það hefði ekki komið til greina að gefast upp og gera ekki neitt. „Við erum land sem hefur ávallt boðið fólk velkomið og við munu gera það áfram. En við verðum að stöðva ólöglegan aðflutning fólks og ferlarnir okkar eru of langir og flóknir til að geta gert það og það þýðir stjórnleysi,“ sagði forsetinn. Efst á forgangslistanum væri að stöðva þennan ólöglega aðflutning og síðan að stuðla að betri aðlögun gegnum tungumálakennslu og atvinnu. Þetta væru markmið frumvarpsins.
Frakkland Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira