Fengu leðurblöku á svalirnar í Kópavogi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. desember 2023 20:24 Leðurblakan var þreytt að sjá. Harpa Eik Harpa Eik Óskarsdóttir og Valgarð Hrafnsson urðu heldur betur hissa síðdegis í dag þegar leðurblaka flaug inn á lokaðar svalir þeirra á níundu hæð í fjölbýlishúsi í Kópavogi. „Kærastinn minn var einn heima og hringdi í mig og sagði: „Harpa það er leðurblaka á svölunum mínum,“ segir Harpa í samtali við Vísi. Hún segist hafa haldið að hann væri að grínast og farið að hlæja. „Þá hringdi hann í mig á Facetime og sýndi mér hana. Ég hélt í smá stund að þetta væri einhver filter,“ segir Harpa. Á myndbandi sem hún sendi fréttastofu má sjá að leðurblakan er ekki stór. Umrædd leðurblaka er ekki sú fyrsta sem álpast hingað til lands en Vísir greindi frá því á síðasta ári þegar svokölluð trítilblaka fannst um borð í skipi á veiðum djúpt suðaustur af Íslandi. Flaug aftur út „Hún flaug í einhvern dágóðan tíma inni á svölunum, sem eru lokaðar fyrir utan einn glugga, þaðan sem hún flaug inn. Svo virðist hún bara hafa flogið út aftur,“ segir Harpa. Hún segir að hún og Valgarð hafi ekki verið viss hvernig þau ættu að bregðast við á meðan leðurblakan var á staðnum. Þau byrjuðu á að hringja á lögreglu sem vísaði þeim á meindýreyði sem var á leiðinni til að fanga leðurblökuna þegar hún slapp út. „Kærastinn minn og vinur hans fóru svo út á svalirnar í mjög miklum fötum að leita að henni og sjá hvort hún væri þarna enn. Við vildum auðvitað ekki drepa hana,“ segir Harpa. Hún bætir því við að hún voni að leðurblakan komist einhvern veginn í skjól. Kópavogur Dýr Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
„Kærastinn minn var einn heima og hringdi í mig og sagði: „Harpa það er leðurblaka á svölunum mínum,“ segir Harpa í samtali við Vísi. Hún segist hafa haldið að hann væri að grínast og farið að hlæja. „Þá hringdi hann í mig á Facetime og sýndi mér hana. Ég hélt í smá stund að þetta væri einhver filter,“ segir Harpa. Á myndbandi sem hún sendi fréttastofu má sjá að leðurblakan er ekki stór. Umrædd leðurblaka er ekki sú fyrsta sem álpast hingað til lands en Vísir greindi frá því á síðasta ári þegar svokölluð trítilblaka fannst um borð í skipi á veiðum djúpt suðaustur af Íslandi. Flaug aftur út „Hún flaug í einhvern dágóðan tíma inni á svölunum, sem eru lokaðar fyrir utan einn glugga, þaðan sem hún flaug inn. Svo virðist hún bara hafa flogið út aftur,“ segir Harpa. Hún segir að hún og Valgarð hafi ekki verið viss hvernig þau ættu að bregðast við á meðan leðurblakan var á staðnum. Þau byrjuðu á að hringja á lögreglu sem vísaði þeim á meindýreyði sem var á leiðinni til að fanga leðurblökuna þegar hún slapp út. „Kærastinn minn og vinur hans fóru svo út á svalirnar í mjög miklum fötum að leita að henni og sjá hvort hún væri þarna enn. Við vildum auðvitað ekki drepa hana,“ segir Harpa. Hún bætir því við að hún voni að leðurblakan komist einhvern veginn í skjól.
Kópavogur Dýr Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira