Hafði áhyggjur af því að það myndi flækja málin að deyja í Balmoral Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2023 07:19 Elísabet hafði áhyggjur af því að hún væri að gera allt erfiðara með því að deyja í Balmoral. Getty/Chris Jackson Elísabet II Bretadrottning hafði áhyggjur af því skömmu fyrir andlát sitt að það myndi valda skipuleggjendum útfarar hennar vandræðum ef hún félli frá í Skotlandi. Frá þessu greinir Anna, dóttir Elísabetar, í nýrri heildarmynd um fyrsta ár Karls III Bretakonungs á valdastóli, sem sýnd verður á BBC á annan í jólum. Elísabet lést í Balmoral í Skotlandi 8. september í fyrra. Hún var 96 ára gömul og hafði verið drottning í 70 ár. Balmoral var uppáhalds aðsetur drottningarinnar og dvaldi hún þar öll sumur. Síðustu daga Elísabetar lýsti hún áhyggjum af því að það myndi flækja skipulagningu „Lundúnarbrúar“, aðgerðaáætluninnar sem fór af stað við andlát hennar, ef hún félli frá í Skotlandi frekar en í Lundúnum. Í heimildarmyndinni segir Anna fjölskyldu drottningarinnar hins vegar hafa freistað þess að sannfæra hana um að hún ætti ekki að láta það stjórna ákvörðunum sínum. Segist prinessan vona að móðir sín hafi orðið sátt við það að lokum. Elizabeth II Bretlandsdrottning tók á móti nöfnu sinni Mary Elizabeth Truss í Balmoral aðeins þremur dögum áður en hún lést.AP/Jane Barlow Anna segir gæfu hafa ráðið því að hún var hjá móður sinni áður en hún dó og segist hafa upplifað ákveðinn létti þegar krúnudjásnin voru fjarlægð af kistu móður hennar áður en hún var látinn síga niður í hina konunglegu grafhvelfingu að fjölskyldu Elísabetar viðstaddri. Það augnablik markaði þá stund er Karl tók við. „Til að vera fullkomlega hreinskilin þá er ég ekki viss um að nokkur geti verið undirbúinn fyrir þessa umbreytingu... að minnsta kosti ekki þannig að þetta sé auðvelt,“ sagði hún um það hvernig umrætt tímabil hefði verið fyrir bróður sinn. „Svo verður þessi breyting og þú segir: Ok, nú þarf ég bara að halda áfram.“ Anna hrósar Camillu drottningu einnig fyrir stuðning hennar við Karl og skilning hennar á hlutverki sínu. Þá segir hún jafnvel Karl og Camillu ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu viðamikil dagskrá drottningarinnar hefði verið en þau hefðu komist að raun um það og lært að njóta þess. Bretland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Karl III Bretakonungur Kóngafólk Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Frá þessu greinir Anna, dóttir Elísabetar, í nýrri heildarmynd um fyrsta ár Karls III Bretakonungs á valdastóli, sem sýnd verður á BBC á annan í jólum. Elísabet lést í Balmoral í Skotlandi 8. september í fyrra. Hún var 96 ára gömul og hafði verið drottning í 70 ár. Balmoral var uppáhalds aðsetur drottningarinnar og dvaldi hún þar öll sumur. Síðustu daga Elísabetar lýsti hún áhyggjum af því að það myndi flækja skipulagningu „Lundúnarbrúar“, aðgerðaáætluninnar sem fór af stað við andlát hennar, ef hún félli frá í Skotlandi frekar en í Lundúnum. Í heimildarmyndinni segir Anna fjölskyldu drottningarinnar hins vegar hafa freistað þess að sannfæra hana um að hún ætti ekki að láta það stjórna ákvörðunum sínum. Segist prinessan vona að móðir sín hafi orðið sátt við það að lokum. Elizabeth II Bretlandsdrottning tók á móti nöfnu sinni Mary Elizabeth Truss í Balmoral aðeins þremur dögum áður en hún lést.AP/Jane Barlow Anna segir gæfu hafa ráðið því að hún var hjá móður sinni áður en hún dó og segist hafa upplifað ákveðinn létti þegar krúnudjásnin voru fjarlægð af kistu móður hennar áður en hún var látinn síga niður í hina konunglegu grafhvelfingu að fjölskyldu Elísabetar viðstaddri. Það augnablik markaði þá stund er Karl tók við. „Til að vera fullkomlega hreinskilin þá er ég ekki viss um að nokkur geti verið undirbúinn fyrir þessa umbreytingu... að minnsta kosti ekki þannig að þetta sé auðvelt,“ sagði hún um það hvernig umrætt tímabil hefði verið fyrir bróður sinn. „Svo verður þessi breyting og þú segir: Ok, nú þarf ég bara að halda áfram.“ Anna hrósar Camillu drottningu einnig fyrir stuðning hennar við Karl og skilning hennar á hlutverki sínu. Þá segir hún jafnvel Karl og Camillu ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu viðamikil dagskrá drottningarinnar hefði verið en þau hefðu komist að raun um það og lært að njóta þess.
Bretland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Karl III Bretakonungur Kóngafólk Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira