Lögregla hafi farið langt yfir eðlileg mörk með handtöku lögmanns Árni Sæberg skrifar 22. desember 2023 14:40 Hildur Sólveig Pétursdóttir var handtekin í tengslum starfa hennar fyrir Eddu Björk. Vísir Lögmenn á Landi lögmönnum, lögmannsstofu sem þrír lögreglumenn mættu á í gær og handtóku einn lögmann, segja engan vafa leika í huga þeirra á því að lögreglan hafi með aðgerðum sínum farið langt yfir eðlileg og málefnaleg mörk og hugsanlega gerst brotleg við lög. Þetta segir í yfirlýsingu Lands lögmanna en tilefnið er handtaka Hildar Sólveigar Pétursdóttur, lögmanns Eddu Bjarkar Arnardóttur. Hún var handtekin í gær ásamt systur Eddu Bjarkar eftir að synir Eddu Bjarkar fundust. Synir Eddu Bjarkar fóru þrír til Noregs í gær í fylgd með föður þeirra. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem barst laust fyrir klukkan 15 í dag, segir að fjórir hafi verið handteknir í heildina í tengslum við aðgerðir lögreglu í gær. Þeir hafi verið fluttir til skýrslutöku en sleppt að þeim loknum. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið. Heimildir Vísis herma að Karl Udo Luckas, maki Eddu Bjarkar, hafi verið meðal þeirra handteknu en ekki liggur fyrir hver sá fjórði er. Hafa farið vel yfir atvik Í yfirlýsingu lögmannsstofunnar segir að handtökuna megi rekja til þess að umræddur lögmaður hafi gætt hagsmuna móður sem staðið hefur í harðri deilu við barnsföður sinn í Noregi vegna afhendingar þriggja barna þeirra og málið hafi ratað ítrekað í fjölmiðla. „Eftir að hafa farið vel yfir atvik gærdagsins og störf lögmannsins í þágu umbjóðanda síns, meðal annars með hliðsjón af þeirri trúnaðarskyldu sem lögmenn hafa lögum samkvæmt við alla umbjóðendur sína, leikur enginn vafi á því í huga samstarfsmanna lögmannsins að lögreglan hefur með aðgerðum sínum farið langt yfir eðlileg og málefnaleg mörk og hugsanlega gerst brotleg við lög.“ Harkalegar aðgerðir Samkvæmt 22. grein laga um lögmenn beri lögmaður þagnarskyldu um hvaðeina sem honum er trúað fyrir í starfi sínu. „Í því ljósi beri að skoða þessar harkalegu aðgerðir lögreglunnar gegn lögmanni, sem rækir starfa sinn innan ramma laganna og eftir þeim leiðum sem lögin heimila.“ Lögreglan þekki þessar mikilvægu skyldur vel. Þar af leiðandi verði ekki komist hjá því að draga þá ályktun að með aðgerðum sínum hafi lögreglan hugsanlega ætlað að tryggja að umræddur lögmaður gæti ekki sinnt starfi sínu og skyldum, í þágu umbjóðanda síns, meðan synir umbjóðandans voru teknir með lögregluvaldi og fluttir úr landi, á sama tíma og lögmaðurinn var í haldi. „Lögmæti þessara aðgerða lögreglunnar verður að skoða og vinnubrögðin kunna að hafa afleiðingar. Munu lögmenn stofunnar standa þétt við bakið á lögmanninum í þeim skrefum sem verða tekin í framhaldinu.“ Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning barst frá lögreglu. Lögreglumál Lögreglan Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Lögmennska Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu Lands lögmanna en tilefnið er handtaka Hildar Sólveigar Pétursdóttur, lögmanns Eddu Bjarkar Arnardóttur. Hún var handtekin í gær ásamt systur Eddu Bjarkar eftir að synir Eddu Bjarkar fundust. Synir Eddu Bjarkar fóru þrír til Noregs í gær í fylgd með föður þeirra. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem barst laust fyrir klukkan 15 í dag, segir að fjórir hafi verið handteknir í heildina í tengslum við aðgerðir lögreglu í gær. Þeir hafi verið fluttir til skýrslutöku en sleppt að þeim loknum. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið. Heimildir Vísis herma að Karl Udo Luckas, maki Eddu Bjarkar, hafi verið meðal þeirra handteknu en ekki liggur fyrir hver sá fjórði er. Hafa farið vel yfir atvik Í yfirlýsingu lögmannsstofunnar segir að handtökuna megi rekja til þess að umræddur lögmaður hafi gætt hagsmuna móður sem staðið hefur í harðri deilu við barnsföður sinn í Noregi vegna afhendingar þriggja barna þeirra og málið hafi ratað ítrekað í fjölmiðla. „Eftir að hafa farið vel yfir atvik gærdagsins og störf lögmannsins í þágu umbjóðanda síns, meðal annars með hliðsjón af þeirri trúnaðarskyldu sem lögmenn hafa lögum samkvæmt við alla umbjóðendur sína, leikur enginn vafi á því í huga samstarfsmanna lögmannsins að lögreglan hefur með aðgerðum sínum farið langt yfir eðlileg og málefnaleg mörk og hugsanlega gerst brotleg við lög.“ Harkalegar aðgerðir Samkvæmt 22. grein laga um lögmenn beri lögmaður þagnarskyldu um hvaðeina sem honum er trúað fyrir í starfi sínu. „Í því ljósi beri að skoða þessar harkalegu aðgerðir lögreglunnar gegn lögmanni, sem rækir starfa sinn innan ramma laganna og eftir þeim leiðum sem lögin heimila.“ Lögreglan þekki þessar mikilvægu skyldur vel. Þar af leiðandi verði ekki komist hjá því að draga þá ályktun að með aðgerðum sínum hafi lögreglan hugsanlega ætlað að tryggja að umræddur lögmaður gæti ekki sinnt starfi sínu og skyldum, í þágu umbjóðanda síns, meðan synir umbjóðandans voru teknir með lögregluvaldi og fluttir úr landi, á sama tíma og lögmaðurinn var í haldi. „Lögmæti þessara aðgerða lögreglunnar verður að skoða og vinnubrögðin kunna að hafa afleiðingar. Munu lögmenn stofunnar standa þétt við bakið á lögmanninum í þeim skrefum sem verða tekin í framhaldinu.“ Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning barst frá lögreglu.
Lögreglumál Lögreglan Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Lögmennska Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði