„Handtekinn á aðfangadagskvöld fyrir það eitt að vera svartur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2023 23:16 Fjölskyldan tók þessa mynd eftir að Brian var kominn aftur heim og hún gat loks sest niður og borðað jólamatinn. Þórunn Helgadóttir Þeldökkur karlmaður, sem var á leið heim úr vinnu á aðfangadag, var handtekinn og fluttur á lögreglustöð til yfirheyrslu fyrir að vera ekki með persónuskilríki meðferðis. Stjúpmóðir hans segir þeldökka syni sína margoft hafa lent í aðför lögreglu en nú sé nóg komið. „Hvernig myndi ykkur líða ef að klukkan sex á aðfangadagskvöld væri einn fjölskyldumeðlimur horfinn? Það kom fyrir okkur.“ Svona hefst færsla Þórunnar Helgadóttur á Facebook þar sem hún lýsir raunum fjölskyldu sinnar á aðfangadagskvöld. Þórunn er gift manni frá Kenía, sem á 28 ára gamlan son, Brian, sem hefur búið á Íslandi í tíu ár, og saman eiga þau fimmtán ára gamlan son sem er ættleiddur frá Kenía. Allir karlmennirnir þrír eru því þeldökkir. „Á aðfangadag var Brian að koma úr vinnu í vesturbænum og ætlaði að ganga upp á Hlemm til að ná síðasta strætó heim. Þá kom lögreglubíll upp að honum og þau spurðu hann um skilríki. Hann hafði óvart gleymt veskinu heima og var ekki með neitt á sér. Þau sögðu að það væri ólöglegt að ganga um skilríkjalaus og þau gætu handtekið hann fyrir það,“ skrifar Þórunn. „Allt sem hann sagði sögðu þau vera lygi“ Brian hafi því næst verið yfirheyrður úti á götu, hann gefið upp nafn sitt og kennitölu en lögreglufólkið fullyrt að hann segði ósatt. Hann hafi þannig boðist til að koma með skilríkin meðferðis upp á lögreglustöð daginn eftir en lögreglufólkið óttast að hann myndi nýta tækifærið og flýja. „Þá spurði hann hvort þau gætu keyrt hann upp í Breiðholt svo þau gætu skoðað skilríkin hans. Þau sögðust ætla að gera það en keyrðu svo bara beint á lögreglustöðina á Hlemmi í staðinn. Sögðu að fyrst hann hefði sest sjálfviljugur upp í bílinn þá væri hann handtekinn. Þar var hann færður í móttöku fanga og í yfirheyrslu. Allt sem hann sagði sögðu þau vera lygi,“ skrifar Þórunn. Lögreglufólkið hafi lofað að keyra Brian heim gegn því að fá samþykki hans fyrir húsleit, þar sem ætti að gera tilraun til að finna eiturlyf á heimili hans, ellegar hann fengi að dúsa í fangaklefa yfir nóttina. Brian hafi upplýst lögreglumennina um það að hann gæti ekki gefið slíka heimild, enda væri fjölskyldan heima að halda heilög jól, en hann skyldi sýna þeim vegabréfið ef þeir keyrðu hann heim. „Þau tóku af honum símann og hann fékk ekki að hringja heim. Var sagt að hann gæti bara hringt í lögfræðing. Hvaða lögfræðing er hægt að hringja í á aðfangadagskvöld?“ spyr Þórunn. „Hann fékk ekki vatn að drekka og fékk ekki að fara á klósettið. Það var öskrað á hann og hann var spurður af hverju hann væri svona aggressívur þegar hann var að reyna að svara og útskýra sitt mál. Að lokum var hann færður í fangaklefa.“ Létu sig hverfa þegar Brian kallaði hana mömmu Það sem hafi bjargað Brian var þegar rannsóknarlögreglumaður mætti á svæðið og gaf fyrirmæli um að Brian skyldi keyrður heim og skilríkin skoðuð þar. Heima fyrir hafi fjölskyldan verið í miklu uppnámi, enda hvorki heyrst né sést til Brian svo tímunum skipti. „Rétt fyrir klukkan 22 um kvöldið kom löggan loksins með hann. Við vorum mjög fegin að sjá hann en brá að sjá lögguna. Þau biðu fyrir utan dyrnar en þegar ég kom fram á gang og spurði hvað væri að gerast þá kom smá fát á þau. Þau sögðust þurfa að vita hver hann væri. Á þeirri stundu skildi ég ekki hvers vegna þau þurftu að vita það. Fattaði svo að þau þurftu að vita það af því hann er svartur,“ segir Þórunn. Lögreglumennirnir hafi flett í gegnum vegabréf Brians í leit að stimpli frá landamæraeftirlitinu dagsettan á þessu ári. Þórunn hafi útskýrt fyrir þeim að engan slíkan stimpil væri að finna, enda hafi Brian búið hér frá 2014. „Brian sagði Mamma við mig og þá bara lokaði löggan vegabréfinu og lét sig hverfa þegjandi.“ Eitt af mörgum atvikum hjá fjölskyldunni Þórunn segir í samtali við fréttastofu að fjölskyldan sé í sárum yfir þessu. „Við erum döpur, Brian er dapur og við höldum samt áfram með lífið. Þetta hefur áhrif. Það er þessi tilfinning að þú ert svartur og lítur öðruvísi út og þú færð ekki að vera með í því sem er að gerast hér. Þú færð ekki að taka þátt í stórum atburðum eins og jólum eða menningarnótt eða því sem við gerum sem þjóð,“ segir Þórunn og bætir við að þetta sé ekki fyrsta sinn sem fjölskyldan lendi í atviki sem þessu. Yngri sonur hennar, Daníel, hafi til að mynda verið stoppaður af lögreglunni þegar hann var á heimleið í góðra vina hópi af Menningarnótt í haust. Þar hafi verið leitað á honum en ekki hvítum vinum hans. „Bara toppurinn á ísjakanum“ Sömuleiðis hafi lögreglan tæklað Daníel og haldið honum í niðri í jörðinni og verið handjárnaður á hátíðinni Í Túninu heima í Mosó. Ástæða þess hafi verið sú að framin hafði verið líkamsárás og Daníel að hlaupa á klósett, sem lögreglu þótti mjög grunsamlegt. Brian íhugi nú að kvarta vegna atviksins á aðfangadag. „Það er ekki sjálfsagt fyrir svartan mann að taka þátt í þessu óáreittur. Þetta myndi aldrei koma fyrir hvítan Íslending. Við höfum aldrei hugsað um að fara lengra með þessi atvik en þetta gekk svo ofboðslega langt á aðfangadagskvöld. Mér finnst það mannvonska að koma svona fram á aðfangadagskvöld.“ Hún bætir því við að lögregluþjónarnir sem handtóku Brian á aðfangadag hafi talað íslensku sín á milli en ensku við Brian, sem skilur og talar tungumálið. „Það er ekki litið á þá sem hluta af íslensku samfélagi af því að þeir líta öðruvísi út. Það er staðreynd að hér eru svartir Íslendingar og svartir Íslendingar að alast hér upp. Þeir eru að gera það nákvæmlega sama og aðrir Íslendingar. Samt er ekki litið þannig á þá,“ segir Þórunn. „Þær sögur sem rata í fjölmiðla eru bara toppurinn á ísjakanum.“ Snert var á málinu í dagbók lögreglunnar á sjötta tímanum á aðfangadag. „Því miður, þá gistir einn fangageymslu þegar þetta er ritað en sá aðili neitaði af gefa upp persónuupplýsingar sínar sem honum er skylt að gera. Þrátt fyrir miklar tilraunir lögreglumanna um að tala fyrir manninum um að gefa upp upplýsingar um sig þá bar það ekki árangur. Hann mun því eyða kvöldinu við aðstæður sem lögreglumenn vildu ekki enda okkur verulega kært að allir séu í faðmi sinna nánustu,“ sagði í dagbók lögreglu klukkan 17:13 á aðfangadag. Lögreglumál Reykjavík Kynþáttafordómar Jól Tengdar fréttir „Ég vildi fá að hringja í pabba og þeir bönnuðu mér það“ Nítján ára maður, sem er dökkur á hörund, og var handtekinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar segir húðlit sinn hafa ráðið aðgerðum lögreglu. Hann segir fordóma í samfélaginu hafa færst í aukana. Lögmaður mannsins hefur krafist miskabóta úr hendi ríkisins. 8. október 2023 20:09 Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. 4. september 2023 21:39 Stígur fram vegna máls sonar síns Claudia Ashanie Wilson lögmaður telur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa gert alvarleg mistök við afskipti af sextán ára syni hennar í vikunni. Lögregla vitjaði piltsins í tvígang í tengslum við leit að ungum strokufanga en þeir eru báðir dökkir á hörund. Rætt verður við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún hefur ekki tjáð sig um það við fjölmiðla fyrr en nú. 24. apríl 2022 15:38 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Hvernig myndi ykkur líða ef að klukkan sex á aðfangadagskvöld væri einn fjölskyldumeðlimur horfinn? Það kom fyrir okkur.“ Svona hefst færsla Þórunnar Helgadóttur á Facebook þar sem hún lýsir raunum fjölskyldu sinnar á aðfangadagskvöld. Þórunn er gift manni frá Kenía, sem á 28 ára gamlan son, Brian, sem hefur búið á Íslandi í tíu ár, og saman eiga þau fimmtán ára gamlan son sem er ættleiddur frá Kenía. Allir karlmennirnir þrír eru því þeldökkir. „Á aðfangadag var Brian að koma úr vinnu í vesturbænum og ætlaði að ganga upp á Hlemm til að ná síðasta strætó heim. Þá kom lögreglubíll upp að honum og þau spurðu hann um skilríki. Hann hafði óvart gleymt veskinu heima og var ekki með neitt á sér. Þau sögðu að það væri ólöglegt að ganga um skilríkjalaus og þau gætu handtekið hann fyrir það,“ skrifar Þórunn. „Allt sem hann sagði sögðu þau vera lygi“ Brian hafi því næst verið yfirheyrður úti á götu, hann gefið upp nafn sitt og kennitölu en lögreglufólkið fullyrt að hann segði ósatt. Hann hafi þannig boðist til að koma með skilríkin meðferðis upp á lögreglustöð daginn eftir en lögreglufólkið óttast að hann myndi nýta tækifærið og flýja. „Þá spurði hann hvort þau gætu keyrt hann upp í Breiðholt svo þau gætu skoðað skilríkin hans. Þau sögðust ætla að gera það en keyrðu svo bara beint á lögreglustöðina á Hlemmi í staðinn. Sögðu að fyrst hann hefði sest sjálfviljugur upp í bílinn þá væri hann handtekinn. Þar var hann færður í móttöku fanga og í yfirheyrslu. Allt sem hann sagði sögðu þau vera lygi,“ skrifar Þórunn. Lögreglufólkið hafi lofað að keyra Brian heim gegn því að fá samþykki hans fyrir húsleit, þar sem ætti að gera tilraun til að finna eiturlyf á heimili hans, ellegar hann fengi að dúsa í fangaklefa yfir nóttina. Brian hafi upplýst lögreglumennina um það að hann gæti ekki gefið slíka heimild, enda væri fjölskyldan heima að halda heilög jól, en hann skyldi sýna þeim vegabréfið ef þeir keyrðu hann heim. „Þau tóku af honum símann og hann fékk ekki að hringja heim. Var sagt að hann gæti bara hringt í lögfræðing. Hvaða lögfræðing er hægt að hringja í á aðfangadagskvöld?“ spyr Þórunn. „Hann fékk ekki vatn að drekka og fékk ekki að fara á klósettið. Það var öskrað á hann og hann var spurður af hverju hann væri svona aggressívur þegar hann var að reyna að svara og útskýra sitt mál. Að lokum var hann færður í fangaklefa.“ Létu sig hverfa þegar Brian kallaði hana mömmu Það sem hafi bjargað Brian var þegar rannsóknarlögreglumaður mætti á svæðið og gaf fyrirmæli um að Brian skyldi keyrður heim og skilríkin skoðuð þar. Heima fyrir hafi fjölskyldan verið í miklu uppnámi, enda hvorki heyrst né sést til Brian svo tímunum skipti. „Rétt fyrir klukkan 22 um kvöldið kom löggan loksins með hann. Við vorum mjög fegin að sjá hann en brá að sjá lögguna. Þau biðu fyrir utan dyrnar en þegar ég kom fram á gang og spurði hvað væri að gerast þá kom smá fát á þau. Þau sögðust þurfa að vita hver hann væri. Á þeirri stundu skildi ég ekki hvers vegna þau þurftu að vita það. Fattaði svo að þau þurftu að vita það af því hann er svartur,“ segir Þórunn. Lögreglumennirnir hafi flett í gegnum vegabréf Brians í leit að stimpli frá landamæraeftirlitinu dagsettan á þessu ári. Þórunn hafi útskýrt fyrir þeim að engan slíkan stimpil væri að finna, enda hafi Brian búið hér frá 2014. „Brian sagði Mamma við mig og þá bara lokaði löggan vegabréfinu og lét sig hverfa þegjandi.“ Eitt af mörgum atvikum hjá fjölskyldunni Þórunn segir í samtali við fréttastofu að fjölskyldan sé í sárum yfir þessu. „Við erum döpur, Brian er dapur og við höldum samt áfram með lífið. Þetta hefur áhrif. Það er þessi tilfinning að þú ert svartur og lítur öðruvísi út og þú færð ekki að vera með í því sem er að gerast hér. Þú færð ekki að taka þátt í stórum atburðum eins og jólum eða menningarnótt eða því sem við gerum sem þjóð,“ segir Þórunn og bætir við að þetta sé ekki fyrsta sinn sem fjölskyldan lendi í atviki sem þessu. Yngri sonur hennar, Daníel, hafi til að mynda verið stoppaður af lögreglunni þegar hann var á heimleið í góðra vina hópi af Menningarnótt í haust. Þar hafi verið leitað á honum en ekki hvítum vinum hans. „Bara toppurinn á ísjakanum“ Sömuleiðis hafi lögreglan tæklað Daníel og haldið honum í niðri í jörðinni og verið handjárnaður á hátíðinni Í Túninu heima í Mosó. Ástæða þess hafi verið sú að framin hafði verið líkamsárás og Daníel að hlaupa á klósett, sem lögreglu þótti mjög grunsamlegt. Brian íhugi nú að kvarta vegna atviksins á aðfangadag. „Það er ekki sjálfsagt fyrir svartan mann að taka þátt í þessu óáreittur. Þetta myndi aldrei koma fyrir hvítan Íslending. Við höfum aldrei hugsað um að fara lengra með þessi atvik en þetta gekk svo ofboðslega langt á aðfangadagskvöld. Mér finnst það mannvonska að koma svona fram á aðfangadagskvöld.“ Hún bætir því við að lögregluþjónarnir sem handtóku Brian á aðfangadag hafi talað íslensku sín á milli en ensku við Brian, sem skilur og talar tungumálið. „Það er ekki litið á þá sem hluta af íslensku samfélagi af því að þeir líta öðruvísi út. Það er staðreynd að hér eru svartir Íslendingar og svartir Íslendingar að alast hér upp. Þeir eru að gera það nákvæmlega sama og aðrir Íslendingar. Samt er ekki litið þannig á þá,“ segir Þórunn. „Þær sögur sem rata í fjölmiðla eru bara toppurinn á ísjakanum.“ Snert var á málinu í dagbók lögreglunnar á sjötta tímanum á aðfangadag. „Því miður, þá gistir einn fangageymslu þegar þetta er ritað en sá aðili neitaði af gefa upp persónuupplýsingar sínar sem honum er skylt að gera. Þrátt fyrir miklar tilraunir lögreglumanna um að tala fyrir manninum um að gefa upp upplýsingar um sig þá bar það ekki árangur. Hann mun því eyða kvöldinu við aðstæður sem lögreglumenn vildu ekki enda okkur verulega kært að allir séu í faðmi sinna nánustu,“ sagði í dagbók lögreglu klukkan 17:13 á aðfangadag.
Lögreglumál Reykjavík Kynþáttafordómar Jól Tengdar fréttir „Ég vildi fá að hringja í pabba og þeir bönnuðu mér það“ Nítján ára maður, sem er dökkur á hörund, og var handtekinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar segir húðlit sinn hafa ráðið aðgerðum lögreglu. Hann segir fordóma í samfélaginu hafa færst í aukana. Lögmaður mannsins hefur krafist miskabóta úr hendi ríkisins. 8. október 2023 20:09 Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. 4. september 2023 21:39 Stígur fram vegna máls sonar síns Claudia Ashanie Wilson lögmaður telur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa gert alvarleg mistök við afskipti af sextán ára syni hennar í vikunni. Lögregla vitjaði piltsins í tvígang í tengslum við leit að ungum strokufanga en þeir eru báðir dökkir á hörund. Rætt verður við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún hefur ekki tjáð sig um það við fjölmiðla fyrr en nú. 24. apríl 2022 15:38 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Ég vildi fá að hringja í pabba og þeir bönnuðu mér það“ Nítján ára maður, sem er dökkur á hörund, og var handtekinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar segir húðlit sinn hafa ráðið aðgerðum lögreglu. Hann segir fordóma í samfélaginu hafa færst í aukana. Lögmaður mannsins hefur krafist miskabóta úr hendi ríkisins. 8. október 2023 20:09
Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. 4. september 2023 21:39
Stígur fram vegna máls sonar síns Claudia Ashanie Wilson lögmaður telur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa gert alvarleg mistök við afskipti af sextán ára syni hennar í vikunni. Lögregla vitjaði piltsins í tvígang í tengslum við leit að ungum strokufanga en þeir eru báðir dökkir á hörund. Rætt verður við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún hefur ekki tjáð sig um það við fjölmiðla fyrr en nú. 24. apríl 2022 15:38