Vill að faðir sinn verði úrskurðaður látinn eftir dularfullt hvarf Jón Þór Stefánsson skrifar 27. desember 2023 13:39 Sean Bradley var búsettur á Selfossi, en hann lék meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ekkert hefur spurst til hans síðan 2018. Vísir/Vilhelm Moses Bradley, sonur fiðluleikarans Sean Aloysius Maríus Bradley sem spilaði meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands, vill að faðir hans verði úrskurðaður látinn. Ekki hefur spurst til Seans síðan um sumarið 2018. Sean Bradley spilaði á fiðlu í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sonurinn, sem býr í London, höfðar mál í Héraðsdómi Suðurlands þess efnis, en stefna hans er birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Í mars 2020 lýsti lögreglan á Suðurlandi eftir Sean Bradley. Í tilkynningu hennar kom fram að hann hafi verið með skráða búsetu á Selfossi. Hann væri fæddur þann 22. apríl 1957 og væri 167 sentímetra hár. Einnig kom fram að Sean væri hreyfiskertur og hann gengi einungis stuttar vegalengdir án stuðnings. Í stefnu sinni segir Moses að hann hafi sett sig í samband við lögreglustjórann á Suðurlandi í desember 2019 og lýsti yfir áhyggjum af föður sínum. Hann sagðist ekki hafa verið í miklum samskiptum við föður sinn því hann hafi átt við langvarandi áfengisvanda að stríða. Þá hafi Sean átt það til að láta ekki ná í sig tímabundið. Moses segist ekki hafa neinar upplýsingar um það hvar faðir hans geti verið niðurkominn. Og þá segir að rannsókn lögreglu á hvarfinu hafi ekki borið árangur. Fyrir dómi hefur lögreglumaður staðfest fyrir dómi að engar upplýsingar liggja fyrir um veru hans. Þó kemur fram að Sean hafi átt bókað flugsæti til Spánar í júni 2018, en ekki hefur fengist staðfest hvort hann hafi nýtt sætið eða ekki, þá hafi engar upplýsingar fengist frá yfirvöldum á Spáni um mögulega komu hans til landsins eða hvort hann dveljist þar. Einnig kemur fram að engin virkni hafi verið á bankareikningum Sean eða greiðslukortum hans í lengri tíma. Sagðist kominn í búddaklaustur Fréttablaðið fjallaði um mál Seans í maí 2020. Þar kom fram að hvarfið hafi borið til með dularfullum hætti. Hann hafi mælt sér mót við vinkonu sína í júní 2018, en hann ekki mætt á stefnumótið og hún ekki náð í hann þrátt fyrir ítrekuð símtöl. Síðan hafi sonur hans komið til landsins en hvergi fundið föður sinn. Síðan hafi Sean tilkynnt á samfélagsmiðlum að hann væri kominn til Spánar. „Það síðasta sem við heyrðum af honum, þá var hann á Spáni. Hann sagðist vera kominn í búdda-klaustur og stunda íhugun, hann hefði það gott og við ættum að láta hann í friði,“ hafði Fréttablaðið eftir vinkonu Seans á suðurlandi. Þeim sem voru honum nákomnir þætti þetta sérstakt því hann væri flughræddur og hefði vegna þess ekki viljað heimsækja fjölskyldu sína á Bretlandseyjum. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands.Vísir/Vilhelm Fréttablaðið ræddi einnig við Odd Árnason, yfirlögregluþjón á Suðurlandi, sem sagði ýmislegt koma til greina. Sean gæti hafa veikst, lent inni á sjúkrahúsi, hann hafi mögulega ákveðið að láta sig hverfa, og mögulega hafi hann verið drepinn. Skora á fólk að stíga fram Í stefnu Moses er skorað á hvern þann sem kunni að hafa upplýsingar um hvarf Seans Bradley að koma fram fyrir dóm við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Suðurlands þann áttunda apríl á næsta ári. Komi ekkert fram sem bendi til þess að Sean sé á lífi, eða aðrar mikilvægar upplýsingar megi vænta þess að Sean verði úrskurðaður látinn. Dómsmál Lögreglumál Árborg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Sean Bradley spilaði á fiðlu í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sonurinn, sem býr í London, höfðar mál í Héraðsdómi Suðurlands þess efnis, en stefna hans er birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Í mars 2020 lýsti lögreglan á Suðurlandi eftir Sean Bradley. Í tilkynningu hennar kom fram að hann hafi verið með skráða búsetu á Selfossi. Hann væri fæddur þann 22. apríl 1957 og væri 167 sentímetra hár. Einnig kom fram að Sean væri hreyfiskertur og hann gengi einungis stuttar vegalengdir án stuðnings. Í stefnu sinni segir Moses að hann hafi sett sig í samband við lögreglustjórann á Suðurlandi í desember 2019 og lýsti yfir áhyggjum af föður sínum. Hann sagðist ekki hafa verið í miklum samskiptum við föður sinn því hann hafi átt við langvarandi áfengisvanda að stríða. Þá hafi Sean átt það til að láta ekki ná í sig tímabundið. Moses segist ekki hafa neinar upplýsingar um það hvar faðir hans geti verið niðurkominn. Og þá segir að rannsókn lögreglu á hvarfinu hafi ekki borið árangur. Fyrir dómi hefur lögreglumaður staðfest fyrir dómi að engar upplýsingar liggja fyrir um veru hans. Þó kemur fram að Sean hafi átt bókað flugsæti til Spánar í júni 2018, en ekki hefur fengist staðfest hvort hann hafi nýtt sætið eða ekki, þá hafi engar upplýsingar fengist frá yfirvöldum á Spáni um mögulega komu hans til landsins eða hvort hann dveljist þar. Einnig kemur fram að engin virkni hafi verið á bankareikningum Sean eða greiðslukortum hans í lengri tíma. Sagðist kominn í búddaklaustur Fréttablaðið fjallaði um mál Seans í maí 2020. Þar kom fram að hvarfið hafi borið til með dularfullum hætti. Hann hafi mælt sér mót við vinkonu sína í júní 2018, en hann ekki mætt á stefnumótið og hún ekki náð í hann þrátt fyrir ítrekuð símtöl. Síðan hafi sonur hans komið til landsins en hvergi fundið föður sinn. Síðan hafi Sean tilkynnt á samfélagsmiðlum að hann væri kominn til Spánar. „Það síðasta sem við heyrðum af honum, þá var hann á Spáni. Hann sagðist vera kominn í búdda-klaustur og stunda íhugun, hann hefði það gott og við ættum að láta hann í friði,“ hafði Fréttablaðið eftir vinkonu Seans á suðurlandi. Þeim sem voru honum nákomnir þætti þetta sérstakt því hann væri flughræddur og hefði vegna þess ekki viljað heimsækja fjölskyldu sína á Bretlandseyjum. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands.Vísir/Vilhelm Fréttablaðið ræddi einnig við Odd Árnason, yfirlögregluþjón á Suðurlandi, sem sagði ýmislegt koma til greina. Sean gæti hafa veikst, lent inni á sjúkrahúsi, hann hafi mögulega ákveðið að láta sig hverfa, og mögulega hafi hann verið drepinn. Skora á fólk að stíga fram Í stefnu Moses er skorað á hvern þann sem kunni að hafa upplýsingar um hvarf Seans Bradley að koma fram fyrir dóm við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Suðurlands þann áttunda apríl á næsta ári. Komi ekkert fram sem bendi til þess að Sean sé á lífi, eða aðrar mikilvægar upplýsingar megi vænta þess að Sean verði úrskurðaður látinn.
Dómsmál Lögreglumál Árborg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira