Lífið

Inga liggur eins og skata

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Inga Sæland hefur mætt ýmsu mótlæti í lífinu og mun ekki láta kórónuveiruna stöðva sig.
Inga Sæland hefur mætt ýmsu mótlæti í lífinu og mun ekki láta kórónuveiruna stöðva sig. Vísir/Vilhelm

Inga Sæland formaður Flokks fólksins er meðal þeirra sem liggja flatir þessi jólin. Ekki þó sökum ofáts heldur náði Covid-19 í skottið á Ingu.

Inga sendi vinum sínum á Facebook hugheilar jólakveðjur á myndbandsformi á aðfangadag en upplýsti svo í gær að hún hefði legið síðan.

„Ljóta óværan þetta sem flæðir nú yfir sem aldrei fyrr,“ segir Inga og vísar til þess að fjölmargir eru smitaðir af veirunni sem kom fyrst hingað til lands í ársbyrjun 2020. Síðan hafa fjölmörg afbrigði veirunnar skotið upp rótum en flestir jafna sig þó á nokkrum dögum.

Inga hefur sem formaður Flokks fólksins verið fastagestur í Kryddsíld á Stöð 2 á gamlársdag. Hún er nú í kapphlaupi við tímann að ná heilsu fyrir sjónvarpsþáttinn árlega. Hún tók meira að segja lagið í fyrra í sjónvarpssal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×