Segist hafa verið grátbeðinn um að vera með Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. desember 2023 16:04 Atriðið fræga og nú umdeilda úr Home Alone 2. Donald Trump hafnar fullyrðingum leikstjórans Chris Columbus um að hann hafi beitt tuddabrögðum til þess að birtast í örstutta stund í jólamyndinni Home Alone 2: Lost in New York. Forsetinn fyrrverandi segir á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social, að það hafi raunar verið öfugt. Framleiðendur myndarinnar hafi grátbeðið hann um að vera með í myndinni. Kvikmyndin kom út árið 1992 og er framhaldsmynd einnar frægustu jólamyndar í heimi. Þar fer Macaulay Culkin með hlutverk Kevin McCallister í annað sinn en í þetta sinn er hann einsamall í New York. Atriðið sem um ræðir á sér stað á hótelinu þar sem Kevin gistir, Plaza hótelinu í New York borg. Þar hittir hann viðskiptajöfurinn og bað hann um aðstoð. „Þau leigðu Plaza hótelið í New York, sem ég átti á þessum tíma. Ég var mjög upptekinn og ég vildi ekki gera þetta. Þau voru mjög almennileg en fyrst og fremst þrjósk,“ segir forsetinn á samfélagsmiðlinum. „Ég samþykkti og svo fór sem fór. Þetta litla hlutverk hefur undið upp á sig og myndinni gekk ótrúlega vel og er enn mjög vinsæl um jólin. Fólk hringir í mig í hvert sinn sem hún er sýnd.“ Ekki er ljóst hvers vegna forsetinn tjáir sig um ummæli leikstjórans nú en í umfjöllun Guardian kemur fram að hann hafi tjáð sig um málið fyrir þremur árum síðan, árið 2020. Þar fullyrti leikstjórinn að Trump hefði beitt tuddaskap. „Hann beitti tuddaskap til að fá að vera með í myndinni. Hann sagði: „Þið fáið bara að nota Plaza ef ég er með í myndinni.“ Trump segir nú að það gæti ekki verið fjær sannleikanum. Hann fullyrðir að líklega hafi hlutverkið aukið vinsældir myndarinnar. „Ef þeim fannst ég beita tuddaskap, hvers vegna höfðu þau mig með og héldu mér þarna svo í meira en þrjátíu ár? Af því að ég var, og er enn, frábær í myndinni, það er vegna þess! Þetta er bara enn einn Hollywood gaur fortíðar að mala gull á Trump frægðinni.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Sjá meira
Forsetinn fyrrverandi segir á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social, að það hafi raunar verið öfugt. Framleiðendur myndarinnar hafi grátbeðið hann um að vera með í myndinni. Kvikmyndin kom út árið 1992 og er framhaldsmynd einnar frægustu jólamyndar í heimi. Þar fer Macaulay Culkin með hlutverk Kevin McCallister í annað sinn en í þetta sinn er hann einsamall í New York. Atriðið sem um ræðir á sér stað á hótelinu þar sem Kevin gistir, Plaza hótelinu í New York borg. Þar hittir hann viðskiptajöfurinn og bað hann um aðstoð. „Þau leigðu Plaza hótelið í New York, sem ég átti á þessum tíma. Ég var mjög upptekinn og ég vildi ekki gera þetta. Þau voru mjög almennileg en fyrst og fremst þrjósk,“ segir forsetinn á samfélagsmiðlinum. „Ég samþykkti og svo fór sem fór. Þetta litla hlutverk hefur undið upp á sig og myndinni gekk ótrúlega vel og er enn mjög vinsæl um jólin. Fólk hringir í mig í hvert sinn sem hún er sýnd.“ Ekki er ljóst hvers vegna forsetinn tjáir sig um ummæli leikstjórans nú en í umfjöllun Guardian kemur fram að hann hafi tjáð sig um málið fyrir þremur árum síðan, árið 2020. Þar fullyrti leikstjórinn að Trump hefði beitt tuddaskap. „Hann beitti tuddaskap til að fá að vera með í myndinni. Hann sagði: „Þið fáið bara að nota Plaza ef ég er með í myndinni.“ Trump segir nú að það gæti ekki verið fjær sannleikanum. Hann fullyrðir að líklega hafi hlutverkið aukið vinsældir myndarinnar. „Ef þeim fannst ég beita tuddaskap, hvers vegna höfðu þau mig með og héldu mér þarna svo í meira en þrjátíu ár? Af því að ég var, og er enn, frábær í myndinni, það er vegna þess! Þetta er bara enn einn Hollywood gaur fortíðar að mala gull á Trump frægðinni.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Sjá meira