Áskorun um áramót Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 29. desember 2023 07:31 Við áramót lítum við í eigin barm og spyrjum; Hverju hef ég áorkað? Á hvaða vegferð er ég? Hver er minn áfangastaður? Veit ég það? Get ég gert betur? Hvað bíður mín? Það er öllum hollt að líta um öxl og spyrja àleitinna spurninga um eigið líf og vegferð. Reyna að horfa fram á veg og setja sér markmið. Verða betri á morgun en í gær. Hlaupa lengra, klifra hærra er sumum mikilvægt en öðrum að íhuga meira og finna innri frið. Markmiðin eru ólík og væntingarnar líka mismunandi. Það væri ekkert spennandi ef allir væru að keppa að sama hlutnum. Við þessi áramót er öllum hollt að staldra við og rifja upp erfiða atburði eins og jarðhræringar à Reykjanesskaga þar sem Grindavík var rýmd vegna jarðskjálfta og eldgoss, Íslendingar á flótta í eigin landi. Stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs, í Úkraínu og víðar sem einnig hrekja fólk á flótta frá sínum heimaslóðum. Við sem sofum í okkar rúmum og höfum í okkur og à, þurfum að staldra við og stoppa til að reyna að setja okkur í spor þessa fólks. Þá verður allt kapp um frekari afrek og àskoranir tilgangslaust. Við þessi áramót er nauðsynlegt að íhuga stöðu ungra drengja en helmingur þeirra geta ekki lesið sér til gagns skv. Pisa könnun þrátt fyrir 10 ára skólaskyldu. Hvernig má þetta vera ? Vandinn er ekki skólans heldur er hann heima fyrir og kannski er agaleysi og skjánotkun um að kenna. Eða hafa þeir ekki nóg að gera til að fá útrás fyrir sína orkulosun og hreyfiþörf því tölvan á þeirra hug ? Við þessi áramót verðum við að huga að okkar eldri borgurum sem byggðu upp okkar samfélag með striti og staðfestu um betri heim. Svo þegar heilsan bregst þá bíða bara biðlistar og fràflæðisvandi. Við getum svo miklu betur og verðum að gera svo til að okkar besta fólk megi njóta seinni hálfleiks með reisn og virðingu. Við þessi áramót hugsum við til þeirra sem ekki nà endum saman við að framfleyta sjálfum sér og börnum sínum. Fátækt er böl sem oft er erfitt að brjótast út úr, veldur vanlíðan sem enginn vill upplifa. Aldrei hafa hjálparstofnanir gefið meir en nú um þessi jól og nýlunda er hérlendis að sjá fólk biðja um stuðning fyrir utan verslanir eins og víða má sjá erlendis. Við þessi áramót skulum við líta í eigin barm og hlusta. Lítum í spegilinn og spyrjum; Á hvaða vegferð erum við ? Við ættum að huga að því sem við getum gert til að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Slökkvum á símum og leggjum frá okkur tölvuna. Tölum saman, lesum fyrir börnin, göngum saman, hlægjum og leikum okkur eins og börn. Gefum því það er sælla að gefa en þiggja. Munum að þakka allt sem liðið er og fögnum nýju ári með fallegum markmiðum og áskorunum um betri heim. Gleðilegt nýtt ár. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Við áramót lítum við í eigin barm og spyrjum; Hverju hef ég áorkað? Á hvaða vegferð er ég? Hver er minn áfangastaður? Veit ég það? Get ég gert betur? Hvað bíður mín? Það er öllum hollt að líta um öxl og spyrja àleitinna spurninga um eigið líf og vegferð. Reyna að horfa fram á veg og setja sér markmið. Verða betri á morgun en í gær. Hlaupa lengra, klifra hærra er sumum mikilvægt en öðrum að íhuga meira og finna innri frið. Markmiðin eru ólík og væntingarnar líka mismunandi. Það væri ekkert spennandi ef allir væru að keppa að sama hlutnum. Við þessi áramót er öllum hollt að staldra við og rifja upp erfiða atburði eins og jarðhræringar à Reykjanesskaga þar sem Grindavík var rýmd vegna jarðskjálfta og eldgoss, Íslendingar á flótta í eigin landi. Stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs, í Úkraínu og víðar sem einnig hrekja fólk á flótta frá sínum heimaslóðum. Við sem sofum í okkar rúmum og höfum í okkur og à, þurfum að staldra við og stoppa til að reyna að setja okkur í spor þessa fólks. Þá verður allt kapp um frekari afrek og àskoranir tilgangslaust. Við þessi áramót er nauðsynlegt að íhuga stöðu ungra drengja en helmingur þeirra geta ekki lesið sér til gagns skv. Pisa könnun þrátt fyrir 10 ára skólaskyldu. Hvernig má þetta vera ? Vandinn er ekki skólans heldur er hann heima fyrir og kannski er agaleysi og skjánotkun um að kenna. Eða hafa þeir ekki nóg að gera til að fá útrás fyrir sína orkulosun og hreyfiþörf því tölvan á þeirra hug ? Við þessi áramót verðum við að huga að okkar eldri borgurum sem byggðu upp okkar samfélag með striti og staðfestu um betri heim. Svo þegar heilsan bregst þá bíða bara biðlistar og fràflæðisvandi. Við getum svo miklu betur og verðum að gera svo til að okkar besta fólk megi njóta seinni hálfleiks með reisn og virðingu. Við þessi áramót hugsum við til þeirra sem ekki nà endum saman við að framfleyta sjálfum sér og börnum sínum. Fátækt er böl sem oft er erfitt að brjótast út úr, veldur vanlíðan sem enginn vill upplifa. Aldrei hafa hjálparstofnanir gefið meir en nú um þessi jól og nýlunda er hérlendis að sjá fólk biðja um stuðning fyrir utan verslanir eins og víða má sjá erlendis. Við þessi áramót skulum við líta í eigin barm og hlusta. Lítum í spegilinn og spyrjum; Á hvaða vegferð erum við ? Við ættum að huga að því sem við getum gert til að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Slökkvum á símum og leggjum frá okkur tölvuna. Tölum saman, lesum fyrir börnin, göngum saman, hlægjum og leikum okkur eins og börn. Gefum því það er sælla að gefa en þiggja. Munum að þakka allt sem liðið er og fögnum nýju ári með fallegum markmiðum og áskorunum um betri heim. Gleðilegt nýtt ár. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar