Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Grindvíkingar hafa síðustu daga lýst yfir áhyggjum af mögulegum ferðum fólks í bænum og sem eigi þó ekki erindi. Þannig var á dögunum sagt frá því að óprúttnir aðilar hafi farið um bæinn og stolið gaskútum.
Í tilkynningunni frá lögreglu segir að nú verði allir sem ætla að fara til Grindavíkur að stoppa við lokanir og þar þurfi ökumaður að gefa upp kennitölu sína sem og að bílnúmer sé skráð niður.
„Þetta er gert til að hægt sé að hafa betri yfirsýn hverjir eru inni í bænum hvert sinn sem og til að sigta út ferðamenn og aðra sem ekki eiga erindi inn í bæinn. Við viljum biðja ökumenn um að virða þetta og stöðva við lokanir en eitthvað er um að ökumenn aki í gegn án þess að stöðva hjá öryggivörðum við lokanir,“ segir í tilkynningunni.