Segja Ingu og Flokk fólksins bara víst eiga heiðurinn Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2023 14:03 Inga og Flokkur fólksins segja það bara víst hafa verið svo að Inga hafi rekið málið, þó þakka megi hinum flokkunum í stjórnarandstöðunni hjálpina. vísir/vilhelm Upp er risin sérkennileg deila sem varðar tiltölulega flókna lagasetningu sem miðar að því að ellilífeyrisþegar sem búsettir eru erlendis njóti eftir sem áður persónuafsláttar. Málið snýst um hverjum ber að þakka, hver eigi heiðurinn. Tilkynning hefur borist frá Flokki fólksins þar sem ítrekað er að ef ekki væri fyrir Ingu Sæland og Flokk fólksins væri það nú orðið að lögum að ellilífeyrisþegar nytu ekki lengur persónuafsláttar sem frádrátts af staðgreiðslu. Vísir greindi frá málinu í morgun. Í fréttinni kemur fram að Inga Sæland sé að beita sér og ætli að vaða í það strax í dag; að þetta væri á misskilningi byggt milli skattayfirvalda og TR. „Þetta er alrangt, ég fékk gildistöku laganna frestað á síðasta degi þingsins fyrir jólin, til 1.jan. 2025.“ Inga að eigna sér heiður sem er ekki bara hennar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, taldi Ingu þarna vera að slá ódýrar pólitískar keilur. „Það er því dapurt að sjá Ingu eigna sér eina þessa breytingu. Einnig, um leið og þessi skilaboð um persónuafsláttinn birtust opinberlega bað fulltrúi Pírata í þingnefndinni nefndina um að láta skattinn vita af breytingunum sem höfðu verið gerðar,“ sagði Björn Leví á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir að Samfylking og Píratar hafi beitt sér í málinu með fullum stuðningi Viðreisnar og Miðflokks. Flokkur fólksins er hins vegar ekki til í að sleppa takinu af þessu máli og þessum heiðri svo auðveldlega. „Það var Flokkur fólksins sem tók utan um umsögn ÖBÍ og fylgdi henni eftir. Það var Inga Sæland sem vakti athygli þingheims á málinu og kallaði eftir því að efnahags- og viðskiptanefnd myndi funda sérstaklega um þessa breytingu. Það var Flokkur fólksins sem lagði fram breytingartillögu um að fella þetta ákvæði úr frumvarpinu,“ segir í tilkynningu flokksins af þessu tilefni. Inga þakkaði stjórnarandstöðunni hjálpina Þar segir jafnframt að breytingartillagan hafi verið kölluð aftur eftir að samkomulag náðist um að fresta gildistöku ákvæðisins um eitt ár. „Það voru greidd atkvæði um greinina sjálfa við 2. umræðu þar sem Píratar voru á gulu.“ Í tilkynningunni segir að vissulega hafi stjórnarandstaðan verið samtaka í að pressa á meirihlutann um að fresta gildistökunni „og eiga Píratar, Samfylking og Viðreisn þar miklar þakkir skildar“. Enda þakki Inga stjórnarandstöðunni fyrir hjálpina þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu við Bandorminn svokallaða laugardaginn 16. desember. En … „án Ingu og Flokks fólksins væri þetta nú þegar orðið að lögum, það er staðreyndin í málinu, burtséð frá öllum meintum pólítískum keilum sem virðist helsta áhyggjuefni háttvirts þingmanns Björns Levís Gunnarssonar.“ Flokkur fólksins Píratar Lífeyrissjóðir Félagsmál Eldri borgarar Íslendingar erlendis Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Tilkynning hefur borist frá Flokki fólksins þar sem ítrekað er að ef ekki væri fyrir Ingu Sæland og Flokk fólksins væri það nú orðið að lögum að ellilífeyrisþegar nytu ekki lengur persónuafsláttar sem frádrátts af staðgreiðslu. Vísir greindi frá málinu í morgun. Í fréttinni kemur fram að Inga Sæland sé að beita sér og ætli að vaða í það strax í dag; að þetta væri á misskilningi byggt milli skattayfirvalda og TR. „Þetta er alrangt, ég fékk gildistöku laganna frestað á síðasta degi þingsins fyrir jólin, til 1.jan. 2025.“ Inga að eigna sér heiður sem er ekki bara hennar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, taldi Ingu þarna vera að slá ódýrar pólitískar keilur. „Það er því dapurt að sjá Ingu eigna sér eina þessa breytingu. Einnig, um leið og þessi skilaboð um persónuafsláttinn birtust opinberlega bað fulltrúi Pírata í þingnefndinni nefndina um að láta skattinn vita af breytingunum sem höfðu verið gerðar,“ sagði Björn Leví á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir að Samfylking og Píratar hafi beitt sér í málinu með fullum stuðningi Viðreisnar og Miðflokks. Flokkur fólksins er hins vegar ekki til í að sleppa takinu af þessu máli og þessum heiðri svo auðveldlega. „Það var Flokkur fólksins sem tók utan um umsögn ÖBÍ og fylgdi henni eftir. Það var Inga Sæland sem vakti athygli þingheims á málinu og kallaði eftir því að efnahags- og viðskiptanefnd myndi funda sérstaklega um þessa breytingu. Það var Flokkur fólksins sem lagði fram breytingartillögu um að fella þetta ákvæði úr frumvarpinu,“ segir í tilkynningu flokksins af þessu tilefni. Inga þakkaði stjórnarandstöðunni hjálpina Þar segir jafnframt að breytingartillagan hafi verið kölluð aftur eftir að samkomulag náðist um að fresta gildistöku ákvæðisins um eitt ár. „Það voru greidd atkvæði um greinina sjálfa við 2. umræðu þar sem Píratar voru á gulu.“ Í tilkynningunni segir að vissulega hafi stjórnarandstaðan verið samtaka í að pressa á meirihlutann um að fresta gildistökunni „og eiga Píratar, Samfylking og Viðreisn þar miklar þakkir skildar“. Enda þakki Inga stjórnarandstöðunni fyrir hjálpina þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu við Bandorminn svokallaða laugardaginn 16. desember. En … „án Ingu og Flokks fólksins væri þetta nú þegar orðið að lögum, það er staðreyndin í málinu, burtséð frá öllum meintum pólítískum keilum sem virðist helsta áhyggjuefni háttvirts þingmanns Björns Levís Gunnarssonar.“
Flokkur fólksins Píratar Lífeyrissjóðir Félagsmál Eldri borgarar Íslendingar erlendis Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent