Bakpokinn Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 31. desember 2023 09:00 Vegferðin Lífið er stórkostlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er Jörðin. Það er við hæfi að staldra við á næsta steini og kíkja í bakpokann sem við öll berum en sýnum sjaldnast. Hvað þarf bakpokinn að innihalda fyrir komandi tíma? Fram undan eru áskoranir sem aldrei fyrr, sem hvorki verður skorast undan né flúið frá. Það er ekki um aðrar gistingar að ræða, ekki einu sinni fæðingarfjárhús. Sjálfbærnihraðal landsins verður að knýja af fullu afli til að tryggja afkomu þjóðar. Við þurfum að geta fætt okkur og klætt, haft ofan í okkur og á. Við þurfum húsnæði og að öllum sem hjá og með okkur búa líði sem best og fái notið sín sem þær einstöku, dýrmætu og fágætu manneskjur sem við öll erum. Loftslagsvá heimsins setur samhengi á heildrænar lausnir en staðbundnar útfærslur. Við sjáum reyk og finnum lykt og vitum vel að eldar loga á hótelinu, enn fremur skynjum við að eldvörnum og hegðun gesta er ábótavant til að takmarka og stöðva útbreiðslu loganna. Fólksflutningar verða vaxandi – fólk mun leita skjóls, hælis og skilnings – eins og eðlilegt er og ætla má. Heimsfararspá? Sérdeilis ekki. Raunsæi með yfirsýn. Mannkynið er fyllilega hæft til að leysa úr ofangreindum áskorunum, það ber með sér þekkingu og Sköpunarkraft sem leysa þarf úr læðingi með hvatningu og góðu viðhorfi. Nú er rétt að endurraða í bakpokann og létta á. Óleyst áföll skulu kvödd með djúpu þakklæti fyrir lærdóminn, en fá ekki lengur rými í dýrmætum bakpokanum – ekkert frekar en bölsýni, hjóm, úrtölur, hræðsla, flótti, smækkun, smættun og aðrir tilburðir sem deyfa Ljós og eðlislæga Sköpunargleði fólks. Mæli eindregið með að fylla bakpokann af kröftugum fríkeypis margföldurum; Þakklæti, Náð, Von, Gleði og Kærleika. Þeir virka eins og grænmeti; frábær framúrskarandi sjálfbær grunnfæða sem telur fátt sem ekkert í kaloríum en viðheldur orkunni lengi, stöðugt og í hærra lagi. Bætum síðan við rúgbrauði með smjérklípu og hreinni kæfu, flatbrauði með hangiketi og vatnssopa úr endurnýtanlega plastlausa brúsanum og munum að teygja vel og njóta útsýnisins þegar áð er. Íslendingar dvelja í vel útbúnu svítuherbergi með góðu útsýni og eru í framúrskarandi stöðu til að vera leiðandi og mótandi í forvörnum, viðbrögðum og framkvæmdum við rekstur þessa einstaka hótels Jarðar. Það er okkar hlutverk og tilgangur. Val er vald – veljum samstöðu & samvinnu í hvívetna með opin hjörtu og Kærleikann að leiðarljósi. Hökuna upp og andlitið í Ljósið Gleðilegt, gjöfult og gæfuríkt árið 2024 Höfundur er fjárfestir og fyrrum formaður FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áramót Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Vegferðin Lífið er stórkostlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er Jörðin. Það er við hæfi að staldra við á næsta steini og kíkja í bakpokann sem við öll berum en sýnum sjaldnast. Hvað þarf bakpokinn að innihalda fyrir komandi tíma? Fram undan eru áskoranir sem aldrei fyrr, sem hvorki verður skorast undan né flúið frá. Það er ekki um aðrar gistingar að ræða, ekki einu sinni fæðingarfjárhús. Sjálfbærnihraðal landsins verður að knýja af fullu afli til að tryggja afkomu þjóðar. Við þurfum að geta fætt okkur og klætt, haft ofan í okkur og á. Við þurfum húsnæði og að öllum sem hjá og með okkur búa líði sem best og fái notið sín sem þær einstöku, dýrmætu og fágætu manneskjur sem við öll erum. Loftslagsvá heimsins setur samhengi á heildrænar lausnir en staðbundnar útfærslur. Við sjáum reyk og finnum lykt og vitum vel að eldar loga á hótelinu, enn fremur skynjum við að eldvörnum og hegðun gesta er ábótavant til að takmarka og stöðva útbreiðslu loganna. Fólksflutningar verða vaxandi – fólk mun leita skjóls, hælis og skilnings – eins og eðlilegt er og ætla má. Heimsfararspá? Sérdeilis ekki. Raunsæi með yfirsýn. Mannkynið er fyllilega hæft til að leysa úr ofangreindum áskorunum, það ber með sér þekkingu og Sköpunarkraft sem leysa þarf úr læðingi með hvatningu og góðu viðhorfi. Nú er rétt að endurraða í bakpokann og létta á. Óleyst áföll skulu kvödd með djúpu þakklæti fyrir lærdóminn, en fá ekki lengur rými í dýrmætum bakpokanum – ekkert frekar en bölsýni, hjóm, úrtölur, hræðsla, flótti, smækkun, smættun og aðrir tilburðir sem deyfa Ljós og eðlislæga Sköpunargleði fólks. Mæli eindregið með að fylla bakpokann af kröftugum fríkeypis margföldurum; Þakklæti, Náð, Von, Gleði og Kærleika. Þeir virka eins og grænmeti; frábær framúrskarandi sjálfbær grunnfæða sem telur fátt sem ekkert í kaloríum en viðheldur orkunni lengi, stöðugt og í hærra lagi. Bætum síðan við rúgbrauði með smjérklípu og hreinni kæfu, flatbrauði með hangiketi og vatnssopa úr endurnýtanlega plastlausa brúsanum og munum að teygja vel og njóta útsýnisins þegar áð er. Íslendingar dvelja í vel útbúnu svítuherbergi með góðu útsýni og eru í framúrskarandi stöðu til að vera leiðandi og mótandi í forvörnum, viðbrögðum og framkvæmdum við rekstur þessa einstaka hótels Jarðar. Það er okkar hlutverk og tilgangur. Val er vald – veljum samstöðu & samvinnu í hvívetna með opin hjörtu og Kærleikann að leiðarljósi. Hökuna upp og andlitið í Ljósið Gleðilegt, gjöfult og gæfuríkt árið 2024 Höfundur er fjárfestir og fyrrum formaður FKA.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun