Óvinsældir Bjarna sláandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. desember 2023 19:55 Eiríkur segir óvinsældir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra sláandi. Vísir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir óvinsældir Bjarna Benediktssonar samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Maskínu sláandi. Spurt var við framkvæmd könnunarinnar hvaða ráðherrar hefðu staðið sig best og verst á yfirstandandi kjörtímabili. Sá ráðherra sem svarendur sem tóku afstöðu töldu hafa staðið sig best var Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra með 9,7 prósent. Næst á eftir kom Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, með 7,2 prósent. Stuðningurinn þverr ansi fljótt Tæp 34 prósent töldu þó að enginn einn ráðherra hefði staðið sig best. Á hinum enda skalans voru 45,5 prósent sem töldu Bjarna Benediktsson hafa staðið sig verst, en 14,6 prósent töldu Svandísi hafa staðið sig verst. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra býr ekki við miklar vinsældir um þessar mundir.Vísir „Þetta eru alveg fádæma óvinsældir sem Bjarni Benediktsson býr við núna. Hann er auðvitað stjórnmálamaður sem hefur notið töluverðs trausts og stuðnings í íslensku þjóðfélagi en núna þverr það ansi fljótt. Og þetta eru sláandi tölur að sjá núna,“ segir Eiríkur í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Þá var einnig spurt við framkvæmd könnunarinnar hversu vel eða illa ríkisstjórnarflokkunum hefði tekist að koma sínum málefnum til framkvæmda í ríkisstjórnarsamstarfinu. 57 prósentum svarenda þykir VG hafa tekist illa eða alls ekki að koma málefnum sínum til framkvæmda, en 13 prósent telja það hafa tekist vel hjá flokknum. 57 prósentum svarenda þykir VG hafa tekist illa eða alls ekki að koma málefnum sínum til framkvæmda.Vísir Rúmum 35 prósentum þótti þá Framsóknarflokknum hafa tekist illa til við að koma málefnum sínum á framfæri, en tæp 17 prósent töldu það hafa tekist vel hjá flokknum. Yfir 30 prósent sögðu Sjálfstæðisflokknum hafa tekist vel til, en tæp 38 prósent sögðu hið gagnstæða, að flokknum hefði illa eða alls ekki tekist að koma málefnum sínum til framkvæmda í samstarfinu. Hugur fólksins skýr Eiríkur tekur fram að langt sé í kosningar og að staðan gæti verið gjörbreytt þegar líður að kosningum. Þó segir Eiríkur að ákveðin mynd sé að festa sig í sessi. „Fylgisfall Sjálfstæðisflokksins komið niður í rúmlega 17 prósent og heldur sér þar. Framsóknarflokkurinn missir þennan gríðarlega stuðning sem hann hafði í síðustu kosningum og VG heldur áfram að dala algjörlega kominn við þau mörk að þurrkast út úr íslenskum stjórnmálum og þetta er flokkur forsætisráðherrans. Samfylkingin fer áfram með himinskautum. Þessi mynd er að festast í sessi,“ segir Eiríkur. Hann segir það vera alveg rétt að það væru kosningar sem skiptu máli en ekki skoðanakannanir en að hugur fólksins í landinu um þessar mundir sé skýr og búinn að vera það í einhvern tíma. Eiríkur segir augljóst að núverandi stjórnarandstöðuflokkar myndu reyna að mynda stjórn miðað við þessa könnun. „Framsókn getur alltaf verið með í öllum partíum,“ bætir hann við. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Níu prósentum munar á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingarinnar eykst lítillega á milli mánaða og mælist nú rúmlega 26 prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar lítillega á milli mánaða og mælist nú rúm 17 prósent. 30. desember 2023 21:21 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Spurt var við framkvæmd könnunarinnar hvaða ráðherrar hefðu staðið sig best og verst á yfirstandandi kjörtímabili. Sá ráðherra sem svarendur sem tóku afstöðu töldu hafa staðið sig best var Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra með 9,7 prósent. Næst á eftir kom Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, með 7,2 prósent. Stuðningurinn þverr ansi fljótt Tæp 34 prósent töldu þó að enginn einn ráðherra hefði staðið sig best. Á hinum enda skalans voru 45,5 prósent sem töldu Bjarna Benediktsson hafa staðið sig verst, en 14,6 prósent töldu Svandísi hafa staðið sig verst. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra býr ekki við miklar vinsældir um þessar mundir.Vísir „Þetta eru alveg fádæma óvinsældir sem Bjarni Benediktsson býr við núna. Hann er auðvitað stjórnmálamaður sem hefur notið töluverðs trausts og stuðnings í íslensku þjóðfélagi en núna þverr það ansi fljótt. Og þetta eru sláandi tölur að sjá núna,“ segir Eiríkur í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Þá var einnig spurt við framkvæmd könnunarinnar hversu vel eða illa ríkisstjórnarflokkunum hefði tekist að koma sínum málefnum til framkvæmda í ríkisstjórnarsamstarfinu. 57 prósentum svarenda þykir VG hafa tekist illa eða alls ekki að koma málefnum sínum til framkvæmda, en 13 prósent telja það hafa tekist vel hjá flokknum. 57 prósentum svarenda þykir VG hafa tekist illa eða alls ekki að koma málefnum sínum til framkvæmda.Vísir Rúmum 35 prósentum þótti þá Framsóknarflokknum hafa tekist illa til við að koma málefnum sínum á framfæri, en tæp 17 prósent töldu það hafa tekist vel hjá flokknum. Yfir 30 prósent sögðu Sjálfstæðisflokknum hafa tekist vel til, en tæp 38 prósent sögðu hið gagnstæða, að flokknum hefði illa eða alls ekki tekist að koma málefnum sínum til framkvæmda í samstarfinu. Hugur fólksins skýr Eiríkur tekur fram að langt sé í kosningar og að staðan gæti verið gjörbreytt þegar líður að kosningum. Þó segir Eiríkur að ákveðin mynd sé að festa sig í sessi. „Fylgisfall Sjálfstæðisflokksins komið niður í rúmlega 17 prósent og heldur sér þar. Framsóknarflokkurinn missir þennan gríðarlega stuðning sem hann hafði í síðustu kosningum og VG heldur áfram að dala algjörlega kominn við þau mörk að þurrkast út úr íslenskum stjórnmálum og þetta er flokkur forsætisráðherrans. Samfylkingin fer áfram með himinskautum. Þessi mynd er að festast í sessi,“ segir Eiríkur. Hann segir það vera alveg rétt að það væru kosningar sem skiptu máli en ekki skoðanakannanir en að hugur fólksins í landinu um þessar mundir sé skýr og búinn að vera það í einhvern tíma. Eiríkur segir augljóst að núverandi stjórnarandstöðuflokkar myndu reyna að mynda stjórn miðað við þessa könnun. „Framsókn getur alltaf verið með í öllum partíum,“ bætir hann við.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Níu prósentum munar á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingarinnar eykst lítillega á milli mánaða og mælist nú rúmlega 26 prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar lítillega á milli mánaða og mælist nú rúm 17 prósent. 30. desember 2023 21:21 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Níu prósentum munar á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingarinnar eykst lítillega á milli mánaða og mælist nú rúmlega 26 prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar lítillega á milli mánaða og mælist nú rúm 17 prósent. 30. desember 2023 21:21