Viðskipti innlent

Lokun Bláa lónsins fram­lengd

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Lokun Bláa lónsins hefur verið framlengt fram á 3. janúar.
Lokun Bláa lónsins hefur verið framlengt fram á 3. janúar. Vísir/Vilhelm

Lokun Bláa lónsins sem tók gildi í kjölfar eldgossins við Sundhnúkagíga þann 18. desember síðastliðinn hefur verið framlengd til 3. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Bláa lónsins.

Allri starfsemi Bláa lónsins í Svartsengi var hætt í nóvember vegna jarðskjálftanna í nóvember en hluti hennar var opnaður á ný 17. desember. Daginn eftir hófst eldgos skammt frá lóninu og því var því lokað aftur strax.

Bláa lónið tekur fram í tilkynningu sinni að staðan verði endurmetin á áætluðum degi og að haft verði samband við þá gesti sem eiga staðfestar bókanir á næstu dögum.

„Við höldum áfram að fylgjast með stöðunni í nánu samráði við yfirvöld,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×