10 dagar í EM: Ellefta besta Evrópumót strákanna okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2024 12:00 Patrekur Jóhannesson og Gústaf BJarnason reyna hér að verjast í tapleiknum á móti Portúgal. EPA(ATTILA KISBENEDEK Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir tíu daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Fyrsta Evrópumótið íslenska karlalandsliðsins fær að skipa ellefta sætið en í þá daga voru það bara tólf þjóðir sem komust á Evrópumótið. Evrópumótið í Króatíu 2000 markaði fyrstu spor strákanna okkar í úrslitakeppni EM. Það þýðir jafnframt að tólfta sætið og það eina sem fær enga umfjöllun en Evrópumótið frá því í Slóveníu 2004 þar sem íslenska liðið vann ekki leik og datt úr keppni eftir riðlakeppnina. Fjórum árum fyrr stóð liðið sig aðeins betur eða í janúar 2000. Íslenska liðið bjargaði reyndar andlitinu með eins marks sigri á Úkraínu í leiknum um botnsætið. Liðið endaði því í ellefta sætinu sem er sjöundi til níundi besti árangur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti. Þetta var stórt skref fyrir íslenska liðið sem komst ekki á fyrstu þrjú Evrópumótin sem voru haldin 1994, 1996 og 1998. Íslenska liðið tapaði fyrstu fimm leikjum sínum á mótinu og fékk á sig talsverða gagnrýna eftir mótið. Margir leikmenn þóttu ekki vera líkir sjálfum sér og þjálfarinn Þorbjörn Jensson var gagnrýndur fyrir það að taka með leikmenn sem voru búnir að vera gíma við meiðsla og eða voru lítið búnir að spila á tímabilinu. Róbert Sighvatsson skoraði sigurmarkið í lokaleiknum á móti Úkraínu tveimur sekúndum fyrir leikslok en hann nýtti öll sex skotin sín í leiknum um ellefta sætið. Guðjón Valur Sigurðsson steig sín fyrstu skref með íslenska landsliðinu á stórmóti. Hann kom inn í liðið eftir að hafa ekki spilað fyrstu leikina og skoraði meðal annars fimm mörk í leik á móti Slóvenum. Róbert Sighvatsson stóð sig vel á mótinu, nýtti færin vel og fiskaði mörg víti.EPA/ANTONIO BAT EM í Króatíu 2000 Lokastaða: 11. sæti Sigurleikir: 1 í 6 leikjum. Þjálfari: Þorbjörn Jensson (2. stórmót) Fyrirliði: Dagur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Úkraínu (26-25) Versti leikur: Tap fyrir Portúgal (25-28) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Valdimar Grímsson 41/22 Ólafur Stefánsson 22 Patrekur Jóhannesson 21 Gústaf Bjarnason 18 Róbert Sighvatsson 16 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Valdimar Grímsson varð næstmarkahæstur á Evrópumótinu með 41 mark í sex leikjum eða 6,8 mörk að meðaltali í leik. Það var aðeins Úkraínumaðurinn Oleg Velyky sem skoraði fleiri mörk að 46 talsins. Óvænta stjarnan: Línumaðurinn Róbert Sighvatsson kom mjög sterkur inn í fyrsta stórmótinu eftir að Geir Sveinsson hætti og skoraði 16 mörk úr aðeins 20 skotum á mótinu. Hann fiskaði líka 15 víti í þessum sex leikjum. Fyrsta mótið hjá: Guðjón Valur Sigurðsson, Magnús Sigurðsson, Magnús Már Þórðarson, Njörður Árnason, Rúnar Sigtryggsson og Serbastian Alexandersson. Síðasta mótið hjá: Valdimar Grímsson og Bergsveinn Bergsveinsson. Þorbjörn Jensson stýrði íslenska landsliðinu á fyrsta Evrópumótinu.vísir/valli Viðtalið: „Hefur ekki meiri getu en þetta“ Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, var mjög ósáttur við frammistöðu liðsins gegn Dönum eins og sést á viðtali hans í Morgunblaðinu eftir leikinn. „Sóknarleikurinn hrundi á stuttum kafla í síðari hálfleik. Hver einasti leikmaður var þá að skjóta illa á markmanninn. En ég get ekki stýrt skotunum, leikmenn verða að höndla þau sjálfir. Eftir að við misstum þá fram úr okkur var ekki nægilegur vilji til að ná að jafna og komast yfir,“ sagði Þorbjörn. „Það er greinilegt að ekkert fellur okkar megin í þessum leikjum. Það segir manni að liðið hefur ekki meiri getu en þetta. Það er alveg á hreinu. Ég veit að það er úthaldsleysi í liðinu. Það er afar takarmarkað sem maður getur keyrt upp úthald á svona stuttum undirbúningstíma. Þess vegna verð ég að byggja á þeim grunni sem þeir hafa fyrir,“ sagði Þorbjörn. „Ég sá það þegar við komum saman, sérstaklega hjá þessum strákum sem hafa ekki verið að spila mikið í sókn hjá sínum liðum, eins og Patrekur, Duranona og Sigurður Bjarnason. Dagur hefur aðeins verið að spila sókn en er ekki búinn að ná upp fullu þreki. Valdimar er búinn að vera meiddur, en það er samt ótrúlegt hvað hann kemur fljótt inn í þetta aftur. Hann var hins vegar að gera mistök í þessum leik, fór tvisvar inn úr horninu í erfiðum færum og lét verja og misnotaði tvö víti.,“ sagði Þorbjörn. EM 2024 í handbolta Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir tíu daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Fyrsta Evrópumótið íslenska karlalandsliðsins fær að skipa ellefta sætið en í þá daga voru það bara tólf þjóðir sem komust á Evrópumótið. Evrópumótið í Króatíu 2000 markaði fyrstu spor strákanna okkar í úrslitakeppni EM. Það þýðir jafnframt að tólfta sætið og það eina sem fær enga umfjöllun en Evrópumótið frá því í Slóveníu 2004 þar sem íslenska liðið vann ekki leik og datt úr keppni eftir riðlakeppnina. Fjórum árum fyrr stóð liðið sig aðeins betur eða í janúar 2000. Íslenska liðið bjargaði reyndar andlitinu með eins marks sigri á Úkraínu í leiknum um botnsætið. Liðið endaði því í ellefta sætinu sem er sjöundi til níundi besti árangur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti. Þetta var stórt skref fyrir íslenska liðið sem komst ekki á fyrstu þrjú Evrópumótin sem voru haldin 1994, 1996 og 1998. Íslenska liðið tapaði fyrstu fimm leikjum sínum á mótinu og fékk á sig talsverða gagnrýna eftir mótið. Margir leikmenn þóttu ekki vera líkir sjálfum sér og þjálfarinn Þorbjörn Jensson var gagnrýndur fyrir það að taka með leikmenn sem voru búnir að vera gíma við meiðsla og eða voru lítið búnir að spila á tímabilinu. Róbert Sighvatsson skoraði sigurmarkið í lokaleiknum á móti Úkraínu tveimur sekúndum fyrir leikslok en hann nýtti öll sex skotin sín í leiknum um ellefta sætið. Guðjón Valur Sigurðsson steig sín fyrstu skref með íslenska landsliðinu á stórmóti. Hann kom inn í liðið eftir að hafa ekki spilað fyrstu leikina og skoraði meðal annars fimm mörk í leik á móti Slóvenum. Róbert Sighvatsson stóð sig vel á mótinu, nýtti færin vel og fiskaði mörg víti.EPA/ANTONIO BAT EM í Króatíu 2000 Lokastaða: 11. sæti Sigurleikir: 1 í 6 leikjum. Þjálfari: Þorbjörn Jensson (2. stórmót) Fyrirliði: Dagur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Úkraínu (26-25) Versti leikur: Tap fyrir Portúgal (25-28) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Valdimar Grímsson 41/22 Ólafur Stefánsson 22 Patrekur Jóhannesson 21 Gústaf Bjarnason 18 Róbert Sighvatsson 16 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Valdimar Grímsson varð næstmarkahæstur á Evrópumótinu með 41 mark í sex leikjum eða 6,8 mörk að meðaltali í leik. Það var aðeins Úkraínumaðurinn Oleg Velyky sem skoraði fleiri mörk að 46 talsins. Óvænta stjarnan: Línumaðurinn Róbert Sighvatsson kom mjög sterkur inn í fyrsta stórmótinu eftir að Geir Sveinsson hætti og skoraði 16 mörk úr aðeins 20 skotum á mótinu. Hann fiskaði líka 15 víti í þessum sex leikjum. Fyrsta mótið hjá: Guðjón Valur Sigurðsson, Magnús Sigurðsson, Magnús Már Þórðarson, Njörður Árnason, Rúnar Sigtryggsson og Serbastian Alexandersson. Síðasta mótið hjá: Valdimar Grímsson og Bergsveinn Bergsveinsson. Þorbjörn Jensson stýrði íslenska landsliðinu á fyrsta Evrópumótinu.vísir/valli Viðtalið: „Hefur ekki meiri getu en þetta“ Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, var mjög ósáttur við frammistöðu liðsins gegn Dönum eins og sést á viðtali hans í Morgunblaðinu eftir leikinn. „Sóknarleikurinn hrundi á stuttum kafla í síðari hálfleik. Hver einasti leikmaður var þá að skjóta illa á markmanninn. En ég get ekki stýrt skotunum, leikmenn verða að höndla þau sjálfir. Eftir að við misstum þá fram úr okkur var ekki nægilegur vilji til að ná að jafna og komast yfir,“ sagði Þorbjörn. „Það er greinilegt að ekkert fellur okkar megin í þessum leikjum. Það segir manni að liðið hefur ekki meiri getu en þetta. Það er alveg á hreinu. Ég veit að það er úthaldsleysi í liðinu. Það er afar takarmarkað sem maður getur keyrt upp úthald á svona stuttum undirbúningstíma. Þess vegna verð ég að byggja á þeim grunni sem þeir hafa fyrir,“ sagði Þorbjörn. „Ég sá það þegar við komum saman, sérstaklega hjá þessum strákum sem hafa ekki verið að spila mikið í sókn hjá sínum liðum, eins og Patrekur, Duranona og Sigurður Bjarnason. Dagur hefur aðeins verið að spila sókn en er ekki búinn að ná upp fullu þreki. Valdimar er búinn að vera meiddur, en það er samt ótrúlegt hvað hann kemur fljótt inn í þetta aftur. Hann var hins vegar að gera mistök í þessum leik, fór tvisvar inn úr horninu í erfiðum færum og lét verja og misnotaði tvö víti.,“ sagði Þorbjörn.
EM í Króatíu 2000 Lokastaða: 11. sæti Sigurleikir: 1 í 6 leikjum. Þjálfari: Þorbjörn Jensson (2. stórmót) Fyrirliði: Dagur Sigurðsson. Besti leikur: Sigur á Úkraínu (26-25) Versti leikur: Tap fyrir Portúgal (25-28) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Valdimar Grímsson 41/22 Ólafur Stefánsson 22 Patrekur Jóhannesson 21 Gústaf Bjarnason 18 Róbert Sighvatsson 16
EM 2024 í handbolta Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira